Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Þór/KA 2-1 | Selfoss kom til baka og lagði Þór/KA Hjörtur Logi Guðjónsson skrifar 19. júlí 2020 19:35 Stjarnan - Selfoss Pepsí Max deild kvenna Ksí knattspyrna Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Selfoss sigraði Þór/KA með tveimur mörkum gegn einu í Pepsi Max deild kvenna á Jáverk-vellinum á Selfossi í dag, Magdalena Anna Reimus og Tiffany McCarthy skoruðu mörkin fyrir Selfoss, eftir að María Catharina Gros hafði komið gestunum yfir í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var frekar rólegur framan af en á 21.mínútu kom María Catharina Gros gestunum yfir eftir alveg geggjaða stungusendingu frá Margréti Árnadóttur. Heimastúlkur höfðu verið betri aðilinn fram að þessu og héldu því áfram eftir markið. Þrátt fyrir að Selfoss hafi verið betri aðilinn voru þær ekki að skapa sér mikið af færum, en á 26.mínútu fengu þær dæmda vítaspyrnu þegar brotið var á Helenu Heklu innan vítateigs. Landsliðskempan Dagný Brynjarsdóttir fór á punktinn, en spyrnan var hins vegar ekki sú besta og Harpa Jóhannsdóttir fór í rétt horn og varði spyrnuna. Fátt gerðist eftir þetta í fyrri hálfleik og Þór/KA fór með 0-1 forustu í hálfleikinn. Seinni hálfleikurinn var svo mun skemmtilegri en sá fyrri og það var greinilegt að Alfreð hafði blásið lífi í Selfossliðið með hálfleiksræðu sinni. Heimastúlkur héldu áfram að stjórna leiknum eins og í fyrri hálfleik, en munurinn var að nú fóru þær að skapa sér færi. Á 52.mínútu átti Barbára Sól góða fyrirgjöf sem fann ennið á Magdalenu sem þurfti bara að stýra boltanum á markið, sem hún gerði, og staðan því 1-1. Það var svo ekki nema fimm mínútum seinna að Barbára Sól átti aðra góða fyrirgjöf sem í þetta skipti rataði á bringuna á Dagný Brynjarsdóttur sem lagði boltann fyrir lappirnar á Tiffany sem var í dauðafæri og kláraði það vel og heimastúlkur komnar 2-1 yfir. Lítið var um færi eftir þetta og niðurstaðan því 2-1 sigur Selfoss. Af hverju vann Selfoss? Selfossliðið var einfaldlega betri aðilinn í dag og sigurinn því verðskuldaður. Þór/KA átti nokkra góða spretti í leiknum, þá sérstaklega í fyrri hálfleik en eins og segir var sigur Selfyssinga verðskuldaður. Harpa Jóhannsdóttir gerði hvað hún gat til að bjarga stigi eða stigum fyrir Þór/KA með því að verja víti, en það var lítið sem hún gat gert í mörkunum tveim sem Selfoss skoraði. Hverjir stóðu upp úr? Í liði Selfoss átti Barbára Sól góðan dag, og átti stóran þátt í báðum mörkum liðsins. Hún lagði upp það fyrra og seinna markið kom einnig eftir góða fyrirgjöf frá henni, svo að hún getur farið sátt heim, sem og fleiri Selfyssingar. Í liði Þór/KA var Margrét Árnadóttir líklega hættulegust, hún var oft ógnandi fyrir framan teig Selfyssinga og þessi stoðsending hjá henni var alveg gullfalleg. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk oft á tíðum erfiðlega með að skapa sér færi, en þau komu þó á endanum og voru vel nýtt fyrir utan vítaspyrnuna hjá Dagný. Vörn Selfyssinga var líka oft nokkuð værukær í fyrri hálfleik og voru tvö eða þrjú skipti þar sem að Þór/KA var nálægt því að fá ákjósanleg færi vegna þess að varnarmenn Selfyssinga héldu að þeir hefðu meiri tíma á boltanum. Hvað gerist næst? Selfoss á bókaða ferð til Vestmannaeyja þar sem þær mæta Eyjastúlkum á þriðjudaginn. ÍBV er með einn sigur úr fyrstu fjórum leikjum sínum, og ef Selfoss ætlar að standa við stóru orðinn og berjast um titil í sumar þá er þetta leikur sem að þær einfaldlega eiga að vinna. Þór/KA fær Fylki í heimsókn í þeirra næsta leik. Þar má búast við áhugaverðri viðureign og þetta ætti að vera erfitt, en alls ekki óyfirstíganlegt verkefni fyrir stelpurnar að norðan. Andri: „Það er bara upp með hausinn og áfram gakk“ „Svekkelsi, enn og aftur, en að sama skapi bara stolt af því að ég er rosalega stoltur af stelpunum hvað þær lögðu mikið í þennan leik,“ sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA eftir tapið í dag. „Þetta var frábær fyrri hálfleikur, virkilega vel gert hjá okkur, hart barist, lokuðum svæðum og skoruðum gott mark. Seinni hálfleikur að sama skapi var ekki eins góður en við reyndum allt sem við gátum til að ná inn jöfnunarmarki þannig að ég er eins og ég segi bæði svekktur og stoltur af mínum leikmönnum í dag.“ Andri segist þó ekki vera orðinn svartsýnn þrátt fyrir að þetta hafi verið þriðji tapleikur liðsins í röð. „Nei, nei, alls ekki. Það er bara upp með hausinn og áfram gakk, það er nóg eftir af þessu móti og stelpurnar vita það alveg að einn leikur í tap eða hvort sem það eru þrír tapleikir í röð, það getur breyst bara í næsta leik og við erum alltaf að hugsa um næsta leik, við gírum okkur bara í hann strax á morgun.“ „Ég held að það verði frábær skemmtun,“ sagði Andri spurður út í næsta leik gegn Fylki. „Fylkir er afskaplega skemmtilegt og ungt lið þannig að ég held að það verði bara hart barist og stál í stál. Við getum ekki beðið eftir þeim leik til að koma okkur á beinu brautina aftur.“ Alfreð: „Eigum við ekki að segja að hárblásarinn hafi verið notaður?“ „Ég er bara hrikalega ánægður með þrjú stig og ég verð að segja sanngjörn stig þrátt fyrir að við höfum fengið þetta mark á okkur,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson eftir sigur Selfoss í dag. „Við stjórnuðum leiknum frá A-Ö, en ég var nú ekkert alsáttur með fyrri hálfleikinn, en seinni var góður.“ Alfreð segir að stelpurnar hafi aðeins fengið að heyra hvað honum fannst þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik. „Eigum við ekki að segja að hárblásarinn hafi verið notaður?“ sagði Alfreð, en vildi ekki gefa upp meira sem þeirra fór á milli í hálfleik. „Það verður svo bara fínt að fara til Eyja á þriðjudegi fyrir Þjóðhátíð og vonandi gerum við eins vel og í dag og þá eigum við að fara langt með þrjú stig og það er það sem við ætlum að gera.“ Alfreð sá þó ekki fyrir sér að liðið myndi vera lengur í Vestmannaeyjum til að skoða stemninguna helgina eftir leikinn. „Nei, nei, við erum með þétt prógram í ágúst þannig að við þurfum að halda spilunum algjörlega rétt að okkur og gera eins vel og hægt er og æfa vel,“ sagði Alfreð léttur á Jáverk-vellinum í dag. Pepsi Max-deild kvenna
Selfoss sigraði Þór/KA með tveimur mörkum gegn einu í Pepsi Max deild kvenna á Jáverk-vellinum á Selfossi í dag, Magdalena Anna Reimus og Tiffany McCarthy skoruðu mörkin fyrir Selfoss, eftir að María Catharina Gros hafði komið gestunum yfir í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var frekar rólegur framan af en á 21.mínútu kom María Catharina Gros gestunum yfir eftir alveg geggjaða stungusendingu frá Margréti Árnadóttur. Heimastúlkur höfðu verið betri aðilinn fram að þessu og héldu því áfram eftir markið. Þrátt fyrir að Selfoss hafi verið betri aðilinn voru þær ekki að skapa sér mikið af færum, en á 26.mínútu fengu þær dæmda vítaspyrnu þegar brotið var á Helenu Heklu innan vítateigs. Landsliðskempan Dagný Brynjarsdóttir fór á punktinn, en spyrnan var hins vegar ekki sú besta og Harpa Jóhannsdóttir fór í rétt horn og varði spyrnuna. Fátt gerðist eftir þetta í fyrri hálfleik og Þór/KA fór með 0-1 forustu í hálfleikinn. Seinni hálfleikurinn var svo mun skemmtilegri en sá fyrri og það var greinilegt að Alfreð hafði blásið lífi í Selfossliðið með hálfleiksræðu sinni. Heimastúlkur héldu áfram að stjórna leiknum eins og í fyrri hálfleik, en munurinn var að nú fóru þær að skapa sér færi. Á 52.mínútu átti Barbára Sól góða fyrirgjöf sem fann ennið á Magdalenu sem þurfti bara að stýra boltanum á markið, sem hún gerði, og staðan því 1-1. Það var svo ekki nema fimm mínútum seinna að Barbára Sól átti aðra góða fyrirgjöf sem í þetta skipti rataði á bringuna á Dagný Brynjarsdóttur sem lagði boltann fyrir lappirnar á Tiffany sem var í dauðafæri og kláraði það vel og heimastúlkur komnar 2-1 yfir. Lítið var um færi eftir þetta og niðurstaðan því 2-1 sigur Selfoss. Af hverju vann Selfoss? Selfossliðið var einfaldlega betri aðilinn í dag og sigurinn því verðskuldaður. Þór/KA átti nokkra góða spretti í leiknum, þá sérstaklega í fyrri hálfleik en eins og segir