Maðurinn sem kramdi hjörtu FH-inga 4. október 2014 klæðist FH-búningnum í fyrsta sinn í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 13:00 Ólafur Karl Finsen með Stjörnunni í leiknum fræga fyrir tæpum sex árum og Ólafur Karl í FH-treyjunni. Mynd/Samsett/S2/FH Ólafur Karl Finsen er komin með keppnisleyfi hjá FH og spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir félagið á KR-vellinum í kvöld. FH heimsækir þá KR á Meistaravelli í fyrsta leiknum í Pepsi Max deildinni eftir að Íslandsmótið fékk grænt ljós á nýjan leik frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Ólafur Karl Finsen fékk ekki að spila fyrir Heimi Guðjónsson hjá Val og Valsmenn ákváðu á endanum að lána hann til FH út leiktíðina. Hvort að Heimir Guðjónsson sé ekki enn búinn að fyrirgefa Ólafi Karli fyrir að hrifsa Íslandsmeistaratitilinn af honum í uppbótatíma í lokaleik Íslandsmótsins 2014 er ekki vitað en það er alla vega ljóst að maðurinn sem kramdi hjörtu FH-inga 4. október 2014 klæðist FH-búningnum í fyrsta sinn í kvöld. Til upprifjunar þá erum við að tala um hreinan úrslitaleik FH og Stjörnunnar í 22. og síðustu umferð Íslandsmótsins 2014. FH nægði jafntefli í leiknum til að verða Íslandsmeistari en Stjörnumenn urðu að vinna. Ólafur Karl Finsen kom FH í 1-0 á 40. mínútu en Steven Lennon jafnaði metin á 64. mínútu. Þannig var staðan þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna og FH-ingar að telja niður í Íslandsmeistaratitil. Ólafur Karl hafði hins vegar ekki sagt sitt síðasta. Hann fiskaði umdeilda vítaspyrnu á Kassim Doumbia í uppbótatímanum og skoraði síðan sjálfur að öryggi úr spyrnunni en þá voru þrjár mínútur komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þessi tvenna Ólafs Karls á úrslitastundu tryggði Stjörnunni fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil félagsins til þessa. Það munaði heldur betur um framlag Ólafs Karls í innbyrðis leikjum bestu liðanna því hann skoraði alls fimm mörk í fjórum leikjum á móti liðunum í 2. (FH) og 3. sæti (KR) þetta sumarið 2014. FH-ingar verða samt eflaust mjög fljótir að taka Ólaf Karl í sátt fari hann að sýna sínar bestu hliðar í FH-búningnum. Það ætti að gleðja FH-inga að Ólafur Karl Finsen hefur oftast fundið sig mjög vel á móti KR-liðinu. Hann hefur sem dæmi skorað fjögur mörk í síðustu fjórum deildarleikjum sínum á móti KR en missti reyndar af öllum KR-leikjunum með sínum liðum frá 2016 til 2018. Nú er að sjá hvort Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen spili Ólafi Karli Finsen í leiknum í kvöld. Hann fær væntanlega einhverjar mínútur en óvíst er hvort hann fái sæti í byrjunarliðinu. Það eru þó flestir sammála um það að Ólafur Karl Finsen er alltof góður leikmaður til að vera aðeins kominn með fjórar mínútur samanlagt eftir níu umferðir af Íslandsmótinu. Ólafur Karl ætti að vera fljótur margfalda þann leiktíma hjá Loga og Eiði Smára. Leikur KR og FH hefst klukkan 18.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 17.45 en klukkan 19.05 hefst síðan útsending frá leik Stjörnunnar og Gróttu á Stöð 2 Sport 3. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Ólafur Karl Finsen er komin með keppnisleyfi hjá FH og spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir félagið á KR-vellinum í kvöld. FH heimsækir þá KR á Meistaravelli í fyrsta leiknum í Pepsi Max deildinni eftir að Íslandsmótið fékk grænt ljós á nýjan leik frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Ólafur Karl Finsen fékk ekki að spila fyrir Heimi Guðjónsson hjá Val og Valsmenn ákváðu á endanum að lána hann til FH út leiktíðina. Hvort að Heimir Guðjónsson sé ekki enn búinn að fyrirgefa Ólafi Karli fyrir að hrifsa Íslandsmeistaratitilinn af honum í uppbótatíma í lokaleik Íslandsmótsins 2014 er ekki vitað en það er alla vega ljóst að maðurinn sem kramdi hjörtu FH-inga 4. október 2014 klæðist FH-búningnum í fyrsta sinn í kvöld. Til upprifjunar þá erum við að tala um hreinan úrslitaleik FH og Stjörnunnar í 22. og síðustu umferð Íslandsmótsins 2014. FH nægði jafntefli í leiknum til að verða Íslandsmeistari en Stjörnumenn urðu að vinna. Ólafur Karl Finsen kom FH í 1-0 á 40. mínútu en Steven Lennon jafnaði metin á 64. mínútu. Þannig var staðan þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna og FH-ingar að telja niður í Íslandsmeistaratitil. Ólafur Karl hafði hins vegar ekki sagt sitt síðasta. Hann fiskaði umdeilda vítaspyrnu á Kassim Doumbia í uppbótatímanum og skoraði síðan sjálfur að öryggi úr spyrnunni en þá voru þrjár mínútur komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þessi tvenna Ólafs Karls á úrslitastundu tryggði Stjörnunni fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil félagsins til þessa. Það munaði heldur betur um framlag Ólafs Karls í innbyrðis leikjum bestu liðanna því hann skoraði alls fimm mörk í fjórum leikjum á móti liðunum í 2. (FH) og 3. sæti (KR) þetta sumarið 2014. FH-ingar verða samt eflaust mjög fljótir að taka Ólaf Karl í sátt fari hann að sýna sínar bestu hliðar í FH-búningnum. Það ætti að gleðja FH-inga að Ólafur Karl Finsen hefur oftast fundið sig mjög vel á móti KR-liðinu. Hann hefur sem dæmi skorað fjögur mörk í síðustu fjórum deildarleikjum sínum á móti KR en missti reyndar af öllum KR-leikjunum með sínum liðum frá 2016 til 2018. Nú er að sjá hvort Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen spili Ólafi Karli Finsen í leiknum í kvöld. Hann fær væntanlega einhverjar mínútur en óvíst er hvort hann fái sæti í byrjunarliðinu. Það eru þó flestir sammála um það að Ólafur Karl Finsen er alltof góður leikmaður til að vera aðeins kominn með fjórar mínútur samanlagt eftir níu umferðir af Íslandsmótinu. Ólafur Karl ætti að vera fljótur margfalda þann leiktíma hjá Loga og Eiði Smára. Leikur KR og FH hefst klukkan 18.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 17.45 en klukkan 19.05 hefst síðan útsending frá leik Stjörnunnar og Gróttu á Stöð 2 Sport 3.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira