Undirliggjandi horfur krónunnar góðar Birgir Olgeirsson skrifar 16. júlí 2020 18:30 Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Baldur Krónan hefur fallið um um 17 prósent gagnvart evru frá áramótum. Þannig er evran um tuttugu og fimm krónum dýrari nú en í byrjun janúar. Innfluttar vörur hafa hækkað í verði á meðan hagur útflytjenda vænkast. Íslenska krónan hefur farið frekar illa út úr kórónuveirufaraldrinum. 2. janúar kostaði evran 136 krónur. Í dag kostar evran 160 krónur og verðið því hækkað um 24 krónur frá áramótunum. 28. febrúar greindist fyrsta smitið hér á landi. Frá þeim tíma og fram í maí hækkaði verð evrunnar gagnvart krónunni upp í 160 krónur. Krónan náði þó að styrkjast aftur en sú styrkingin er gengin til baka í dag. „Það gerir allan innflutning dýrari. Verð á innfluttum vörum hækkar. En að sama skapi hjálpar þetta útflutningsgeirunum, sjávarútvegi og ferðaþjónustu. En að einhverju leyti voru áhrifin nú þegar komin fram þar sem krónan var nú þegar búin að veikjast í maí. Þá var hún á svipuðum slóðum og hún er í dag,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Það þýði að ekki sé mikil ástæða til að óttast að gengi krónunnar eigi eftir að hafa mikil áhrif á verðbólgu á næstu mánuðum. „Af öllu því sem ég hef áhyggjur af í efnahagsmálum hef ég minnstar áhyggjur af verðbólgu. Ég hef meiri áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins, hvernig hún verður, og áhrifin á ferðaþjónustuna til langframa,“ segir Daníel. Hann segir undirliggjandi horfur fyrir krónuna ágætar. „Við erum að gera ráð fyrir að viðskiptajöfnuðurinn við útlönd í heild verði lítilsháttar jákvæður fyrir árið í heild. Við eigum orðið meira af erlendum eignum heldur en erlendum skuldum, þjóðarbúið í heild. Við eigum risastóran gjaldeyrisforða. Það er því engin ástæða fyrir að krónan eigi eftir að veikjast mikið frá núverandi gildum heldur styrkjast miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir í dag,“ segir Daníel. Íslenska krónan Mest lesið Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira
Krónan hefur fallið um um 17 prósent gagnvart evru frá áramótum. Þannig er evran um tuttugu og fimm krónum dýrari nú en í byrjun janúar. Innfluttar vörur hafa hækkað í verði á meðan hagur útflytjenda vænkast. Íslenska krónan hefur farið frekar illa út úr kórónuveirufaraldrinum. 2. janúar kostaði evran 136 krónur. Í dag kostar evran 160 krónur og verðið því hækkað um 24 krónur frá áramótunum. 28. febrúar greindist fyrsta smitið hér á landi. Frá þeim tíma og fram í maí hækkaði verð evrunnar gagnvart krónunni upp í 160 krónur. Krónan náði þó að styrkjast aftur en sú styrkingin er gengin til baka í dag. „Það gerir allan innflutning dýrari. Verð á innfluttum vörum hækkar. En að sama skapi hjálpar þetta útflutningsgeirunum, sjávarútvegi og ferðaþjónustu. En að einhverju leyti voru áhrifin nú þegar komin fram þar sem krónan var nú þegar búin að veikjast í maí. Þá var hún á svipuðum slóðum og hún er í dag,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Það þýði að ekki sé mikil ástæða til að óttast að gengi krónunnar eigi eftir að hafa mikil áhrif á verðbólgu á næstu mánuðum. „Af öllu því sem ég hef áhyggjur af í efnahagsmálum hef ég minnstar áhyggjur af verðbólgu. Ég hef meiri áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins, hvernig hún verður, og áhrifin á ferðaþjónustuna til langframa,“ segir Daníel. Hann segir undirliggjandi horfur fyrir krónuna ágætar. „Við erum að gera ráð fyrir að viðskiptajöfnuðurinn við útlönd í heild verði lítilsháttar jákvæður fyrir árið í heild. Við eigum orðið meira af erlendum eignum heldur en erlendum skuldum, þjóðarbúið í heild. Við eigum risastóran gjaldeyrisforða. Það er því engin ástæða fyrir að krónan eigi eftir að veikjast mikið frá núverandi gildum heldur styrkjast miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir í dag,“ segir Daníel.
Íslenska krónan Mest lesið Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira