Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - KR 2-1 | Fyrsta tap KR eftir sóttkví Rúnar Þór Brynjarsson skrifar 28. júlí 2020 21:45 Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði sigurmark Þórs/KA úr vítaspyrnu. vísir/vilhelm Þór/KA skellti KR fyrir norðan í kvöld er liðin mættust í Pepsi Max-deild kvenna. Fyrri hálfleikurinn fær engin verðlaun fyrir skemmtun. Hvorugt liðið náði að skapa sér alvöru færi og var spilið ekkert sérstakt á milli liðanna. Síðari hálfleikurinn byrjaði töluvert betur heldur en sá fyrri, og greinilegt að Andri og Kalli létu heyra í sér í hálfleik. KR byrjaði seinni hálfleik betur og átti Thelma Lóa fyrstu tilraun KR en skotið framhjá markinu.Á 52.mínútu fékk fyrrum leikmaður Þór/KA Lára Kristín Pedersen boltann fyrir utan teig og hamraði hún boltanum framhjá Hörpu i markinu sem kom engum vörnum við. Gott mark og 1-0 fyrir KR. Fimm mínútum síðar meiddist Karen María og kom Margrét Árnadóttir inn á í staðinn.Þór/KA átti aukaspyrnu og var það enginn önnur en Margrét sem skorar 10 sekúndum eftir að hún kom inná með fyrstu snertingu Frábær innkoma hjá Margréti og átti hún eftir að koma meira við sögu í þessum leik. Á 72. mínútu fær Ingunn Haraldsdóttir boltann í höndina eftir skot frá Margréti Árnadóttir og víti dæmt. Margrét fer á punktinn en fær gult spjald fyrir að vera með eyrnalokka og er beðin um að fara útaf. Fyrirliðinn Arna Sif fer þá á punktinn og sendir Ingibjörgu í vitlaust horn 2-1 fyrir Þór/KA. KR leitaði eftir jöfnunarmarki en Þór/KA þétti vel og unnu sterkan sigur 2-1. Af hverju vann Þór/KA? Leikurinn var jafn allan tímann en góð innkoma hjá Margréti og margar góðar vörslur hjá Hörpu tryggði stiginn þrjú. Hverjar stóðu uppúr? Hjá KR var Thelma Lóa Hermannsdóttir góð og átti hún marga góða spretti. Hjá Þór/KA stóðu Arna Sif og Harpa Jóhannsdóttir vörnina vel. Margrét Árnadóttir gjörbreytti leiknum með innkomu sinni. Hvað er næst? Næsti leikur hjá Þór/KA er útileikur gegn Þrótti þann 6. ágúst. Hjá KR er það ÍBV heima 6. ágúst. Andri Hjörvar: Hrikalega ánægður „Hrikalega ánægður. Gríðarlega mikilvægur leikur bæði fyrir töfluna að gera og upp á framhaldið þannig að við vissum að þetta yrði algjör úrslitaleikur og þess vegna er hrikalega ánægður að landa sigri hérna í dag,“ sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA.Þór/KA hafði fyrir þennan leik spilað 4 leiki án þess að sigra. „Já, fjórir leikir án sigurs. Ég held að það hafi ekkert setið í okkur neitt mikið en það peppar stelpurnar ennþá meira í að ná í sigur og sérstaklega hérna á heimavelli þar sem við viljum vinna alla leiki.“ Margrét Árnadóttir átti frábæra innkomu og skoraði hún með fyrstu snertingu sinni í leiknum.„Þetta getur gerst í fótbolta og frábært að okkar stelpa hafi gert þetta í sinni fyrstu snertingu og bara magnað augnablik, ánægður með þetta og fyrir hennar hönd.“ Jóhannes Karl: Við fengum á okkur tvö mörk en skoruðum bara eitt „Svekkelsi og vonbrigði, fyrst og fremst með spilamennskuna við gerðum ekki nóg til þess að ná þrjú stig,“ sagði Jóhannes Karl, þjálfari KR, í leikslok. „Við vorum að spila vel á köflum en það vantar svoldið hugarfarið við komum okkur eitt núll í leiknum en í staðinn fyrir að fylgja því eftir þá bara gefum við eftir.“ KR var fyrir þennan leik án taps í fjórum leikjum í röð. „Heilt yfir gerði Þór/KA ekkert sem kom okkur á óvart eða spiluðu einhvern frábæran fótbolta þau höfðu bara hugarfarið í að sækja þrjú stig og sóttu þau.“ „Það er búið að vera mikið álag og nú bara fáum við smá pásu til að þjappa okkur saman og við vorum í dag að skapa okkur fleiri færi en andstæðingurinn, það þarf að klára þau.“ Pepsi Max-deild kvenna
Þór/KA skellti KR fyrir norðan í kvöld er liðin mættust í Pepsi Max-deild kvenna. Fyrri hálfleikurinn fær engin verðlaun fyrir skemmtun. Hvorugt liðið náði að skapa sér alvöru færi og var spilið ekkert sérstakt á milli liðanna. Síðari hálfleikurinn byrjaði töluvert betur heldur en sá fyrri, og greinilegt að Andri og Kalli létu heyra í sér í hálfleik. KR byrjaði seinni hálfleik betur og átti Thelma Lóa fyrstu tilraun KR en skotið framhjá markinu.Á 52.mínútu fékk fyrrum leikmaður Þór/KA Lára Kristín Pedersen boltann fyrir utan teig og hamraði hún boltanum framhjá Hörpu i markinu sem kom engum vörnum við. Gott mark og 1-0 fyrir KR. Fimm mínútum síðar meiddist Karen María og kom Margrét Árnadóttir inn á í staðinn.Þór/KA átti aukaspyrnu og var það enginn önnur en Margrét sem skorar 10 sekúndum eftir að hún kom inná með fyrstu snertingu Frábær innkoma hjá Margréti og átti hún eftir að koma meira við sögu í þessum leik. Á 72. mínútu fær Ingunn Haraldsdóttir boltann í höndina eftir skot frá Margréti Árnadóttir og víti dæmt. Margrét fer á punktinn en fær gult spjald fyrir að vera með eyrnalokka og er beðin um að fara útaf. Fyrirliðinn Arna Sif fer þá á punktinn og sendir Ingibjörgu í vitlaust horn 2-1 fyrir Þór/KA. KR leitaði eftir jöfnunarmarki en Þór/KA þétti vel og unnu sterkan sigur 2-1. Af hverju vann Þór/KA? Leikurinn var jafn allan tímann en góð innkoma hjá Margréti og margar góðar vörslur hjá Hörpu tryggði stiginn þrjú. Hverjar stóðu uppúr? Hjá KR var Thelma Lóa Hermannsdóttir góð og átti hún marga góða spretti. Hjá Þór/KA stóðu Arna Sif og Harpa Jóhannsdóttir vörnina vel. Margrét Árnadóttir gjörbreytti leiknum með innkomu sinni. Hvað er næst? Næsti leikur hjá Þór/KA er útileikur gegn Þrótti þann 6. ágúst. Hjá KR er það ÍBV heima 6. ágúst. Andri Hjörvar: Hrikalega ánægður „Hrikalega ánægður. Gríðarlega mikilvægur leikur bæði fyrir töfluna að gera og upp á framhaldið þannig að við vissum að þetta yrði algjör úrslitaleikur og þess vegna er hrikalega ánægður að landa sigri hérna í dag,“ sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA.Þór/KA hafði fyrir þennan leik spilað 4 leiki án þess að sigra. „Já, fjórir leikir án sigurs. Ég held að það hafi ekkert setið í okkur neitt mikið en það peppar stelpurnar ennþá meira í að ná í sigur og sérstaklega hérna á heimavelli þar sem við viljum vinna alla leiki.“ Margrét Árnadóttir átti frábæra innkomu og skoraði hún með fyrstu snertingu sinni í leiknum.„Þetta getur gerst í fótbolta og frábært að okkar stelpa hafi gert þetta í sinni fyrstu snertingu og bara magnað augnablik, ánægður með þetta og fyrir hennar hönd.“ Jóhannes Karl: Við fengum á okkur tvö mörk en skoruðum bara eitt „Svekkelsi og vonbrigði, fyrst og fremst með spilamennskuna við gerðum ekki nóg til þess að ná þrjú stig,“ sagði Jóhannes Karl, þjálfari KR, í leikslok. „Við vorum að spila vel á köflum en það vantar svoldið hugarfarið við komum okkur eitt núll í leiknum en í staðinn fyrir að fylgja því eftir þá bara gefum við eftir.“ KR var fyrir þennan leik án taps í fjórum leikjum í röð. „Heilt yfir gerði Þór/KA ekkert sem kom okkur á óvart eða spiluðu einhvern frábæran fótbolta þau höfðu bara hugarfarið í að sækja þrjú stig og sóttu þau.“ „Það er búið að vera mikið álag og nú bara fáum við smá pásu til að þjappa okkur saman og við vorum í dag að skapa okkur fleiri færi en andstæðingurinn, það þarf að klára þau.“
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti