Fótbolti

Fimm Ís­lendingar í eld­línunni í Sví­þjóð en Kol­beinn og Arnór ekki í hópum AIK og Mal­mö

Anton Ingi Leifsson skrifar
Glódís og Rosengård eru komin á gott skrið.
Glódís og Rosengård eru komin á gott skrið. vísir/bára

Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði allan leikinn fyrir Norrköping sem tapaði 4-2 fyrir Sirius á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Norrköping er áfram á toppi deildarinnar með tuttugu stig, fjögurra stiga forskot á Malmö, sem vann 2-1 sigur á Kalmar á heimavelli. Arnór Ingvi Traustason var ekki í leikmannahópi Malmö.

Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leikmannahópi AIK vegna meiðsla en AIK gerði 2-2 jafntefli við Varbergs á útivelli. AIK hefur ekki byrjað tímabilið vel og er í tólf stigum eftir níu leiki. Þeir sitja í níunda sætinu.

Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn fyrir Rosengård sem vann 3-0 sigur á Umeå á útivelli en Rosengård er í 2. sætin umeð tólf stig, stigi á eftir toppliði Linköpings.

Svava Rós Guðmundsdóttir og Anna Rakel Pétursdóttir voru báðar í byrjunarliði Kristianstads og Uppsala er Kristianstads vann 2-1 sigur í leik liðanna í dag.

Svava leikur með Kristianstads undir stjórn Elísabetu Gunnarsdóttur en Anna Rakel með Uppsala. Liðin eru í 5. og 6. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×