Klopp segir Lampard verða að læra og frábiður sér tal um hroka Sindri Sverrisson skrifar 25. júlí 2020 12:45 Jürgen Klopp var ekki ánægður með hvernig Frank Lampard lét á miðvikudaginn. VÍSIR/GETTY Það virðist anda frekar köldu á milli knattspyrnustjóra Chelsea og Liverpool eftir rimmu liðanna í vikunni þar sem Englandsmeistarar Liverpool unnu 5-3 sigur. Tapið þýðir að Chelsea á enn á hættu að missa af sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, fari svo að liðið tapi gegn Wolves á morgun en Leicester nái í stig gegn Manchester United. Eftir leikinn á miðvikudag sakaði Frank Lampard þjálfarateymi Liverpool um að hafa sýnt sér hroka, og hann stóð við þær fullyrðingar á fréttamannafundi í gær. Hann kvaðst þó sjá eftir því að hafa látið ljót orð falla á meðan á leik stóð, en það náðist á myndband þegar Lampard sagði Liverpool-mönnum ítrekað að fara til fjandans (e. fuck off). „Menn geta ekki slengt einhverju svona framan í mig – eða mitt þjálfarateymi – því við erum ekki hrokafullir,“ sagði Jürgen Klopp en reiði Lampards virtist að miklu leyti beinast að Pepijn Lijnders, aðstoðarmanni Klopp hjá Liverpool. „Keppnisskapið var mikið hjá Klopp og ég ber virðingu fyrir því. Hvað mig varðar mega menn segja nánast hvað sem er þegar staðan er þannig. En þegar leiknum lýkur þá á þessu að ljúka alveg. Ég hef sagt margt í gegnum tíðina vegna þess að tilfinningarnar eru svo miklar. Hann kom hingað til að ná í stig og tryggja sig í Meistaradeild Evrópu. Ég ber mikla virðingu fyrir því.“ „En hann verður að læra að þegar lokaflautið gellur þá er þetta búið, en þannig var það ekki hjá honum. Að tala svona eftir leik er ekki í lagi. Frank verður að læra. Hann hefur mikinn tíma til að læra því hann er ungur þjálfari. En hann verður að læra. Þegar á leik stendur falla orð, og það er ekkert vandamál, en allt það sem hann sagði eftir lokaflautið… við erum ekki hrokafullir. Við erum í raun andstæðan við það að vera hrokafullir á svona stundu,“ sagði Klopp. Of langt gengið að glotta lengi til manns Lampard virtist aðallega skjóta á Lijnders þegar hann ræddi málið í gær. „Ég tel að hroki sé mikilvægur hæfileiki þegar maður tekst á við fótbolta sem leikmaður, og sem knattspyrnustjóri. Það eru heilmiklar væntingar í kringum mann og ef maður er ekki með ákveðið mikinn hroka þá hefur það neikvæð áhrif á mann.“ „Þegar maður talar um hroka þá tengist það virðingu. Mér fannst „bekkurinn“ hjá Liverpool, eða sérstaklega einn maður, fara langt yfir strikið og vera hrokafullur gagnvart mér.“ „Hver er línan? Margir stjórar kalla eftir ákvörðunum dómara og geta haft rétt eða rangt fyrir sér. Síðan tala þeir við hvorn annan. En þegar menn stökkva upp af bekknum og vilja tala beint við mann, og glotta svo í góða stund, þá finnst mér þeir fara yfir strikið,“ sagði Lampard. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp sendi stuðningsmönnum Liverpool hjartnæm skilaboð Það var eðlilega létt yfir Jurgen Klopp í gærkvöldi er enski meistaratitillinn fór á loft á Anfield í fyrsta skipti í þrjátíu ár. 23. júlí 2020 10:00 Lampard birtist óvænt í beinni hjá Sadio Mane á Instagram Sadio Mane leyfði stuðningsmönnum Liverpool að fylgjast með hvað gekk á inn í búningsklefa liðsins eftir að bikarinn fór á loft í gærkvöldi. 