Stuðningsmenn Newcastle í öngum sínum Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2020 08:00 Newcastle endaði í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýafstaðinni leiktíð og má muna fífil sinn fegurri. VÍSIR/GETTY Stuðningsmenn Newcastle segjast vera gjörsamlega miður sín eftir að ljóst varð að ekkert yrði af kaupum Sádí-Araba á enska knattspyrnufélaginu. Fjárfestar á vegum krónsprins Sádí-Arabíu samþykktu í apríl að kaupa Newcastle af Mike Ashley fyrir 300 milljónir punda. Kaupin voru umdeild vegna stöðu mannréttinda í Sádí-Arabíu, og meðal annars mótmæltu mannréttindasamtökin Amnesty International þeim. Kaupin hafa ekki gengið í gegn þar sem að enska úrvalsdeildin hefur verið með þau til skoðunar, og samkvæmt BBC verður nú ekkert af kaupunum þar sem þolinmæði sádí-arabísku fjárfestanna er á þrotum. „Stuðningsmenn eru í öngum sínum,“ sagði Michelle George, stuðningsmaður Newcastle. „Sem stuðningsmenn þá eru hjörtu okkar brostin. Þetta hljómar kannski dramatískt en við höfum nú þjáðst í 13 ár með Ashley við stjórnvölinn vegna skorts á áhuga og fjárfestingu í félaginu,“ sagði George og bætti við: „Þess vegna er erfitt að sætta sig við hvernig þetta gekk fyrir sig, tímann sem þetta tók og að fá svo þessar fréttir, og við erum ekki enn með heildarmyndina.“ Samkvæmt könnun á meðal stuðningsmanna Newcastle vildu 97% þeirra að kaupin myndu ganga í gegn, en gríðarleg óánægja hefur verið með störf núverandi eiganda. Greg Tomlinson segir að enska úrvalsdeildin skuldi sér og öðrum stuðningsmönnum Newcastle svör um hægaganginn við að skoða kaupin. Samkvæmt BBC áttu lögfræðingar deildarinnar í erfiðleikum með að greina nákvæm tengsl fjárfestahópsins og stjórnvalda í Sádí-Arabíu. „Það voru allir spenntir fyrir þessu tilboði og mögulegri fjárfestingu í borginni, svo þarna fer í súginn gott tækifæri fyrir Newcastle og allt norðaustur svæði landsins,“ sagði Tomlinson. Enski boltinn Tengdar fréttir Hættir við kaup á Newcastle United Ekkert verður af kaupum fjárfesta á vegum krónprins Sádi-Arabíu á enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. 30. júlí 2020 14:55 Nýr eigandi Newcastle United: Harðstjóri eða von um betri tíma? Nýr eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins lét myrða blaðamanninn Jamal Khashoggi en hefur einnig komið á ýmsum breytingum í Sádi-Arabíu. 16. maí 2020 09:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
Stuðningsmenn Newcastle segjast vera gjörsamlega miður sín eftir að ljóst varð að ekkert yrði af kaupum Sádí-Araba á enska knattspyrnufélaginu. Fjárfestar á vegum krónsprins Sádí-Arabíu samþykktu í apríl að kaupa Newcastle af Mike Ashley fyrir 300 milljónir punda. Kaupin voru umdeild vegna stöðu mannréttinda í Sádí-Arabíu, og meðal annars mótmæltu mannréttindasamtökin Amnesty International þeim. Kaupin hafa ekki gengið í gegn þar sem að enska úrvalsdeildin hefur verið með þau til skoðunar, og samkvæmt BBC verður nú ekkert af kaupunum þar sem þolinmæði sádí-arabísku fjárfestanna er á þrotum. „Stuðningsmenn eru í öngum sínum,“ sagði Michelle George, stuðningsmaður Newcastle. „Sem stuðningsmenn þá eru hjörtu okkar brostin. Þetta hljómar kannski dramatískt en við höfum nú þjáðst í 13 ár með Ashley við stjórnvölinn vegna skorts á áhuga og fjárfestingu í félaginu,“ sagði George og bætti við: „Þess vegna er erfitt að sætta sig við hvernig þetta gekk fyrir sig, tímann sem þetta tók og að fá svo þessar fréttir, og við erum ekki enn með heildarmyndina.“ Samkvæmt könnun á meðal stuðningsmanna Newcastle vildu 97% þeirra að kaupin myndu ganga í gegn, en gríðarleg óánægja hefur verið með störf núverandi eiganda. Greg Tomlinson segir að enska úrvalsdeildin skuldi sér og öðrum stuðningsmönnum Newcastle svör um hægaganginn við að skoða kaupin. Samkvæmt BBC áttu lögfræðingar deildarinnar í erfiðleikum með að greina nákvæm tengsl fjárfestahópsins og stjórnvalda í Sádí-Arabíu. „Það voru allir spenntir fyrir þessu tilboði og mögulegri fjárfestingu í borginni, svo þarna fer í súginn gott tækifæri fyrir Newcastle og allt norðaustur svæði landsins,“ sagði Tomlinson.
Enski boltinn Tengdar fréttir Hættir við kaup á Newcastle United Ekkert verður af kaupum fjárfesta á vegum krónprins Sádi-Arabíu á enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. 30. júlí 2020 14:55 Nýr eigandi Newcastle United: Harðstjóri eða von um betri tíma? Nýr eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins lét myrða blaðamanninn Jamal Khashoggi en hefur einnig komið á ýmsum breytingum í Sádi-Arabíu. 16. maí 2020 09:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
Hættir við kaup á Newcastle United Ekkert verður af kaupum fjárfesta á vegum krónprins Sádi-Arabíu á enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. 30. júlí 2020 14:55
Nýr eigandi Newcastle United: Harðstjóri eða von um betri tíma? Nýr eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins lét myrða blaðamanninn Jamal Khashoggi en hefur einnig komið á ýmsum breytingum í Sádi-Arabíu. 16. maí 2020 09:00