„FH á heimavelli á að vinna alla leiki“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. júlí 2020 11:12 Eiður Smári í viðtalinu. vísir/skjáskot Eiður Smári Guðjohnsen, sem þjálfar lið FH ásamt Loga Ólafssyni og Guðlaugi Baldurssyni, segir að FH eigi að vinna alla leiki á heimavelli. FH mætir KA í kvöld í uppgjöri nýju þjálfaranna. Eiður Smári og Logi tóku við FH-liðinu í síðustu viku, í sömu viku og KA skipti einnig um þjálfara. Arnar Grétarsson tók við búinu af Óla Stefáni Flóventssyni. „Við vorum virkilega sáttir með sigurinn í síðasta leik en það er margt hægt að bæta í okkar leik enn þá sem getur líka verið jákvætt,“ sagði Eiður Smári í samtali við Fésbókarsíðu FH-inga. „Við höfum fengið aðeins meiri tíma núna og FH á heimavelli á að vinna alla leiki. Það er alveg sama hver andstæðingurinn er og ég held að ef við bætum okkar spilamennsku jafnt og þétt, ef við bætum það sem við gerum varnarlega og fáum enn meiri rútínur í færslur og hreyfingar, þá verður erfitt að brjóta okkur niður.“ Eiður þekkir vel til Arnars en hann segir að leikurinn í kvöld verði ekki auðveldur, því það er ekkert í fótbolta lengur sem heitir auðvelt. „Þeir náðu í mjög mikilvæg þrjú stig og ég veit til þess að Arnar Grétarsson mun skóla þá til og drilla inn alls konar færslur í KA-liðið. Það er ekkert auðvelt í fótbolta, í sama hvaða deild og hvar í heiminum.“ „Það er ekkert auðvelt lengur í fótbolta. Við vitum að við þurfum að spila okkar besta leik eða allt að því til að ná í góð úrslit. Ef við getum bætt okkur frá síðasta leik er ég mjög jákvæður á leikinn á morgun [í dag].“ FH á marga heimaleiki framundan og hann segir mikilvægt að gera Kaplakrika að vígi. „Það er að byggja ofan á síðasta sigur og horfa ekkert of langt fram á við. Við vitum að við verðum hér næstu vikurnar og okkur líður vel hér og á að líða vel hér. Það á að vera erfitt fyrir andstæðinga að koma hingað og spila,“ sagði Eiður Smári. Hann bætti við að hann væri ekki endilega hlynntur því að halda sig alltaf við sigurlið og sagði að FH yrði með augun opin er leikmannamarkaðurinn opnar. Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, sem þjálfar lið FH ásamt Loga Ólafssyni og Guðlaugi Baldurssyni, segir að FH eigi að vinna alla leiki á heimavelli. FH mætir KA í kvöld í uppgjöri nýju þjálfaranna. Eiður Smári og Logi tóku við FH-liðinu í síðustu viku, í sömu viku og KA skipti einnig um þjálfara. Arnar Grétarsson tók við búinu af Óla Stefáni Flóventssyni. „Við vorum virkilega sáttir með sigurinn í síðasta leik en það er margt hægt að bæta í okkar leik enn þá sem getur líka verið jákvætt,“ sagði Eiður Smári í samtali við Fésbókarsíðu FH-inga. „Við höfum fengið aðeins meiri tíma núna og FH á heimavelli á að vinna alla leiki. Það er alveg sama hver andstæðingurinn er og ég held að ef við bætum okkar spilamennsku jafnt og þétt, ef við bætum það sem við gerum varnarlega og fáum enn meiri rútínur í færslur og hreyfingar, þá verður erfitt að brjóta okkur niður.“ Eiður þekkir vel til Arnars en hann segir að leikurinn í kvöld verði ekki auðveldur, því það er ekkert í fótbolta lengur sem heitir auðvelt. „Þeir náðu í mjög mikilvæg þrjú stig og ég veit til þess að Arnar Grétarsson mun skóla þá til og drilla inn alls konar færslur í KA-liðið. Það er ekkert auðvelt í fótbolta, í sama hvaða deild og hvar í heiminum.“ „Það er ekkert auðvelt lengur í fótbolta. Við vitum að við þurfum að spila okkar besta leik eða allt að því til að ná í góð úrslit. Ef við getum bætt okkur frá síðasta leik er ég mjög jákvæður á leikinn á morgun [í dag].“ FH á marga heimaleiki framundan og hann segir mikilvægt að gera Kaplakrika að vígi. „Það er að byggja ofan á síðasta sigur og horfa ekkert of langt fram á við. Við vitum að við verðum hér næstu vikurnar og okkur líður vel hér og á að líða vel hér. Það á að vera erfitt fyrir andstæðinga að koma hingað og spila,“ sagði Eiður Smári. Hann bætti við að hann væri ekki endilega hlynntur því að halda sig alltaf við sigurlið og sagði að FH yrði með augun opin er leikmannamarkaðurinn opnar.
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti