Nína leikur aftur í Rómeó og Júlíu en núna í nýju hlutverki Stefán Árni Pálsson skrifar 24. júlí 2020 12:30 Nína Dögg mætir aftur til leiks í Rómeó og Júlíu og nú í nýju hlutverki. Nína Dögg gengur til liðs við Þjóðleikhúsið og leikur tvö stór hlutverk á leikárinu, í Jólaboðinu og Rómeó og Júlíu. Nína Dögg lék Júlíu í sama verki sem Vesturport setti upp og sýndi víða um heim árum saman. Sýningin var sett upp í Young Vic og á West End í London, fór á hátíðir um allan heim. Þessi uppsetning Vesturports er þó sér á báti og langvinsælasta uppsetning á verki Shakespeare hér á landi. Hún var sýnd í yfir tíu ár í ólíkum leikhúsum og fluttist á stóra svið Borgarleikhússins. Júlía lifði því með Nínu og eiginmanni hennar, Gísla Erni árum saman. Að þessu sinni eftirlætur hún hlutverk Júlíu til Ebbu Katrínar en tekur sjálf við hlutverki móður hennar, Lafði Kapúlet. Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir verkinu en hann mun vera einn fremsti leikstjóri Evrópu og einn listrænna stjórnenda hins virta leikhúss Volksbühne. Hann á að baki geysi vinsælar sýningar á Íslandi á borð við Engla alheimsins og Njálu. Nú hefur hann gengið til liðs við nýtt listrænt teymi Þjóðleikhússins þar sem hann mun starfa á næstu árum. Nína hefur verið í hópi fremstu leikara þjóðarinnar og leikið í fjölda verkefna í leikhúsunum tveimur, í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hún var annar höfunda Fanga, sjónvarpsþáttaraðar sem hún vann með Unni Ösp, þá lék hún eitt aðalhlutverkið í Ófærð, Hafinu og fleiri þáttum. Nína Dögg útskrifaðist úr Leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2001. Margreynd leikkona Í Þjóðleikhúsinu hefur Nína Dögg leikið Jagó í Óþelló, Öldu í Tímaþjófnum, Blanche í Sporvagninum Girnd, Höllu í Fjalla-Eyvindi, í Rambó 7 og Átta konum. Nína er einn af stofnendum leikhússins Vesturports. Þar hefur hún m.a. leikið í Rómeó og Júlíu, Brimi, Woyzek, Hamskiptunum, Kommúnunni og Faust. Hún hefur ferðast víða með Vesturporti og leikið bæði í London og víða á leikferðum leikhópsins. Nína lék í Kryddlegnum hjörtum, Púntilla og Matta, Fjölskyldunni, Dúfunum, Furðulegt háttalag hunds um nótt og Fólk staðir hlutir í Borgarleikhúsinu. Nína hefur leikið í kvikmyndunum Villiljósi, Hafinu, Börnum og Foreldrum, Sveitabrúðkaupi, Kóngavegi og Brimi. Hún lék einnig í sjónvarpsþáttunum Föngum, Ófærð, Stelpunum og Heimsendi. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Fólk, staðir og hlutir. Nína hlaut styrk úr Minningasjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2005. Nína mun einnig leika í Jólaboðinu, nýju verki sem frumsýnt verður í byrjun nóvember. Þar er á ferð ný útgáfa af verki Thornton Wilder, The Long Cristmas Dinner sem Gísli Örn leikstýrir og vinnur handrit upp úr. Í verkinu er fylgst með fjölskyldu einni í Reykjavík á hundrað ára tímabili. Leikhús Menning Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Sjá meira
Nína Dögg gengur til liðs við Þjóðleikhúsið og leikur tvö stór hlutverk á leikárinu, í Jólaboðinu og Rómeó og Júlíu. Nína Dögg lék Júlíu í sama verki sem Vesturport setti upp og sýndi víða um heim árum saman. Sýningin var sett upp í Young Vic og á West End í London, fór á hátíðir um allan heim. Þessi uppsetning Vesturports er þó sér á báti og langvinsælasta uppsetning á verki Shakespeare hér á landi. Hún var sýnd í yfir tíu ár í ólíkum leikhúsum og fluttist á stóra svið Borgarleikhússins. Júlía lifði því með Nínu og eiginmanni hennar, Gísla Erni árum saman. Að þessu sinni eftirlætur hún hlutverk Júlíu til Ebbu Katrínar en tekur sjálf við hlutverki móður hennar, Lafði Kapúlet. Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir verkinu en hann mun vera einn fremsti leikstjóri Evrópu og einn listrænna stjórnenda hins virta leikhúss Volksbühne. Hann á að baki geysi vinsælar sýningar á Íslandi á borð við Engla alheimsins og Njálu. Nú hefur hann gengið til liðs við nýtt listrænt teymi Þjóðleikhússins þar sem hann mun starfa á næstu árum. Nína hefur verið í hópi fremstu leikara þjóðarinnar og leikið í fjölda verkefna í leikhúsunum tveimur, í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hún var annar höfunda Fanga, sjónvarpsþáttaraðar sem hún vann með Unni Ösp, þá lék hún eitt aðalhlutverkið í Ófærð, Hafinu og fleiri þáttum. Nína Dögg útskrifaðist úr Leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2001. Margreynd leikkona Í Þjóðleikhúsinu hefur Nína Dögg leikið Jagó í Óþelló, Öldu í Tímaþjófnum, Blanche í Sporvagninum Girnd, Höllu í Fjalla-Eyvindi, í Rambó 7 og Átta konum. Nína er einn af stofnendum leikhússins Vesturports. Þar hefur hún m.a. leikið í Rómeó og Júlíu, Brimi, Woyzek, Hamskiptunum, Kommúnunni og Faust. Hún hefur ferðast víða með Vesturporti og leikið bæði í London og víða á leikferðum leikhópsins. Nína lék í Kryddlegnum hjörtum, Púntilla og Matta, Fjölskyldunni, Dúfunum, Furðulegt háttalag hunds um nótt og Fólk staðir hlutir í Borgarleikhúsinu. Nína hefur leikið í kvikmyndunum Villiljósi, Hafinu, Börnum og Foreldrum, Sveitabrúðkaupi, Kóngavegi og Brimi. Hún lék einnig í sjónvarpsþáttunum Föngum, Ófærð, Stelpunum og Heimsendi. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Fólk, staðir og hlutir. Nína hlaut styrk úr Minningasjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2005. Nína mun einnig leika í Jólaboðinu, nýju verki sem frumsýnt verður í byrjun nóvember. Þar er á ferð ný útgáfa af verki Thornton Wilder, The Long Cristmas Dinner sem Gísli Örn leikstýrir og vinnur handrit upp úr. Í verkinu er fylgst með fjölskyldu einni í Reykjavík á hundrað ára tímabili.
Leikhús Menning Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Sjá meira