Lífið

Sárnaði kjaftasögurnar í byrjun en leiðir þær hjá sér

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Unnur Steinsson býr á Stykkishólmi og rekur þar Hótel Fransiskus.
Unnur Steinsson býr á Stykkishólmi og rekur þar Hótel Fransiskus. Mynd/Ísland í dag

Unnur Steinsson athafnakona var viðmælandi Völu Matt í Íslandi í dag. Þar ræddi hún um fegurðarsamkeppnirnar, fjölskylduna, hestamennskuna, hótelreksturinn og lífið á Stykkishólmi. Unnur sagði þar meðal annars frá raunverulegu ástæðunni fyrir því að hún tók þátt í Ungfrú Ísland, keppni sem hún vann og kom henni áfram í Miss Universe og Miss World. Einnig sagði hún frá breytingunni að verða móðir aftur, 44 ára að aldri þegar hún hélt hún væri löngu komin úr barneign.

Í þættinum er Unnur spurð út í kjaftasögurnar, þegar hún tók saman við núverandi eiginmann sinn Ásgeir Ásgeirsson, því hún var þá tiltölulega nýskilin.

„Við kynntumst upphaflega í endurmenntunardeild Háskóla Íslands, við vorum þar í sama námi. Þetta var pínulítið svona ást við fyrstu sýn. Það var eiginlega ekki aftur snúið eftir það, segir Unnur um þeirra fyrstu kynni. Um kjaftasögurnar segir hún:

„Í dag skiptir þetta mig engu máli og það gerði það heldur ekki þá. Jú auðvitað var þetta pínu sárt fyrst en  ég er blessunarlega laus við að hafa einhverjar áhyggjur af því.“

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×