„Fannst ég aldrei verða nógu horuð, þó að ég væri komin í buxnastærð fyrir börn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. júlí 2020 10:30 Margrét hefur heldur betur gengið í gegnum margt. Margrét Gnarr hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. Þar keppti hún í tvígang, áður en hún hætti í íþróttinni, þar sem hún var farin að ganga nærri heilsu sinni. Hún segist hafa verið komin með mikil vandamál í meltingarfærum og átröskun. Margrét Gnarr er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. ,,Ég líka fékk hjartsláttartruflanir og það var í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að hætta. Ég fór í tékk af því að ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall. Hjartað var oft að stoppa og ég missti andann. Og það var eitt skiptið sem ég var á einhverju brennslutæki og allir litir urðu allt í einu skærir og ég hætti að skynja hvenær fæturnir mínir snertu jörðina og þá varð ég hrædd og fór beint upp á heilsugæslu og þá kom í ljós að ég var með hættulega lágt Kalíum og jafnvægi á steinefnum var komið í algjört rugl,” segir Margrét Gnarr. Svakalegt álag á líkamann Þarna varð Margrétt raunverulega hrædd um eigin heilsu og ákvað að hætta að keppa. ,,Ég þróaði með mér iðrabólgu, sem varð verst árið 2017. Ég varð svo veik að ég gat oft ekki gengið af verkjum í maganum, þetta er svakalegt álag á líkamann að borða svona lítið í svona langan tíma,“ segir Margrét, sem segist hafa verið orðin verulega rugluð og komin með mjög brenglaða líkamsímynd. Klippa: Fannst ég aldrei verða nógu horuð, þó að ég væri komin í buxnastærð fyrir börn ,,Þegar ég byrjaði að keppa var mér sagt að ég væri ekki með nógan vöðvamassa, svo að ég fór að vinna í því. Svo var mér sagt að ég væri orðin allt of stór, þannig að ég fór að reyna að minnka mig og ég var í raun orðin ekki neitt, en samt fannst mér ég alltaf vera of stór og þetta er eitthvað sem hefur fylgt mér mjög lengri, frá því ég var yngri og var með anorexíu og fannst ég aldrei verða nógu horuð, þó að ég væri komin í buxnastærð fyrir börn og var ekki neitt.” Hún segir vandamál með líkamsímynd í þessum geira alls ekki einskorðast við kvenfólk ,,Þetta er líka með karlmenn í fitness geiranum, þeir sem eru að keppa í vaxtarækt, að þeir eru einhvern vegin alltaf of litlir, finnst þeim. Þeir sjá ekki í speglinum að þeir séu að bæta á sig vöðvamassa. Það eru margir að díla við þetta og ég starfa sem einkaþjálfari og sé þetta hjá báðum kynjum.“ Í viðtalinu ræða Margrét og Sölvi um fitness-heiminn, átraskanir, samfélagsmiðla, skuggabönn, pabba hennar Jón Gnarr og margt margt fleira. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Margrét Gnarr hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. Þar keppti hún í tvígang, áður en hún hætti í íþróttinni, þar sem hún var farin að ganga nærri heilsu sinni. Hún segist hafa verið komin með mikil vandamál í meltingarfærum og átröskun. Margrét Gnarr er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. ,,Ég líka fékk hjartsláttartruflanir og það var í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að hætta. Ég fór í tékk af því að ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall. Hjartað var oft að stoppa og ég missti andann. Og það var eitt skiptið sem ég var á einhverju brennslutæki og allir litir urðu allt í einu skærir og ég hætti að skynja hvenær fæturnir mínir snertu jörðina og þá varð ég hrædd og fór beint upp á heilsugæslu og þá kom í ljós að ég var með hættulega lágt Kalíum og jafnvægi á steinefnum var komið í algjört rugl,” segir Margrét Gnarr. Svakalegt álag á líkamann Þarna varð Margrétt raunverulega hrædd um eigin heilsu og ákvað að hætta að keppa. ,,Ég þróaði með mér iðrabólgu, sem varð verst árið 2017. Ég varð svo veik að ég gat oft ekki gengið af verkjum í maganum, þetta er svakalegt álag á líkamann að borða svona lítið í svona langan tíma,“ segir Margrét, sem segist hafa verið orðin verulega rugluð og komin með mjög brenglaða líkamsímynd. Klippa: Fannst ég aldrei verða nógu horuð, þó að ég væri komin í buxnastærð fyrir börn ,,Þegar ég byrjaði að keppa var mér sagt að ég væri ekki með nógan vöðvamassa, svo að ég fór að vinna í því. Svo var mér sagt að ég væri orðin allt of stór, þannig að ég fór að reyna að minnka mig og ég var í raun orðin ekki neitt, en samt fannst mér ég alltaf vera of stór og þetta er eitthvað sem hefur fylgt mér mjög lengri, frá því ég var yngri og var með anorexíu og fannst ég aldrei verða nógu horuð, þó að ég væri komin í buxnastærð fyrir börn og var ekki neitt.” Hún segir vandamál með líkamsímynd í þessum geira alls ekki einskorðast við kvenfólk ,,Þetta er líka með karlmenn í fitness geiranum, þeir sem eru að keppa í vaxtarækt, að þeir eru einhvern vegin alltaf of litlir, finnst þeim. Þeir sjá ekki í speglinum að þeir séu að bæta á sig vöðvamassa. Það eru margir að díla við þetta og ég starfa sem einkaþjálfari og sé þetta hjá báðum kynjum.“ Í viðtalinu ræða Margrét og Sölvi um fitness-heiminn, átraskanir, samfélagsmiðla, skuggabönn, pabba hennar Jón Gnarr og margt margt fleira. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira