Íslenski boltinn

Fyrsta skrif­stofan hjá KSÍ var fundar­her­bergi sem hann þurfti að tæma fyrir fundi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigurður Ragnar á hliðarlínunni með ÍBV.
Sigurður Ragnar á hliðarlínunni með ÍBV. vísir/vilhelm

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfari og starfsmaður hjá KSÍ, er í viðtali við vefsíðuna Training Ground þar sem ýmsir þjálfarar eru fengnir í spjall.

Í viðtalinu ræðir Sigurður Ragnar við Matt McGinn um stöðu þjálfara á Íslandi en gengi Íslands heldur áfram að vekja athygli á heimsvísu.

Sigurður Ragnar var einungis 29 ára gamall er KSÍ réð hann í starf sem tæknilegan ráðgjafa og síðar meir tók hann svo við kvennalandsliðinu.

„KSÍ var mjög lítið þá. Það voru kannski tíu eða ellefu manns að vinna þarna. Skrifstofan mín var fundarherbergi svo ég þurfti allaf að tæma allt þegar það var fundur,“ sagði Sigurður Ragnar sem nú stýrir liði Keflavíkur í Lengjudeildinni.

Fyrst um sinn var KSÍ með sín eigin þjálfaranámskeið en síðar meir tóku þeir upp UEFA námskeiðin. Árið 2018 voru tæplega sjö hundruð þjálfarar með UEFA B, 240 höfðu UEFA A og sautján höfðu Pro Licence.

„Þetta sprakk þegar við tókum upp UEFA námskeiðin. Allir vildu þetta litla merki sem þú getur gengið um í veskinu og sýnt að þú ert UEFA þjálfari. Við fundum að það var hvetjandi.“

Viðtalið má lesa hér en þar er er einnig rætt við Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóra KSÍ, sem hefur verið lengi í starfi innan sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×