Ellen biður starfsfólk afsökunar Sylvía Hall skrifar 31. júlí 2020 21:11 Ellen DeGeneres. Vísir/Getty Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres hefur beðið starfsfólk sitt afsökunar á þeirri menningu sem hefur viðgengist á vinnustað þáttanna. Nokkrir starfsmenn höfðu lýst starfsumhverfinu sem skaðlegu og að ógnarstjórn væri við lýði. Eftir að ásakanirnar komu fram ákvað framleiðslufyrirtækið Warner Media að hefja rannsókn á vinnustaðnum og framkomu yfirmanna þar. Á meðal þess sem kom fram í lýsingum starfsmanna voru ásakanir um rasísk ummæli og kalt viðmót yfirmanna. Starfsfólki hafi verið refsað fyrir að vekja athygli á vandamálum og dæmi væru um að fólki hefði verið sagt upp eftir að hafa þurft veikindaleyfi eða frí til þess að fara í jarðarfarir fjölskyldumeðlima. Í tölvupósti sem Ellen sendi á starfsfólk sagðist hún ætla að tryggja að starfsumhverfið yrði betra. Fólk þyrfti að huga vel að því hvernig það talaði við hvort annað og hún sé þakklát að athygli hafi verið vakin á vandamálunum. „Á fyrsta degi þáttanna sagði ég á fyrsta fundi að The Ellen DeGeneres Show yrði hamingjustaður. Enginn myndi hækka róminn og það yrði komið fram við alla af virðingu. Greinilega breyttist eitthvað og mér þykir það leitt,“ skrifaði Ellen til starfsmanna. Hún sagði greinilegt að yfirmenn á vinnustaðnum misskildu það sem hún stæði fyrir og framkoma þeirra væri ekki í samræmi við hennar gildi. Það væri henni hjartans mál að öllum liði vel á vinnustaðnum. Þá sagðist Ellen skilja það manna best hvernig það væri að upplifa óréttlæti. Hún hefði sjálf upplifað fordóma og næstum því misst allt þegar hún opinberaði að hún væri samkynhneigð á tíunda áratugnum. „Að hugsa til þess að eitthvert ykkar upplifði það þykir mér hræðilegt.“ Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ellen miður sín yfir neikvæðum sögusögnum um persónu sína Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres er sögð vera komin með nóg af sögusögnum um að hún sé köld og leiðinleg manneskja 21. maí 2020 18:49 Ellen lýst sem hræðilegum samstarfsmanni og sem kaldri manneskju Ellen DeGeneres er einn allra vinsælasti spjallþáttastjórnandi heims og heldur hún út þættinum The Ellen Show alla virka daga. 2. apríl 2020 10:28 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira
Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres hefur beðið starfsfólk sitt afsökunar á þeirri menningu sem hefur viðgengist á vinnustað þáttanna. Nokkrir starfsmenn höfðu lýst starfsumhverfinu sem skaðlegu og að ógnarstjórn væri við lýði. Eftir að ásakanirnar komu fram ákvað framleiðslufyrirtækið Warner Media að hefja rannsókn á vinnustaðnum og framkomu yfirmanna þar. Á meðal þess sem kom fram í lýsingum starfsmanna voru ásakanir um rasísk ummæli og kalt viðmót yfirmanna. Starfsfólki hafi verið refsað fyrir að vekja athygli á vandamálum og dæmi væru um að fólki hefði verið sagt upp eftir að hafa þurft veikindaleyfi eða frí til þess að fara í jarðarfarir fjölskyldumeðlima. Í tölvupósti sem Ellen sendi á starfsfólk sagðist hún ætla að tryggja að starfsumhverfið yrði betra. Fólk þyrfti að huga vel að því hvernig það talaði við hvort annað og hún sé þakklát að athygli hafi verið vakin á vandamálunum. „Á fyrsta degi þáttanna sagði ég á fyrsta fundi að The Ellen DeGeneres Show yrði hamingjustaður. Enginn myndi hækka róminn og það yrði komið fram við alla af virðingu. Greinilega breyttist eitthvað og mér þykir það leitt,“ skrifaði Ellen til starfsmanna. Hún sagði greinilegt að yfirmenn á vinnustaðnum misskildu það sem hún stæði fyrir og framkoma þeirra væri ekki í samræmi við hennar gildi. Það væri henni hjartans mál að öllum liði vel á vinnustaðnum. Þá sagðist Ellen skilja það manna best hvernig það væri að upplifa óréttlæti. Hún hefði sjálf upplifað fordóma og næstum því misst allt þegar hún opinberaði að hún væri samkynhneigð á tíunda áratugnum. „Að hugsa til þess að eitthvert ykkar upplifði það þykir mér hræðilegt.“
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ellen miður sín yfir neikvæðum sögusögnum um persónu sína Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres er sögð vera komin með nóg af sögusögnum um að hún sé köld og leiðinleg manneskja 21. maí 2020 18:49 Ellen lýst sem hræðilegum samstarfsmanni og sem kaldri manneskju Ellen DeGeneres er einn allra vinsælasti spjallþáttastjórnandi heims og heldur hún út þættinum The Ellen Show alla virka daga. 2. apríl 2020 10:28 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira
Ellen miður sín yfir neikvæðum sögusögnum um persónu sína Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres er sögð vera komin með nóg af sögusögnum um að hún sé köld og leiðinleg manneskja 21. maí 2020 18:49
Ellen lýst sem hræðilegum samstarfsmanni og sem kaldri manneskju Ellen DeGeneres er einn allra vinsælasti spjallþáttastjórnandi heims og heldur hún út þættinum The Ellen Show alla virka daga. 2. apríl 2020 10:28