Epic í mál við Apple vegna Fortnite Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2020 21:00 Fortnite er gífurlega vinsæll leikur. Getty/Metin Aktas Leikjaframleiðandinn Epic hefur höfðað mál gegn Apple eftir að hinn gífurlega vinsæli leikur Fortnite var fjarlægður úr App Store, forritaverslun Apple. Tim Sweeney, forstjóri Epic, hefur lengi kvartað yfir því að Apple og Google taki of stóran hluta tekna framleiðanda í gegnum forritaverslanir tæknifyrirtækjanna. Deila fyrirtækjanna stigmagnaðist í kvöld þegar Apple fjarlægði Fortnite eftir að Epic reyndi að komast hjá innra greiðslukerfi Apple. Í yfirlýsingu frá Apple til tæknimiðilsins Verge segir að Epic hafi vísvitandi reynt að brjóta gegn skilmálum Apple og því hafi leikurinn verið fjarlægður. Þar segir einnig að Epic hafi verið með forrit í App Store um árabil og fyrirtækið hafi hagnast verulega á því. Epic hafi samþykkt skilmálana og að breyttar aðstæður fyrirtækisins breyti því ekki að skilmálarnir nái yfir alla sem eigi forrit í versluninni. Epic Games has filed legal papers in response to Apple, read more here: https://t.co/c4sgvxQUvb— Fortnite (@FortniteGame) August 13, 2020 Apple tekur 30 prósent af öllum tekjum sem fyrirtæki öðlast í gegnum App Store. Epic bætti sérstöku kerfi við Fortnite svo allar tekjur færu ekki lengur í gegnum forritaverslunina. Epic gerði það sama í Android-útgáfu Fortnite en Google hefur ekki brugðist við enn. Tímasetningin er ekki góð fyrir Apple, og mögulega Google, þar sem yfirvöld í Bandaríkjunum eru að skoða hvort að stóru tæknifyrirtækin þar beiti markaðsráðandi stöðu sinni til að hefta samkeppni. Epic birti þetta myndband í dag, þar sem fyrirtækið setur út á Apple og kallar eftir samstöðu gegn risanum. Apple Leikjavísir Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Leikjaframleiðandinn Epic hefur höfðað mál gegn Apple eftir að hinn gífurlega vinsæli leikur Fortnite var fjarlægður úr App Store, forritaverslun Apple. Tim Sweeney, forstjóri Epic, hefur lengi kvartað yfir því að Apple og Google taki of stóran hluta tekna framleiðanda í gegnum forritaverslanir tæknifyrirtækjanna. Deila fyrirtækjanna stigmagnaðist í kvöld þegar Apple fjarlægði Fortnite eftir að Epic reyndi að komast hjá innra greiðslukerfi Apple. Í yfirlýsingu frá Apple til tæknimiðilsins Verge segir að Epic hafi vísvitandi reynt að brjóta gegn skilmálum Apple og því hafi leikurinn verið fjarlægður. Þar segir einnig að Epic hafi verið með forrit í App Store um árabil og fyrirtækið hafi hagnast verulega á því. Epic hafi samþykkt skilmálana og að breyttar aðstæður fyrirtækisins breyti því ekki að skilmálarnir nái yfir alla sem eigi forrit í versluninni. Epic Games has filed legal papers in response to Apple, read more here: https://t.co/c4sgvxQUvb— Fortnite (@FortniteGame) August 13, 2020 Apple tekur 30 prósent af öllum tekjum sem fyrirtæki öðlast í gegnum App Store. Epic bætti sérstöku kerfi við Fortnite svo allar tekjur færu ekki lengur í gegnum forritaverslunina. Epic gerði það sama í Android-útgáfu Fortnite en Google hefur ekki brugðist við enn. Tímasetningin er ekki góð fyrir Apple, og mögulega Google, þar sem yfirvöld í Bandaríkjunum eru að skoða hvort að stóru tæknifyrirtækin þar beiti markaðsráðandi stöðu sinni til að hefta samkeppni. Epic birti þetta myndband í dag, þar sem fyrirtækið setur út á Apple og kallar eftir samstöðu gegn risanum.
Apple Leikjavísir Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira