Sergio Aguero gæti verið orðinn leikfær og spilað með Manchester City í Meistaradeild Evrópu í Portúgal.
Sá argentínski meiddist í leik Manchester City og Burnley í lok júní og var talið að hann yrði frá út tímabilið. Nú berast hinsvegar þær fregnir að endurkoma hans sé á undan áætlun.
Aguero er sagður vera að æfa á fullu til að verða klár fyrir Meistaradeildina sem hefst á nýjan leik í ágúst. Það er talið ólíklegt að hann verði með í seinni leik 16-liða úrslitanna gegn Real Madrid en hann gæti verið í hóp í átta liða úrslitum, nái City að klára Real.
Aguero vill þó sjálfur gera allt til að geta tekið þátt í leiknum gegn Spánarmeisturunum og hefur sett sér það markmið að vera orðinn leikfær fyrir þann leik. Það gæti skipt sköpum fyrir vonir Manchester City að vinna Meistaradeildina.