var sigur Selfyssinga verðskuldaður. Harpa Jóhannsdóttir gerði hvað hún gat til að bjarga stigi eða stigum fyrir Þór/KA með því að verja víti, en það var lítið sem hún gat gert í mörkunum tveim sem Selfoss skoraði. Hverjir stóðu upp úr? Í liði Selfoss átti Barbára Sól góðan dag, og átti stóran þátt í báðum mörkum liðsins. Hún lagði upp það fyrra og seinna markið kom einnig eftir góða fyrirgjöf frá henni, svo að hún getur farið sátt heim, sem og fleiri Selfyssingar. Í liði Þór/KA var Margrét Árnadóttir líklega hættulegust, hún var oft ógnandi fyrir framan teig Selfyssinga og þessi stoðsending hjá henni var alveg gullfalleg. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk oft á tíðum erfiðlega með að skapa sér færi, en þau komu þó á endanum og voru vel nýtt fyrir utan vítaspyrnuna hjá Dagný. Vörn Selfyssinga var líka oft nokkuð værukær í fyrri hálfleik og voru tvö eða þrjú skipti þar sem að Þór/KA var nálægt því að fá ákjósanleg færi vegna þess að varnarmenn Selfyssinga héldu að þeir hefðu meiri tíma á boltanum. Hvað gerist næst? Selfoss á bókaða ferð til Vestmannaeyja þar sem þær mæta Eyjastúlkum á þriðjudaginn. ÍBV er með einn sigur úr fyrstu fjórum leikjum sínum, og ef Selfoss ætlar að standa við stóru orðinn og berjast um titil í sumar þá er þetta leikur sem að þær einfaldlega eiga að vinna. Þór/KA fær Fylki í heimsókn í þeirra næsta leik. Þar má búast við áhugaverðri viðureign og þetta ætti að vera erfitt, en alls ekki óyfirstíganlegt verkefni fyrir stelpurnar að norðan. Andri: „Það er bara upp með hausinn og áfram gakk“ „Svekkelsi, enn og aftur, en að sama skapi bara stolt af því að ég er rosalega stoltur af stelpunum hvað þær lögðu mikið í þennan leik,“ sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA eftir tapið í dag. „Þetta var frábær fyrri hálfleikur, virkilega vel gert hjá okkur, hart barist, lokuðum svæðum og skoruðum gott mark. Seinni hálfleikur að sama skapi var ekki eins góður en við reyndum allt sem við gátum til að ná inn jöfnunarmarki þannig að ég er eins og ég segi bæði svekktur og stoltur af mínum leikmönnum í dag.“ Andri segist þó ekki vera orðinn svartsýnn þrátt fyrir að þetta hafi verið þriðji tapleikur liðsins í röð. „Nei, nei, alls ekki. Það er bara upp með hausinn og áfram gakk, það er nóg eftir af þessu móti og stelpurnar vita það alveg að einn leikur í tap eða hvort sem það eru þrír tapleikir í röð, það getur breyst bara í næsta leik og við erum alltaf að hugsa um næsta leik, við gírum okkur bara í hann strax á morgun.“ „Ég held að það verði frábær skemmtun,“ sagði Andri spurður út í næsta leik gegn Fylki. „Fylkir er afskaplega skemmtilegt og ungt lið þannig að ég held að það verði bara hart barist og stál í stál. Við getum ekki beðið eftir þeim leik til að koma okkur á beinu brautina aftur.“ Alfreð: „Eigum við ekki að segja að hárblásarinn hafi verið notaður?“ „Ég er bara hrikalega ánægður með þrjú stig og ég verð að segja sanngjörn stig þrátt fyrir að við höfum fengið þetta mark á okkur,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson eftir sigur Selfoss í dag. „Við stjórnuðum leiknum frá A-Ö, en ég var nú ekkert alsáttur með fyrri hálfleikinn, en seinni var góður.“ Alfreð segir að stelpurnar hafi aðeins fengið að heyra hvað honum fannst þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik. „Eigum við ekki að segja að hárblásarinn hafi verið notaður?“ sagði Alfreð, en vildi ekki gefa upp meira sem þeirra fór á milli í hálfleik. „Það verður svo bara fínt að fara til Eyja á þriðjudegi fyrir Þjóðhátíð og vonandi gerum við eins vel og í dag og þá eigum við að fara langt með þrjú stig og það er það sem við ætlum að gera.“ Alfreð sá þó ekki fyrir sér að liðið myndi vera lengur í Vestmannaeyjum til að skoða stemninguna helgina eftir leikinn. „Nei, nei, við erum með þétt prógram í ágúst þannig að við þurfum að halda spilunum algjörlega rétt að okkur og gera eins vel og hægt er og æfa vel,“ sagði Alfreð léttur á Jáverk-vellinum í dag.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti