Fótbolti

Kolbeinn lék sinn fyrsta leik í rúman mánuð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur á ferðina eftir meiðsli.
Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur á ferðina eftir meiðsli. getty/Michael Campanella

Kolbeinn Sigþórsson lék sinn fyrsta leik fyrir AIK í rúman mánuð þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Östersund á heimavelli, 0-1, í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Kolbeinn hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur en er nú klár í slaginn og kom inn á sem varamaður í hálfleik í kvöld. Þetta var fyrsti leikur hans síðan í 1-0 tapi AIK fyrir Göteborg 2. júlí.

AIK hefur gengið illa á tímabilinu og er í 14. sæti deildarinnar með þrettán stig. Liðið hefur ekki unnið leik í mánuð.

Hammarby vann dramatískan sigur á Norrköping, 1-2, á útivelli. Aron Jóhannsson var í byrjunarliði Hammarby sem náði forystunni á 16. mínútu með marki Kalles Björklund.

Lars Gerson jafnaði fyrir Norrköping úr vítaspyrnu á 51. mínútu. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á sem varamaður í liði Norrköping á 66. mínútu. Ellefu mínútum síðar átti hann skot í slá. Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Abdul Khalili sigurmark Hammarby.

Aron lék fyrstu 58 mínúturnar í liði Hammarby sem er í 6. sæti deildarinnar með 23 stig. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur Norrköping fatast flugið og ekki unnið í fimm leikjum í röð. Liðið er í 4. sæti deildarinnar með 25 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×