Guðrún Brá sigraði örugglega á Hvaleyrarvelli Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. júlí 2020 19:59 Guðrún Brá Björgvinsdóttir vísir/s2s Íslandsmeistarinn úr Keili, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sigraði í Hvaleyrarbikarnum í golfi á Hvaleyrarvelli í dag. Guðrún Brá lék holurnar 36 á samtals þremur höggum undir pari. Hún lék fyrri hringinn á 69 höggum í morgun og hinn síðari nú seinni partinn á 70 höggum. Hulda Clara Gestsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar kom næst en hún var fimm höggum á eftir Guðrúnu. Lék hún hringina á 77 og 67 höggum og bætti sig því um tíu högg á milli hringja. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR var þriðja á fjórum yfir pari og þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Ásdís Valtýsdóttir, báðar úr GR, á samtals sjö yfir pari. Er þetta í annað sinn sem Guðrún Brá sigrar í Hvaleyrarbikarnum en mótið er stigamót á mótaröð GSÍ og hefur verið haldið síðan 2016. „Ég spilaði bara nokkuð öruggt golf og var eiginlega ekki í neinum vandræðum. Í raun var þetta mjög einfalt golf. Þetta var fínt. Skorið hefði getað verið miklu betra miðað við öll þau færi sem ég fékk til að fá fugla en maður getur kannski sagt það eftir flesta hringi," sagði Guðrún sem sigraði einnig í Meistaramóti Keilis á Hvaleyrinni á dögunum. Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslandsmeistarinn úr Keili, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sigraði í Hvaleyrarbikarnum í golfi á Hvaleyrarvelli í dag. Guðrún Brá lék holurnar 36 á samtals þremur höggum undir pari. Hún lék fyrri hringinn á 69 höggum í morgun og hinn síðari nú seinni partinn á 70 höggum. Hulda Clara Gestsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar kom næst en hún var fimm höggum á eftir Guðrúnu. Lék hún hringina á 77 og 67 höggum og bætti sig því um tíu högg á milli hringja. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR var þriðja á fjórum yfir pari og þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Ásdís Valtýsdóttir, báðar úr GR, á samtals sjö yfir pari. Er þetta í annað sinn sem Guðrún Brá sigrar í Hvaleyrarbikarnum en mótið er stigamót á mótaröð GSÍ og hefur verið haldið síðan 2016. „Ég spilaði bara nokkuð öruggt golf og var eiginlega ekki í neinum vandræðum. Í raun var þetta mjög einfalt golf. Þetta var fínt. Skorið hefði getað verið miklu betra miðað við öll þau færi sem ég fékk til að fá fugla en maður getur kannski sagt það eftir flesta hringi," sagði Guðrún sem sigraði einnig í Meistaramóti Keilis á Hvaleyrinni á dögunum.
Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira