Stórstjörnur Man. City fá risabónus ef liðið vinnur Meistaradeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 09:00 Sergio Aguero fagnar Englandsmeistaratitlinum með Manchester City. Hann á von á vænum bónus vinni Manchester City Meistaradeildina efrtir sautján daga. Getty/ Shaun Botterill Stórstjörnur Manchester City hafa unnið marga titla á síðustu árum en þeir hafa aldrei fengið eins stóran bónus og bíður þeirra ef liðið vinnur Meistaradeildina 23. ágúst næstkomandi. Bestu leikmenn Man. City fá nefnilega sannkallaðan risabónus ef liðið vinnur Meistaradeildina. Manchester City hefur þannig háttinn á að leikmenn munu fá mismunandi háa bónusa vinni liðið Meistaradeildina. Það fer allt eftir samningnum hvers og eins. Manchester City er eina enska liðið sem á raunhæfa möguleika á því að gera eitthvað í Meistaradeildinni sem hefst aftur annað kvöld. Tottenham og Liverpool eru úr leik og Chelsea tapaði fyrri leiknum á móti Bayern München 3-0 á heimavelli sínum. Manchester City squad chase bonus of around £15million... with club stars set to earn £1m EACH if they win the Champions League https://t.co/Z3QqWtzHAg— MailOnline Sport (@MailSport) August 6, 2020 Manchester City liðið vann aftur á móti 2-1 útisigur á Real Madrid og er því í mjög góðri stöðu þegar seinni leikurinn fer fram í Manchester annað kvöld. Daily Mail segir þessum risabónusgreiðslum leikmanna Manchester City liðsins. Það er ljóst að það fá ekki allir slíka tröllabónusa en hann er hluti af bestu samningunum. Það þýðir að toppleikmenn eins og þeir Kevin De Bruyne, Sergio Aguero og David Silva fá eina milljón punda hver í bónus takist liðinu að vinna Meistaradeildina. Það þýðir 177 milljóna króna eingreiðslu sem er ágætis búbót. Alls munu eigendur Manchester City þurfa að borga fimmtán milljónir punda, 2,6 milljarða króna, í bónusgreiðslur verði Manchester City sjötta enska félagið til að vinna Meistaradeildina. Liverpool (6 sinnum), Manchester United (3), Nottingham Forest (2), Chelsea (1), Aston Villa (1) eru einu ensku félögin sem hafa unnið Evrópukeppni Meistaraliða og aðeins Liverpool, Manchester United og Chelsea hafa unnið keppnina síðan hún breyttist í Meistaradeildina. Manchester City hefur reyndar unnið Evrópukeppni en það var fyrir fimmtíu árum. City liðið vann þá UEFA-bikarinn eftir 2-1 sigur á pólska félaginu Górnik Zabrze í úrslitaleik í Vín. Seinni leikur Manchester City og Real Madrid fer fram annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en útsendingin hefst klukkan 18.50. Upphitunin fyrir Meistaradeildarkvöldið hefst á sömu stöð klukkan 18.15. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Stórstjörnur Manchester City hafa unnið marga titla á síðustu árum en þeir hafa aldrei fengið eins stóran bónus og bíður þeirra ef liðið vinnur Meistaradeildina 23. ágúst næstkomandi. Bestu leikmenn Man. City fá nefnilega sannkallaðan risabónus ef liðið vinnur Meistaradeildina. Manchester City hefur þannig háttinn á að leikmenn munu fá mismunandi háa bónusa vinni liðið Meistaradeildina. Það fer allt eftir samningnum hvers og eins. Manchester City er eina enska liðið sem á raunhæfa möguleika á því að gera eitthvað í Meistaradeildinni sem hefst aftur annað kvöld. Tottenham og Liverpool eru úr leik og Chelsea tapaði fyrri leiknum á móti Bayern München 3-0 á heimavelli sínum. Manchester City squad chase bonus of around £15million... with club stars set to earn £1m EACH if they win the Champions League https://t.co/Z3QqWtzHAg— MailOnline Sport (@MailSport) August 6, 2020 Manchester City liðið vann aftur á móti 2-1 útisigur á Real Madrid og er því í mjög góðri stöðu þegar seinni leikurinn fer fram í Manchester annað kvöld. Daily Mail segir þessum risabónusgreiðslum leikmanna Manchester City liðsins. Það er ljóst að það fá ekki allir slíka tröllabónusa en hann er hluti af bestu samningunum. Það þýðir að toppleikmenn eins og þeir Kevin De Bruyne, Sergio Aguero og David Silva fá eina milljón punda hver í bónus takist liðinu að vinna Meistaradeildina. Það þýðir 177 milljóna króna eingreiðslu sem er ágætis búbót. Alls munu eigendur Manchester City þurfa að borga fimmtán milljónir punda, 2,6 milljarða króna, í bónusgreiðslur verði Manchester City sjötta enska félagið til að vinna Meistaradeildina. Liverpool (6 sinnum), Manchester United (3), Nottingham Forest (2), Chelsea (1), Aston Villa (1) eru einu ensku félögin sem hafa unnið Evrópukeppni Meistaraliða og aðeins Liverpool, Manchester United og Chelsea hafa unnið keppnina síðan hún breyttist í Meistaradeildina. Manchester City hefur reyndar unnið Evrópukeppni en það var fyrir fimmtíu árum. City liðið vann þá UEFA-bikarinn eftir 2-1 sigur á pólska félaginu Górnik Zabrze í úrslitaleik í Vín. Seinni leikur Manchester City og Real Madrid fer fram annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en útsendingin hefst klukkan 18.50. Upphitunin fyrir Meistaradeildarkvöldið hefst á sömu stöð klukkan 18.15.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira