Hvaleyrabikarinn verður allur spilaður á morgun eftir aðra frestun í dag Anton Ingi Leifsson skrifar 18. júlí 2020 12:04 Sigurvegarar síðustu ára. mynd/gsí Veðrið hefur sett frekari strik í reikninginn í Hvaleyrarbikarnum í golfi, stigamótinu hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, annan daginn í röð. Keppni hefur verið hætt í dag vegna veðurs og til stendur að láta keppendur leika 36 holur á morgun til að skera úr um úrslit en ekkert var leikið í gær. Kylfingarnir voru sendir af stað við erfiðar aðstæður í morgun sem þó voru betri en í gær þegar fyrsta keppnisdegi var aflýst en þegar veður versnaði var leik hætt í dag. Ekki voru allir farnir af stað í dag og fyrir vikið verður skorið á þeim holum sem leiknar voru í morgun strikað út og byrjað upp á nýtt eldsnemma í fyrramálið. Er það gert vegna sanngirnissjónarmiða. Á morgun koma kylfingarnir til með að leika 18 holur fyrir hádegi og aðrar 18 holur eftir hádegi. Til að koma því fyrir er fyrirkomulaginu breytt með þeim hætti að ræst verður út á öllum teigum kl 6:30 í fyrramálið. Fjórir verða saman í ráshópi í stað þriggja eins og venjan er í stigamótum GSÍ. Á síðari hringnum eftir hádegið verður ræst út á 1. og 10. teig samtímis. Veðurspáin á að vera betri á morgun og vonir standa því til þess að veðurguðirnir og golfguðirnir geti komið sér saman um að leyfa snjöllustu kylfingum landsins að glíma við Hvaleyrarvöllinn á morgun. Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 John Cena hættur að glíma Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Veðrið hefur sett frekari strik í reikninginn í Hvaleyrarbikarnum í golfi, stigamótinu hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, annan daginn í röð. Keppni hefur verið hætt í dag vegna veðurs og til stendur að láta keppendur leika 36 holur á morgun til að skera úr um úrslit en ekkert var leikið í gær. Kylfingarnir voru sendir af stað við erfiðar aðstæður í morgun sem þó voru betri en í gær þegar fyrsta keppnisdegi var aflýst en þegar veður versnaði var leik hætt í dag. Ekki voru allir farnir af stað í dag og fyrir vikið verður skorið á þeim holum sem leiknar voru í morgun strikað út og byrjað upp á nýtt eldsnemma í fyrramálið. Er það gert vegna sanngirnissjónarmiða. Á morgun koma kylfingarnir til með að leika 18 holur fyrir hádegi og aðrar 18 holur eftir hádegi. Til að koma því fyrir er fyrirkomulaginu breytt með þeim hætti að ræst verður út á öllum teigum kl 6:30 í fyrramálið. Fjórir verða saman í ráshópi í stað þriggja eins og venjan er í stigamótum GSÍ. Á síðari hringnum eftir hádegið verður ræst út á 1. og 10. teig samtímis. Veðurspáin á að vera betri á morgun og vonir standa því til þess að veðurguðirnir og golfguðirnir geti komið sér saman um að leyfa snjöllustu kylfingum landsins að glíma við Hvaleyrarvöllinn á morgun.
Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 John Cena hættur að glíma Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira