HSÍ heldur sínu striki og ætlar að hefja handboltatímabilið 10. september Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2020 20:00 Úr leik í Olís-deild kvenna á síðasta tímabili. vísir/bára Flautað verður til leiks á Íslandsmótinu í handbolta 10. september eins og áætlað var. Þann 10. september fara fimm leikir fram í 1. umferð Olís-deildar karla. Tveimur dögum síðar hefst svo keppni í Olís-deild kvenna. „Við ætlum að byrja 10. september samkvæmt óbreyttu plani. Það er byggt á því að ástandið versni ekki og þær reglur sem eru núna verði enn í gildi þá. En það er engan bilbug á okkur að finna og við ætlum að hefja mótið á réttum tíma,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Handknattleikssambandið ætlar að halda sig við upphaflega áætlun og takast svo á við raskanir á mótinu þegar, eða ef, þær koma upp. „Við höfum bara haldið óbreyttu plani. Það er ekkert annað hægt. Við vitum í raun ekki hvernig staðan verður eftir mánuð eða tvo. Við miðum við þau plön sem við erum með í dag en erum með aðrar útfærslur ef ske kynni að við lendum í seinkunum,“ sagði Róbert. En hvað gerist ef seinka þarf mótinu vegna kórónuveirufaraldursins? „Þá munum við spila þéttar í byrjun. Við höfum sveigjanleika, bæði karla- og kvennamegin, og við erum ekkert hræddir við að þurfa að bregðast við. Við megum vera við því búnir að þriðja bylgjan komi yfir okkur. Við gætum gert hlé á mótinu síðar í vetur,“ sagði Róbert. „En við tökum bara á því þegar þar að kemur. Eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á neitt annað en að geta byrjað á réttum tíma.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - HSÍ heldur sínu striki Olís-deild karla Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Flautað verður til leiks á Íslandsmótinu í handbolta 10. september eins og áætlað var. Þann 10. september fara fimm leikir fram í 1. umferð Olís-deildar karla. Tveimur dögum síðar hefst svo keppni í Olís-deild kvenna. „Við ætlum að byrja 10. september samkvæmt óbreyttu plani. Það er byggt á því að ástandið versni ekki og þær reglur sem eru núna verði enn í gildi þá. En það er engan bilbug á okkur að finna og við ætlum að hefja mótið á réttum tíma,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Handknattleikssambandið ætlar að halda sig við upphaflega áætlun og takast svo á við raskanir á mótinu þegar, eða ef, þær koma upp. „Við höfum bara haldið óbreyttu plani. Það er ekkert annað hægt. Við vitum í raun ekki hvernig staðan verður eftir mánuð eða tvo. Við miðum við þau plön sem við erum með í dag en erum með aðrar útfærslur ef ske kynni að við lendum í seinkunum,“ sagði Róbert. En hvað gerist ef seinka þarf mótinu vegna kórónuveirufaraldursins? „Þá munum við spila þéttar í byrjun. Við höfum sveigjanleika, bæði karla- og kvennamegin, og við erum ekkert hræddir við að þurfa að bregðast við. Við megum vera við því búnir að þriðja bylgjan komi yfir okkur. Við gætum gert hlé á mótinu síðar í vetur,“ sagði Róbert. „En við tökum bara á því þegar þar að kemur. Eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á neitt annað en að geta byrjað á réttum tíma.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - HSÍ heldur sínu striki
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira