Fótbolti

Lið Glódísar skorað sextán mörk í síðustu tveimur leikjum - Anna Rakel lagði upp

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Glódís Perla og stöllur hennar í Rosengård hafa boðið upp á markasúpu í síðustu tveimur leikjum sínum.
Glódís Perla og stöllur hennar í Rosengård hafa boðið upp á markasúpu í síðustu tveimur leikjum sínum. vísir/bára

Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í vörn Rosengård sem vann stórsigur á Linköping, 7-1, í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Mimmi Larsson skoraði fimm mörk fyrir Rosengård sem er í 2. sæti deildarinnar með 25 stig, einu stigi á eftir toppliði Göteborg.

Glódís hefur leikið hverja einustu mínútu í öllum tíu deildarleikjum Rosengård á tímabilinu. Liðið hefur unnið síðustu tvo leiki sína með markatölunni 16-2.

Mörkin úr leik Rosengård og Linköping má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Rosengård 7-1 Linköping

Kristianstad lyfti sér upp í 3. sæti deildarinnar með 2-0 sigri á Vaxjö. Svava Rós Guðmundsdóttir lék allan leikinn í framlínu Kristianstad.

Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad sem er taplaust í síðustu átta leikjum sínum.

Anna Rakel Pétursdóttir lagði upp mark Uppsala í 2-1 tapi fyrir Örebro. Uppsala komst yfir á 32. mínútu en á lokamínútu fyrri hálfleiks lagði Anna Rakel upp mark fyrir Nicole Modin sem jafnaði fyrir Uppsala. Frida Skogman skoraði svo sigurmark Örebro tveimur mínútum fyrir leikslok.

Anna Rakel og stöllur hennar eru í 9. sæti deildarinnar.

Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Malmö sem sigraði Örebro, 2-1, á heimavelli. Hann var tekinn af velli á 62. mínútu.

Malmö er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×