Algjör óvissa um Íslandsmótið í golfi - „Búið að gera miklar ráðstafanir“ Sindri Sverrisson skrifar 30. júlí 2020 12:10 Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru ríkjandi Íslandsmeistarar í golfi. mynd/seth@golf.is „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Íslandsmótið í golfi átti að fara fram 6.-9. ágúst en nú ríkir algjör óvissa um mótið. Eftir tilmæli stjórnvalda þess efnis að öllum íþróttaviðburðum verði frestað fram til 10. ágúst virðist ekki koma til greina að Íslandsmótið fari fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um þarnæstu helgi. „Þessar fréttir voru auðvitað bara að berast og mótsstjórn kemur saman núna í hádeginu til að fara yfir stöðuna, og afla þeirra upplýsinga sem við þurfum til að taka ákvörðun um næstu skref,“ segir Haukur. Tveggja metra smitvarnareglan tekur gildi frá og með morgundeginum og hámarksfjöldi fólks á sama stað verður 100 manns. „Viljum auðvitað halda Íslandsmótið“ „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt, en við þurfum aðeins að átta okkur á því hvað felst í þeim tilmælum. Þegar við höfum metið það þá tökum við ákvörðun um næstu skref, og við náum vonandi að gera það í dag,“ sagði Haukur. En er svigrúm til að fresta mótinu og halda það síðar í sumar, með von um að ástandið vegna kórónuveirufaraldursins verði þá betra? „Ég á erfitt með að svara því. Það er auðvitað búið að gera miklar ráðstafanir varðandi þessa tilteknu daga. Til að mynda stendur til að vera með mótið í beinni útsendingu í sjónvarpi og svo framvegis, og það þurfa því allir aðilar að setjast niður og athuga hvort hægt sé að færa mótið til ef þess þarf. Við viljum auðvitað halda Íslandsmótið í golfi. Ef við þurfum að gera það í breyttri mynd þá þarf bara að skoða það. Okkur finnst mikilvægt að mótið fari fram en það fer auðvitað ekki fram ef það er ekki heimilt. Það þyrfti þá að finna því einhvern annan stað en það er of snemmt að segja til um það núna,“ sagði Haukur. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikið í kvöld og KSÍ ræður ráðum sínum Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum. 30. júlí 2020 11:39 Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Íslandsmótið í golfi átti að fara fram 6.-9. ágúst en nú ríkir algjör óvissa um mótið. Eftir tilmæli stjórnvalda þess efnis að öllum íþróttaviðburðum verði frestað fram til 10. ágúst virðist ekki koma til greina að Íslandsmótið fari fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um þarnæstu helgi. „Þessar fréttir voru auðvitað bara að berast og mótsstjórn kemur saman núna í hádeginu til að fara yfir stöðuna, og afla þeirra upplýsinga sem við þurfum til að taka ákvörðun um næstu skref,“ segir Haukur. Tveggja metra smitvarnareglan tekur gildi frá og með morgundeginum og hámarksfjöldi fólks á sama stað verður 100 manns. „Viljum auðvitað halda Íslandsmótið“ „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt, en við þurfum aðeins að átta okkur á því hvað felst í þeim tilmælum. Þegar við höfum metið það þá tökum við ákvörðun um næstu skref, og við náum vonandi að gera það í dag,“ sagði Haukur. En er svigrúm til að fresta mótinu og halda það síðar í sumar, með von um að ástandið vegna kórónuveirufaraldursins verði þá betra? „Ég á erfitt með að svara því. Það er auðvitað búið að gera miklar ráðstafanir varðandi þessa tilteknu daga. Til að mynda stendur til að vera með mótið í beinni útsendingu í sjónvarpi og svo framvegis, og það þurfa því allir aðilar að setjast niður og athuga hvort hægt sé að færa mótið til ef þess þarf. Við viljum auðvitað halda Íslandsmótið í golfi. Ef við þurfum að gera það í breyttri mynd þá þarf bara að skoða það. Okkur finnst mikilvægt að mótið fari fram en það fer auðvitað ekki fram ef það er ekki heimilt. Það þyrfti þá að finna því einhvern annan stað en það er of snemmt að segja til um það núna,“ sagði Haukur.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikið í kvöld og KSÍ ræður ráðum sínum Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum. 30. júlí 2020 11:39 Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Leikið í kvöld og KSÍ ræður ráðum sínum Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum. 30. júlí 2020 11:39
Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21