Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 0-3 | Öruggur sigur í fyrsta leik Loga og Eiðs Árni Jóhannsson skrifar 18. júlí 2020 18:00 FH fór í heimsókn í Grafarvoginn í dag til þess að etja kappi við Fjölni í leik sem beðið var eftir með nokkurri eftirvæntingu. Nýjir þjálfarar eru í brúnni hjá Hafnfirðingum eins og frægt er orðið og var spennandi að sjá hvernig frumraun þeirra myndi fara. Leikurinn var hluti af sjöundu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu og endaði leikurinn með sigri FH 0-3 í leik sem var á endanum mjög daufur. Leikurinn var varla orðinn fimm mínútna gamall þegar FH var komið yfir en eftir ágætis pressu af hálfu gestanna náðu þeir að koma boltanum á Jónatan Inga sem lét skot ríða af úr miðjum teig Fjölnis. Boltinn fór í varnarmann áður en hann söng í netinu án þess að Atli Geir kæmi vörnum við. 0-1 fyrir gestina og heimamenn komnir í brekku frá byrjun leiks. FH sýndi mátt sinn í fimm mínútur í viðbót en svo tók Fjölnir völdin. Þeir náðu að halda boltanum ágætlega innan liðsins en náðu þó ekki að skapa sér nein færi af viti og það sem skapaðist náðist ekki að nýta. Það gerðist fátt marktækt fram á 44. mínútu þegar Þórir Jóhann Helgason sendi boltann úr öftustu línu inn fyrir vörn heimamanna, sem var mjög hátt á vellinum, á Steven Lennon sem hljóp hálfan völlinn áður en hann lék á markvörðinn og lagði boltann í netið. Skömmu síðar var flautað til hálfleiks og gestirnir mjög sáttir með gang mála. Seinni hálfleikur var ekki mikið fyrir augað. Fjölnir náði að hafa boltann en gerði ekkert við hann. Þeir voru síðan sjálfum sér verstir á 82. mínútu þegar þeir hreinsuðu boltann í Jónatan Inga sem þakkaði pent fyrir sig og skoraði þriðja mark gestanna. Í blálokin var Guðmann Þórisson rekinn út af en hann hafði fengið tvö gul spjöld sem auðveldlega hefði verið hægt að sleppa við. Eitthvað fyrir þjálfarana að hugsa um en Guðmann hafði leikið fínan leik og bæði brotin algjörlega óþörf og vitlaus. Afhverju vann FH? FH sýndi gæði sín í dag. Náðu að halda hreinu og nýta þrjú af þeim fáu færum sem þeir náðu að skapa. Aftur á móti voru Fjölnismenn sjálfum sér verstir og sýndu enn og aftur að það er erfitt að vinna fótboltaleiki þegar lið gefur mörk og nær ekki að nýta fá tækifæri sem þau ná að skapa. Bestir á vellinum? Það var mikill liðsbragur á FH í dag. Vörn og miðja voru mjög góð í að halda Fjölni í skefjum og sóknarmenn FH voru síðan mjög effektívir upp við markið. Jónatan Ingi skoraði tvö mörk og var líka mjög duglegur að koma sér í álitlegar stöður og verður því valinn maður leiksins. Hvað gekk illa? Fjölni gengur illa að skora og þeim gengur illa að verja mark sitt. Ef litið er á stöðutöfluna sést að þeir hafa skorað fimm mörk og fengið á sig 17 í sjö umferðum. Þeir eru skiljanlega neðstir og geta farið að hafa áhyggjur af því að vera nefndir í sömu andrá og lið Keflavíkur frá árinu 2018. Hvað næst? FH fær KA í heimsókn í miðri næstu viku og eygja þar tækifæri á að sauma saman tvo sigurleiki á meðan Fjölnir fer í heimsókn í Vesturbæ Reykjavíkur og etur kappi við KR. Þar er heldur betur tækifæri fyrir Fjölni að sparka tímabilinu af stað en möguleikarnir eru þó litlir. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.Vísir/Skjáskot Ásmundur Arnars.: Byrjum ekki leikinn fyrr en við erum búnir að fá á okkur mark „Það er hárrétt hjá þér“, sagði svekktur þjálfari Fjölnismanna þegar blaðamaður spurði hann hvort saga leiksins væri ekki sú að erfitt væri að vinna fótboltaleiki þegar lið gefur mörk og nýtir ekki færi. „Þetta er skrýtin tilfinning að hafa tapað þessum leik 3-0. Við erum mjög svekktir með þá niðurstöðu sem við getum tekið með okkur sem er jákvætt en það er ekkert nýtt. Við byrjum ekkert leikinn fyrr en við erum búnir að fá á okkur mark. Við stjórnum síðan leiknum ágætlega í fyrri hálfleik og erum líklegri aðilinn en undir lokin gefum við þeim mark. Svo í seinni hálfleik erum við líklegri aðilinn allan tímann og undir lokin gefum við þeim mark. Endaniðurstaðan 3-0 fyrir hinum“. „Þetta er auðvitað þannig að þegar mótlætið byrjar þá er stundum erfitt að snúa þeim við og mönnum skortir þessi extra trú þegar við fáum möguleikana. Við fáum fullt af færum en við þurfum trúna til að klára. Það er verkefnið núna en þetta er ekki verkefni sem kemur okkur á óvart en þetta er brött brekka og það er ekkert annað að gera en að halda áfram og ef frammistaðan verður áfram með þessum hætti og menn hætta að gefa mörk þá fara úrslitin að detta“. Eins og sést á bylgjunni hér á undan þá lá Ásmundi mikið á hjarta enda lið hans í slæmri stöðu. Hann var spurður þá hvort hann væri ánægður með frammistöðuna þrátt fyrir úrslitin og nýju leikmennina sem hann fékk undir lok gluggans. „Þú getur eiginlega ekki spurt mig hvort ég sé ánægður með þetta eftir 3-0 tap. Maður getur tekið einhverja þætti út úr leiknum sem voru jú fínir en auðvitað er maður ekkert ánægður með svona tap. Það skiptir í raun og veru engu máli hvernig þú spilar leikinn. Þetta snýst um að skora og fá ekki á sig mörk þannig að við þurfum að hugsa það vel hvernig við getum lokað fyrir það að fá á okkur mörk og hvernig við getum skorað“. Pepsi Max-deild karla
FH fór í heimsókn í Grafarvoginn í dag til þess að etja kappi við Fjölni í leik sem beðið var eftir með nokkurri eftirvæntingu. Nýjir þjálfarar eru í brúnni hjá Hafnfirðingum eins og frægt er orðið og var spennandi að sjá hvernig frumraun þeirra myndi fara. Leikurinn var hluti af sjöundu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu og endaði leikurinn með sigri FH 0-3 í leik sem var á endanum mjög daufur. Leikurinn var varla orðinn fimm mínútna gamall þegar FH var komið yfir en eftir ágætis pressu af hálfu gestanna náðu þeir að koma boltanum á Jónatan Inga sem lét skot ríða af úr miðjum teig Fjölnis. Boltinn fór í varnarmann áður en hann söng í netinu án þess að Atli Geir kæmi vörnum við. 0-1 fyrir gestina og heimamenn komnir í brekku frá byrjun leiks. FH sýndi mátt sinn í fimm mínútur í viðbót en svo tók Fjölnir völdin. Þeir náðu að halda boltanum ágætlega innan liðsins en náðu þó ekki að skapa sér nein færi af viti og það sem skapaðist náðist ekki að nýta. Það gerðist fátt marktækt fram á 44. mínútu þegar Þórir Jóhann Helgason sendi boltann úr öftustu línu inn fyrir vörn heimamanna, sem var mjög hátt á vellinum, á Steven Lennon sem hljóp hálfan völlinn áður en hann lék á markvörðinn og lagði boltann í netið. Skömmu síðar var flautað til hálfleiks og gestirnir mjög sáttir með gang mála. Seinni hálfleikur var ekki mikið fyrir augað. Fjölnir náði að hafa boltann en gerði ekkert við hann. Þeir voru síðan sjálfum sér verstir á 82. mínútu þegar þeir hreinsuðu boltann í Jónatan Inga sem þakkaði pent fyrir sig og skoraði þriðja mark gestanna. Í blálokin var Guðmann Þórisson rekinn út af en hann hafði fengið tvö gul spjöld sem auðveldlega hefði verið hægt að sleppa við. Eitthvað fyrir þjálfarana að hugsa um en Guðmann hafði leikið fínan leik og bæði brotin algjörlega óþörf og vitlaus. Afhverju vann FH? FH sýndi gæði sín í dag. Náðu að halda hreinu og nýta þrjú af þeim fáu færum sem þeir náðu að skapa. Aftur á móti voru Fjölnismenn sjálfum sér verstir og sýndu enn og aftur að það er erfitt að vinna fótboltaleiki þegar lið gefur mörk og nær ekki að nýta fá tækifæri sem þau ná að skapa. Bestir á vellinum? Það var mikill liðsbragur á FH í dag. Vörn og miðja voru mjög góð í að halda Fjölni í skefjum og sóknarmenn FH voru síðan mjög effektívir upp við markið. Jónatan Ingi skoraði tvö mörk og var líka mjög duglegur að koma sér í álitlegar stöður og verður því valinn maður leiksins. Hvað gekk illa? Fjölni gengur illa að skora og þeim gengur illa að verja mark sitt. Ef litið er á stöðutöfluna sést að þeir hafa skorað fimm mörk og fengið á sig 17 í sjö umferðum. Þeir eru skiljanlega neðstir og geta farið að hafa áhyggjur af því að vera nefndir í sömu andrá og lið Keflavíkur frá árinu 2018. Hvað næst? FH fær KA í heimsókn í miðri næstu viku og eygja þar tækifæri á að sauma saman tvo sigurleiki á meðan Fjölnir fer í heimsókn í Vesturbæ Reykjavíkur og etur kappi við KR. Þar er heldur betur tækifæri fyrir Fjölni að sparka tímabilinu af stað en möguleikarnir eru þó litlir. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.Vísir/Skjáskot Ásmundur Arnars.: Byrjum ekki leikinn fyrr en við erum búnir að fá á okkur mark „Það er hárrétt hjá þér“, sagði svekktur þjálfari Fjölnismanna þegar blaðamaður spurði hann hvort saga leiksins væri ekki sú að erfitt væri að vinna fótboltaleiki þegar lið gefur mörk og nýtir ekki færi. „Þetta er skrýtin tilfinning að hafa tapað þessum leik 3-0. Við erum mjög svekktir með þá niðurstöðu sem við getum tekið með okkur sem er jákvætt en það er ekkert nýtt. Við byrjum ekkert leikinn fyrr en við erum búnir að fá á okkur mark. Við stjórnum síðan leiknum ágætlega í fyrri hálfleik og erum líklegri aðilinn en undir lokin gefum við þeim mark. Svo í seinni hálfleik erum við líklegri aðilinn allan tímann og undir lokin gefum við þeim mark. Endaniðurstaðan 3-0 fyrir hinum“. „Þetta er auðvitað þannig að þegar mótlætið byrjar þá er stundum erfitt að snúa þeim við og mönnum skortir þessi extra trú þegar við fáum möguleikana. Við fáum fullt af færum en við þurfum trúna til að klára. Það er verkefnið núna en þetta er ekki verkefni sem kemur okkur á óvart en þetta er brött brekka og það er ekkert annað að gera en að halda áfram og ef frammistaðan verður áfram með þessum hætti og menn hætta að gefa mörk þá fara úrslitin að detta“. Eins og sést á bylgjunni hér á undan þá lá Ásmundi mikið á hjarta enda lið hans í slæmri stöðu. Hann var spurður þá hvort hann væri ánægður með frammistöðuna þrátt fyrir úrslitin og nýju leikmennina sem hann fékk undir lok gluggans. „Þú getur eiginlega ekki spurt mig hvort ég sé ánægður með þetta eftir 3-0 tap. Maður getur tekið einhverja þætti út úr leiknum sem voru jú fínir en auðvitað er maður ekkert ánægður með svona tap. Það skiptir í raun og veru engu máli hvernig þú spilar leikinn. Þetta snýst um að skora og fá ekki á sig mörk þannig að við þurfum að hugsa það vel hvernig við getum lokað fyrir það að fá á okkur mörk og hvernig við getum skorað“.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti