Fulham er komið í úrslitaleikinn um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir samanlagt 3-2 sigur á Cardiff í undanúrslitunum en síðari viðureign liðanna endaði 1-2, Cardiff í vil í kvöld.
Curtis Nelson kom Cardiff yfir á 8. mínútu eftir hornspyrnu en 24 sekúndum eftir að boltinn rúllaði eftir miðjuna hafði Neeskens Kebano jafnaði fyrir Cardiff.
Lee Tomlin kom svo Cardiff yfir á 47. mínútu og þeir þurftu því bara eitt mark til þess að koma leiknum í framlengingu. Ekki tókst það og Fulham áfram, samanlagt 3-2.
Fulham mætir Brentford í úrslitaleiknum næsta þriðjudag en leikið verður á Wembley.
What a game we have next week
— Sky Bet Championship (@SkyBetChamp) July 30, 2020
The #SkyBetChampionship s West London neighbours will compete for a place in the @premierleague!#EFL | #EFLPlayOffs pic.twitter.com/Gg466ESBfK