Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, var að vonum kampakátur með að liðið hafi tryggt sér þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mun því leika í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.
United þurfti jafntefli eða sigur gegn Leicester í dag og var niðurstaðan 2-0 sigur Rauðu djöflanna.
„Frábært afrek hjá leikmönnunum að ná þriðja sæti miðað við hvernig staðan hefur verið á tímabilinu. Ég held að við stákarnir hafi mögulega komist yfir andlegan hjalla með því að vinna svona stórleik, þar sem við höfum tapað tvisvar í undanúrslitum á þessu tímabili.
Við vissum að við þyrftum úrslit í dag, núna getum við hafið næsta kafla sem er hjá þessum strákum að vinna titla,“ sagði Solskjær sigurreifur.
Manchester United á enn möguleika á að vinna titil á þessu tímabili, en liðið leikur í Evrópudeildinni í ágúst og er svo gott sem komið í 8-liða úrslit þar.