Arsenal varð í dag enskur bikarmeistari í fjórtánda sinn en ekkert lið hefur oftar unnið enska bikarinn.
Lundúnarliðin vann sigur á öðru Lundúnarliði, Chelsea, er liðin mættust á Wembley í dag.
Christian Pulisic kom Chelsea yfir en mark úr vítaspyrnu frá Pierre-Emerick Aubameyang og annað snilldarmark Gabons-mannsins tryggðu Arsenal sigurinn.
Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.