Sara Björk Gunnarsdóttir vann sinn fyrsta titil í Frakklandi í gær er Lyon vann sigur á PSG í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik franska bikarsins.
Hafnfirðingurinn gekk eins og kunnugt er í raðir Lyon í sumar frá þýska stórliðinu Wolfsburg og var ekki lengi að vinna sinn fyrsta bikar hjá félaginu.
Sara Björk byrjaði á bekknum hjá Lyon en hún kom inn á er stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma.
Ekkert mark var skorað í honum og var farið beint í vítaspyrnukeppni þar sem frönsku meistararnir höfðu betur.
Það var mikið fjör eftir leikinn hjá leikmönnum og starfsfólki Lyon og þeim stuðningsmönnum sem máttu mæta á völlinn.
Óvíst er hvort að það hafi verið fyrir Söru en það var að minnsta kosti hent í eitt víkingaklapp eftir leikinn við mikla lukku leikmanna.
Einnig var mikið fjör í rútunni þar sem leikmenn sungu lagið All I Do Is Win með DJ Khaled.
Le AHOU de la victoire ! #OLPSG pic.twitter.com/ECr5Bv9bCM
— OL Féminin (@OLfeminin) August 9, 2020
Le retour s annonce festif #OLPSG pic.twitter.com/R68uNPO3TM
— OL Féminin (@OLfeminin) August 9, 2020