Afkoma Arion „umtalsvert“ betri en spáð var Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2020 15:57 Höfuðstöðvar Arion í Borgartúni. Vísir/Vilhelm Rekstur Arion banka gekk „umtalsvert“ betur á síðasta ársfjórðungi en spár gerðu ráð fyrir, ef marka má orðsendingu bankans til Kauphallarinnar. Í drögum að uppgjöri annars ársfjórðungs segir að afkoma fjórðungsins hafi numið 4,9 milljörðum króna og að reiknuð arðsemi á ársgrundvelli hafi verið 10,5 prósent. Uppgjörið er sagt litast af jákvæðri þróun markaða á fjórðungnum. Þannig hafi hreinar fjármunatekjur verið jákvæðar um 2,7 milljarða króna, rekstraráhrif félaga til sölu hafi verið óveruleg og að niðurfærsla útlána numið næstum einum milljarði. Það sé „veruleg lækkun“ frá fyrsta fjórðungi. Heilt yfir hafi afkoman verið „umtalsvert umfram það sem spár greiningaraðila gera ráð fyrir.“ „Rétt er að taka fram að áfram er umtalsverð óvissa í starfsumhverfi bankans og þá fyrst og fremst tengd þróun COVID-19 faraldursins og þeim áhrifum sem faraldurinn kann að hafa á íslenskt efnahagslíf. Sú óvissa snýr fyrst og fremst að þróun eignasafns bankans svo sem útlánasafns og verðbréfastöðu,“ segir í orðsendingunni til Kauphallarinnar. Fjárhagslegur styrkur Arion banka er varðar eigið fé og lausafé sé áfram mikill sem auðveldi bankanum að takast á við óvenjulegar aðstæður. Sem fyrr segir er aðeins um að ræða drög að uppgjöri fyrir annan ársfjórðung en bankinn stefnir að því að birta formlegt uppgjör þann 29. júlí. Íslenskir bankar Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Rekstur Arion banka gekk „umtalsvert“ betur á síðasta ársfjórðungi en spár gerðu ráð fyrir, ef marka má orðsendingu bankans til Kauphallarinnar. Í drögum að uppgjöri annars ársfjórðungs segir að afkoma fjórðungsins hafi numið 4,9 milljörðum króna og að reiknuð arðsemi á ársgrundvelli hafi verið 10,5 prósent. Uppgjörið er sagt litast af jákvæðri þróun markaða á fjórðungnum. Þannig hafi hreinar fjármunatekjur verið jákvæðar um 2,7 milljarða króna, rekstraráhrif félaga til sölu hafi verið óveruleg og að niðurfærsla útlána numið næstum einum milljarði. Það sé „veruleg lækkun“ frá fyrsta fjórðungi. Heilt yfir hafi afkoman verið „umtalsvert umfram það sem spár greiningaraðila gera ráð fyrir.“ „Rétt er að taka fram að áfram er umtalsverð óvissa í starfsumhverfi bankans og þá fyrst og fremst tengd þróun COVID-19 faraldursins og þeim áhrifum sem faraldurinn kann að hafa á íslenskt efnahagslíf. Sú óvissa snýr fyrst og fremst að þróun eignasafns bankans svo sem útlánasafns og verðbréfastöðu,“ segir í orðsendingunni til Kauphallarinnar. Fjárhagslegur styrkur Arion banka er varðar eigið fé og lausafé sé áfram mikill sem auðveldi bankanum að takast á við óvenjulegar aðstæður. Sem fyrr segir er aðeins um að ræða drög að uppgjöri fyrir annan ársfjórðung en bankinn stefnir að því að birta formlegt uppgjör þann 29. júlí.
Íslenskir bankar Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira