Tvö ár í dag síðan að Liverpool breytti örlögum félagsins með því að selja sinn besta mann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 17:15 Alisson Becker og Virgil van Dijk. Getty/Andrew Powell Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og ríkjandi Heims- og Evrópumeistari félagsliða. Kannski var það einn dagur í janúarmánuði árið 2018 sem lagði grunninn að þessum titlum liðsins. 6. janúar 2018 er líklega einn mikilvægasti dagurinn í sögu núverandi liðs hjá Liverpool því á þessum degi eignaðist félagið peninginn til að lagfæra hjá sér varnarleikinn. Liverpool hafði raðað inn mörkum í marga mánuði en varnarleikurinn var venjulega ekki upp á marga fiska. Það að halda hreinu þekktist varla á Anfield á þessum tíma. Það var hins vegar á þessum degi fyrir tveimur árum síðan sem Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona og fékk fyrir hann enga smá upphæð eða 188,2 milljónir dollara. Þessi sala á Philippe Coutinho voru ekki góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool á þeim tíma enda Philippe Coutinho stærsta stjarna liðsins. Fyrrnefndir stuðningsmenn liðsins líta örugglega flestir öðruvísi á þessa sölu í dag. On this day in 2018, Liverpool sold Philippe Coutinho to Barcelona. They used the money to pay for Virgil van Dijk and Alisson and still had some to spare pic.twitter.com/Zz1taqeQuo— B/R Football (@brfootball) January 6, 2020 Leikmenn eins og Mohamed Salah og Sadio Mané tóku meiri ábyrgð í sóknarleiknum í framhaldinu og Liverpool hefur því ekki saknað Philippe Coutinho mikið á þessum 24 mánuðum sem eru liðnir. Það sem skiptir hins vegar mestu máli er að Jürgen Klopp gat notað peningana í að kaupa miðvörðinn Virgil van Dijk í janúar 2018 og markvörðinn Alisson Becker um sumarið. Samtals kostuðu þessir tveir aðeins minna en Liverpool fékk fyrir Philippe Coutinho. Liverpool sóknin veiktist ekki mikið við það að missa Philippe Coutinho en varnarleikurinn var allt annað og miklu betri með þá Virgil van Dijk og Alisson Becker. Í framhaldinu komst Liverpool í tvo úrslitaleiki í röð í Meistaradeildinni, var hársbreidd frá enska meistaratitlinum í fyrra, vann Meistaradeildina í júní, heimsmeistari félagsliða í desember og er nú með örugga forystu í ensku úrvalsdeildinni á leið sinni að fyrsta enska meistaratitlinum í þrjátíu ár. Thank you, Philippe Coutinho. pic.twitter.com/3rrVhdM9w9— - (@AnfieldRd96) December 21, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og ríkjandi Heims- og Evrópumeistari félagsliða. Kannski var það einn dagur í janúarmánuði árið 2018 sem lagði grunninn að þessum titlum liðsins. 6. janúar 2018 er líklega einn mikilvægasti dagurinn í sögu núverandi liðs hjá Liverpool því á þessum degi eignaðist félagið peninginn til að lagfæra hjá sér varnarleikinn. Liverpool hafði raðað inn mörkum í marga mánuði en varnarleikurinn var venjulega ekki upp á marga fiska. Það að halda hreinu þekktist varla á Anfield á þessum tíma. Það var hins vegar á þessum degi fyrir tveimur árum síðan sem Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona og fékk fyrir hann enga smá upphæð eða 188,2 milljónir dollara. Þessi sala á Philippe Coutinho voru ekki góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool á þeim tíma enda Philippe Coutinho stærsta stjarna liðsins. Fyrrnefndir stuðningsmenn liðsins líta örugglega flestir öðruvísi á þessa sölu í dag. On this day in 2018, Liverpool sold Philippe Coutinho to Barcelona. They used the money to pay for Virgil van Dijk and Alisson and still had some to spare pic.twitter.com/Zz1taqeQuo— B/R Football (@brfootball) January 6, 2020 Leikmenn eins og Mohamed Salah og Sadio Mané tóku meiri ábyrgð í sóknarleiknum í framhaldinu og Liverpool hefur því ekki saknað Philippe Coutinho mikið á þessum 24 mánuðum sem eru liðnir. Það sem skiptir hins vegar mestu máli er að Jürgen Klopp gat notað peningana í að kaupa miðvörðinn Virgil van Dijk í janúar 2018 og markvörðinn Alisson Becker um sumarið. Samtals kostuðu þessir tveir aðeins minna en Liverpool fékk fyrir Philippe Coutinho. Liverpool sóknin veiktist ekki mikið við það að missa Philippe Coutinho en varnarleikurinn var allt annað og miklu betri með þá Virgil van Dijk og Alisson Becker. Í framhaldinu komst Liverpool í tvo úrslitaleiki í röð í Meistaradeildinni, var hársbreidd frá enska meistaratitlinum í fyrra, vann Meistaradeildina í júní, heimsmeistari félagsliða í desember og er nú með örugga forystu í ensku úrvalsdeildinni á leið sinni að fyrsta enska meistaratitlinum í þrjátíu ár. Thank you, Philippe Coutinho. pic.twitter.com/3rrVhdM9w9— - (@AnfieldRd96) December 21, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira