Thiago vill koma og Klopp segir já en Liverpool og Bayern ósammála um verð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2020 08:30 Thiago Alcantara þekkir ekkert annað en að vinna titla, bæði með Bayern og hjá Barcelona. Hér fagnar hann tvöföldum sigri Bæjara á leiktíðinni. EPA-EFE/ANNEGRET HILSE Þýskir miðlar segja frá því að spænski miðjumaðurinn Thiago Alcantara verði leikmaður Liverpool komist félagið að samkomulagi við Bayern München um kaupverðið. Thiago hefur samþykkt kaup og kjör og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur lagt sína blessun yfir kaupin. Vandamálið er hins vegar að félögin eiga eftir að komast að samkomulagi um kaupverðið og þar er talsvert á milli. Thiago spilaði 36 leiki í öllum keppnum með Bayern á leiktíðinni og var með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í þeim. Í 25 leikjum spilaði hann á miðri miðjunni en í 10 leikjanna var hann aftuliggjandi miðjumaður. Hann skoraði öll þrjú mörkin í leikjum þar sem hann var á miðri miðjunni. Thiago Alcantara 'agrees terms' as Jurgen Klopp 'approves Liverpool transfer' #LFChttps://t.co/KIp5EpGxEd— Mirror Football (@MirrorFootball) July 17, 2020 Samkvæmt fyrrnefndum þýskum miðlum sem Daily Mirror og Daily Mail vitna í þá eru félögin að bera saman bækur sínar um þessi mögulegu kaup. Liverpool vill borga átján milljónir punda fyrir þennan 29 ára miðjumann en Bayern München vill fá fyrir hann 36 milljónir punda eða tvöfalt meira. Thiago Alcantara hjálpaði Bayern að vinna tvennuna á þessu tímabili og hefur unnið þýska meistaratitilinn öll sjö tímabilin sín með þýska liðinu. Thiago Alcantara spilaði með Barcelona á árunum 2009 til 2013 en fór til Bayern árið 2013. Hann hefur spilað 37 leiki fyrir spænska landsliðið frá árinu 2011. Jurgen Klopp 'approves Thiago Alcantara signing as Liverpool agree terms with £36m Bayern Munich star... but they are only willing to pay £23m' https://t.co/gFtMPoDnEB— MailOnline Sport (@MailSport) July 17, 2020 Bild segir að Thiago Alcantara sé sáttur við þau kaup og kjör sem Liverpool vill bjóða honum og að Jürgen Klopp hafi gefið grænt ljós. Thiago hefur sett húsið sitt í Þýskalandi á sölu og vill greinilega skipta um umhverfi. Thiago þekkir ekkert annað en að vinna titla og þeir eru orðnir 27 á ferlinum með Barcelona og Bayern München. Thiago Alcantara hefur alls unnið ellefu meistaratitla á ferlinum, fjóra með Barcelona á Spáni og sjö með Bayern í Þýskalandi og hefur alls fagnað meistaratitli á ellefu af síðustu tólf tímabilum sínum í boltanum. Thiago spilaði reyndar bara 1 leik á fyrstu tveimur meistaratímabilum sínum með Börsungum. Hann hefur unnið stóran titil, meistaratitil eða bikarmeistaratitil, á tólf tímabilum í röð þar af tvöfalt fjórum sinnum. Þýski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Sjá meira
Þýskir miðlar segja frá því að spænski miðjumaðurinn Thiago Alcantara verði leikmaður Liverpool komist félagið að samkomulagi við Bayern München um kaupverðið. Thiago hefur samþykkt kaup og kjör og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur lagt sína blessun yfir kaupin. Vandamálið er hins vegar að félögin eiga eftir að komast að samkomulagi um kaupverðið og þar er talsvert á milli. Thiago spilaði 36 leiki í öllum keppnum með Bayern á leiktíðinni og var með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í þeim. Í 25 leikjum spilaði hann á miðri miðjunni en í 10 leikjanna var hann aftuliggjandi miðjumaður. Hann skoraði öll þrjú mörkin í leikjum þar sem hann var á miðri miðjunni. Thiago Alcantara 'agrees terms' as Jurgen Klopp 'approves Liverpool transfer' #LFChttps://t.co/KIp5EpGxEd— Mirror Football (@MirrorFootball) July 17, 2020 Samkvæmt fyrrnefndum þýskum miðlum sem Daily Mirror og Daily Mail vitna í þá eru félögin að bera saman bækur sínar um þessi mögulegu kaup. Liverpool vill borga átján milljónir punda fyrir þennan 29 ára miðjumann en Bayern München vill fá fyrir hann 36 milljónir punda eða tvöfalt meira. Thiago Alcantara hjálpaði Bayern að vinna tvennuna á þessu tímabili og hefur unnið þýska meistaratitilinn öll sjö tímabilin sín með þýska liðinu. Thiago Alcantara spilaði með Barcelona á árunum 2009 til 2013 en fór til Bayern árið 2013. Hann hefur spilað 37 leiki fyrir spænska landsliðið frá árinu 2011. Jurgen Klopp 'approves Thiago Alcantara signing as Liverpool agree terms with £36m Bayern Munich star... but they are only willing to pay £23m' https://t.co/gFtMPoDnEB— MailOnline Sport (@MailSport) July 17, 2020 Bild segir að Thiago Alcantara sé sáttur við þau kaup og kjör sem Liverpool vill bjóða honum og að Jürgen Klopp hafi gefið grænt ljós. Thiago hefur sett húsið sitt í Þýskalandi á sölu og vill greinilega skipta um umhverfi. Thiago þekkir ekkert annað en að vinna titla og þeir eru orðnir 27 á ferlinum með Barcelona og Bayern München. Thiago Alcantara hefur alls unnið ellefu meistaratitla á ferlinum, fjóra með Barcelona á Spáni og sjö með Bayern í Þýskalandi og hefur alls fagnað meistaratitli á ellefu af síðustu tólf tímabilum sínum í boltanum. Thiago spilaði reyndar bara 1 leik á fyrstu tveimur meistaratímabilum sínum með Börsungum. Hann hefur unnið stóran titil, meistaratitil eða bikarmeistaratitil, á tólf tímabilum í röð þar af tvöfalt fjórum sinnum.
Þýski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Sjá meira