23. júlí 2020 14:00 Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Það virðist anda frekar köldu á milli knattspyrnustjóra Chelsea og Liverpool eftir rimmu liðanna í vikunni þar sem Englandsmeistarar Liverpool unnu 5-3 sigur. Tapið þýðir að Chelsea á enn á hættu að missa af sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, fari svo að liðið tapi gegn Wolves á morgun en Leicester nái í stig gegn Manchester United. Eftir leikinn á miðvikudag sakaði Frank Lampard þjálfarateymi Liverpool um að hafa sýnt sér hroka, og hann stóð við þær fullyrðingar á fréttamannafundi í gær. Hann kvaðst þó sjá eftir því að hafa látið ljót orð falla á meðan á leik stóð, en það náðist á myndband þegar Lampard sagði Liverpool-mönnum ítrekað að fara til fjandans (e. fuck off). „Menn geta ekki slengt einhverju svona framan í mig – eða mitt þjálfarateymi – því við erum ekki hrokafullir,“ sagði Jürgen Klopp en reiði Lampards virtist að miklu leyti beinast að Pepijn Lijnders, aðstoðarmanni Klopp hjá Liverpool. „Keppnisskapið var mikið hjá Klopp og ég ber virðingu fyrir því. Hvað mig varðar mega menn segja nánast hvað sem er þegar staðan er þannig. En þegar leiknum lýkur þá á þessu að ljúka alveg. Ég hef sagt margt í gegnum tíðina vegna þess að tilfinningarnar eru svo miklar. Hann kom hingað til að ná í stig og tryggja sig í Meistaradeild Evrópu. Ég ber mikla virðingu fyrir því.“ „En hann verður að læra að þegar lokaflautið gellur þá er þetta búið, en þannig var það ekki hjá honum. Að tala svona eftir leik er ekki í lagi. Frank verður að læra. Hann hefur mikinn tíma til að læra því hann er ungur þjálfari. En hann verður að læra. Þegar á leik stendur falla orð, og það er ekkert vandamál, en allt það sem hann sagði eftir lokaflautið… við erum ekki hrokafullir. Við erum í raun andstæðan við það að vera hrokafullir á svona stundu,“ sagði Klopp. Of langt gengið að glotta lengi til manns Lampard virtist aðallega skjóta á Lijnders þegar hann ræddi málið í gær. „Ég tel að hroki sé mikilvægur hæfileiki þegar maður tekst á við fótbolta sem leikmaður, og sem knattspyrnustjóri. Það eru heilmiklar væntingar í kringum mann og ef maður er ekki með ákveðið mikinn hroka þá hefur það neikvæð áhrif á mann.“ „Þegar maður talar um hroka þá tengist það virðingu. Mér fannst „bekkurinn“ hjá Liverpool, eða sérstaklega einn maður, fara langt yfir strikið og vera hrokafullur gagnvart mér.“ „Hver er línan? Margir stjórar kalla eftir ákvörðunum dómara og geta haft rétt eða rangt fyrir sér. Síðan tala þeir við hvorn annan. En þegar menn stökkva upp af bekknum og vilja tala beint við mann, og glotta svo í góða stund, þá finnst mér þeir fara yfir strikið,“ sagði Lampard.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp sendi stuðningsmönnum Liverpool hjartnæm skilaboð Það var eðlilega létt yfir Jurgen Klopp í gærkvöldi er enski meistaratitillinn fór á loft á Anfield í fyrsta skipti í þrjátíu ár. 23. júlí 2020 10:00 Lampard birtist óvænt í beinni hjá Sadio Mane á Instagram Sadio Mane leyfði stuðningsmönnum Liverpool að fylgjast með hvað gekk á inn í búningsklefa liðsins eftir að bikarinn fór á loft í gærkvöldi. 23. júlí 2020 14:00 Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Klopp sendi stuðningsmönnum Liverpool hjartnæm skilaboð Það var eðlilega létt yfir Jurgen Klopp í gærkvöldi er enski meistaratitillinn fór á loft á Anfield í fyrsta skipti í þrjátíu ár. 23. júlí 2020 10:00
Lampard birtist óvænt í beinni hjá Sadio Mane á Instagram Sadio Mane leyfði stuðningsmönnum Liverpool að fylgjast með hvað gekk á inn í búningsklefa liðsins eftir að bikarinn fór á loft í gærkvöldi. 23. júlí 2020 14:00