Litla húsið úr þrívíddarprentaranum Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 11:00 Hús byggt með þrívíddarprentara. Það hljómar kannski ótrúlega en á dögunum var heilt hús byggt með sex metra háum þrívíddarprentara í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Það tók þrívíddarprentarann um sólahring að prenta það sem til þurfti en um 80% af húsinu er búið til með prentaranum. Einstaka hlutir bættust síðan við frá öðrum birgjum. Það voru gluggar, pípulagnir, einstaka raflagnir og klæðningin á baðherbergi hússins. Kostnaður húsa sem reist eru með þessum hætti er sagður tæplega helmingi lægri en kostnaður ætti að vera fyrir sambærilegt hús í Bandaríkjunum. Framleiðandi hússins er nýsköpunarfyrirtækið Mighty Buildings sem er um tveggja ára gamalt. Það hefur sérhæft sig í þróun þrívíddarprentara til að reisa hús í mismunandi stærðum. Minnstu húsin eru stúdeó íbúðir en stærstu húsin eru með þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Verð húsanna eru frá 16 – 30 milljónir íslenskra króna og innifelur verð öll leyfisgjöld, flutning á lóð og fleira. Þá stefnir fyrirtækið á að geta þrívíddarprentað ýmsar einingar og hluti fyrir fjölbýlishús. Í viðtali við FastCompany segir framkvæmdastjóri og einn stofnenda Mighty Buildings að galdurinn við þrívíddarhúsin felist í að búa til prentara sem ráði við helstu liði húsbygginga, s.s. veggi, gólf eða loft. Þegar þeirri tækni er náð er eftirleikurinn auðveldur. Í Kaliforníu sárvantar smiði og byggingaverktaka og því horfa menn nú til þess að þrívíddarhús muni mæta þeirri manneklu. Húsnæðisþörfin í fylkingu er mikil því samkvæmt skýrslu McKinsey frá árinu 2016 þarf fylkið að byggja 3,5 milljónir húsa fyrir árið 2025 sem sagt er langt frá raunveruleikanum miðað við síðustu ár. Mighty Buildings er ekki eina fyrirtækið í heiminum sem þegar hefur reist hús með tilkomu þrívíddarprentara. Í Mexíkó stendur til dæmis yfir verkefni þar sem ætlunin er að reisa heilt hverfi með þrívíddarprentuðum húsum. Nýsköpun Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Það hljómar kannski ótrúlega en á dögunum var heilt hús byggt með sex metra háum þrívíddarprentara í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Það tók þrívíddarprentarann um sólahring að prenta það sem til þurfti en um 80% af húsinu er búið til með prentaranum. Einstaka hlutir bættust síðan við frá öðrum birgjum. Það voru gluggar, pípulagnir, einstaka raflagnir og klæðningin á baðherbergi hússins. Kostnaður húsa sem reist eru með þessum hætti er sagður tæplega helmingi lægri en kostnaður ætti að vera fyrir sambærilegt hús í Bandaríkjunum. Framleiðandi hússins er nýsköpunarfyrirtækið Mighty Buildings sem er um tveggja ára gamalt. Það hefur sérhæft sig í þróun þrívíddarprentara til að reisa hús í mismunandi stærðum. Minnstu húsin eru stúdeó íbúðir en stærstu húsin eru með þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Verð húsanna eru frá 16 – 30 milljónir íslenskra króna og innifelur verð öll leyfisgjöld, flutning á lóð og fleira. Þá stefnir fyrirtækið á að geta þrívíddarprentað ýmsar einingar og hluti fyrir fjölbýlishús. Í viðtali við FastCompany segir framkvæmdastjóri og einn stofnenda Mighty Buildings að galdurinn við þrívíddarhúsin felist í að búa til prentara sem ráði við helstu liði húsbygginga, s.s. veggi, gólf eða loft. Þegar þeirri tækni er náð er eftirleikurinn auðveldur. Í Kaliforníu sárvantar smiði og byggingaverktaka og því horfa menn nú til þess að þrívíddarhús muni mæta þeirri manneklu. Húsnæðisþörfin í fylkingu er mikil því samkvæmt skýrslu McKinsey frá árinu 2016 þarf fylkið að byggja 3,5 milljónir húsa fyrir árið 2025 sem sagt er langt frá raunveruleikanum miðað við síðustu ár. Mighty Buildings er ekki eina fyrirtækið í heiminum sem þegar hefur reist hús með tilkomu þrívíddarprentara. Í Mexíkó stendur til dæmis yfir verkefni þar sem ætlunin er að reisa heilt hverfi með þrívíddarprentuðum húsum.
Nýsköpun Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent