Afkoma Arion „umtalsvert“ betri en spáð var Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2020 15:57 Höfuðstöðvar Arion í Borgartúni. Vísir/Vilhelm Rekstur Arion banka gekk „umtalsvert“ betur á síðasta ársfjórðungi en spár gerðu ráð fyrir, ef marka má orðsendingu bankans til Kauphallarinnar. Í drögum að uppgjöri annars ársfjórðungs segir að afkoma fjórðungsins hafi numið 4,9 milljörðum króna og að reiknuð arðsemi á ársgrundvelli hafi verið 10,5 prósent. Uppgjörið er sagt litast af jákvæðri þróun markaða á fjórðungnum. Þannig hafi hreinar fjármunatekjur verið jákvæðar um 2,7 milljarða króna, rekstraráhrif félaga til sölu hafi verið óveruleg og að niðurfærsla útlána numið næstum einum milljarði. Það sé „veruleg lækkun“ frá fyrsta fjórðungi. Heilt yfir hafi afkoman verið „umtalsvert umfram það sem spár greiningaraðila gera ráð fyrir.“ „Rétt er að taka fram að áfram er umtalsverð óvissa í starfsumhverfi bankans og þá fyrst og fremst tengd þróun COVID-19 faraldursins og þeim áhrifum sem faraldurinn kann að hafa á íslenskt efnahagslíf. Sú óvissa snýr fyrst og fremst að þróun eignasafns bankans svo sem útlánasafns og verðbréfastöðu,“ segir í orðsendingunni til Kauphallarinnar. Fjárhagslegur styrkur Arion banka er varðar eigið fé og lausafé sé áfram mikill sem auðveldi bankanum að takast á við óvenjulegar aðstæður. Sem fyrr segir er aðeins um að ræða drög að uppgjöri fyrir annan ársfjórðung en bankinn stefnir að því að birta formlegt uppgjör þann 29. júlí. Íslenskir bankar Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Rekstur Arion banka gekk „umtalsvert“ betur á síðasta ársfjórðungi en spár gerðu ráð fyrir, ef marka má orðsendingu bankans til Kauphallarinnar. Í drögum að uppgjöri annars ársfjórðungs segir að afkoma fjórðungsins hafi numið 4,9 milljörðum króna og að reiknuð arðsemi á ársgrundvelli hafi verið 10,5 prósent. Uppgjörið er sagt litast af jákvæðri þróun markaða á fjórðungnum. Þannig hafi hreinar fjármunatekjur verið jákvæðar um 2,7 milljarða króna, rekstraráhrif félaga til sölu hafi verið óveruleg og að niðurfærsla útlána numið næstum einum milljarði. Það sé „veruleg lækkun“ frá fyrsta fjórðungi. Heilt yfir hafi afkoman verið „umtalsvert umfram það sem spár greiningaraðila gera ráð fyrir.“ „Rétt er að taka fram að áfram er umtalsverð óvissa í starfsumhverfi bankans og þá fyrst og fremst tengd þróun COVID-19 faraldursins og þeim áhrifum sem faraldurinn kann að hafa á íslenskt efnahagslíf. Sú óvissa snýr fyrst og fremst að þróun eignasafns bankans svo sem útlánasafns og verðbréfastöðu,“ segir í orðsendingunni til Kauphallarinnar. Fjárhagslegur styrkur Arion banka er varðar eigið fé og lausafé sé áfram mikill sem auðveldi bankanum að takast á við óvenjulegar aðstæður. Sem fyrr segir er aðeins um að ræða drög að uppgjöri fyrir annan ársfjórðung en bankinn stefnir að því að birta formlegt uppgjör þann 29. júlí.
Íslenskir bankar Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira