Gefa slökkviliðinu 60 milljónir til að berjast við eldana Sylvía Hall skrifar 5. janúar 2020 16:32 Nicole Kidman og Keith Urban. Vísir/Getty Hjónin Nicole Kidman og Keith Urban hafa gefið slökkviliðinu í Nýju Suður Wales fimm hundruð þúsund Bandaríkjadala til þess að berjast við skæða gróðurelda sem nú geisa á austurströnd landsins. Upphæðin samsvarar rúmlega sextíu milljónum íslenskra króna. Kidman og Urban hafa sterka tengingu við Ástralíu. Kidman er sjálf áströlsk en Urban, sem fæddur er í Nýja-Sjálandi, ólst upp í Ástralíu og eiga þau hús á svæðinu. Þá hefur leikkonan einnig tjáð sig opinberlega um ástandið í Ástralíu en hún bað fjölmiðlafólk afsökunar á viðburði fyrir Golden Globes verðlaunahátíðina þar sem hún væri annars hugar sökum ástandsins í landinu. „Stuðningur fjölskyldu okkar, hugur okkar og bænir eru hjá öllum þeim sem hafa orðið fyrir afleiðingum gróðureldanna sem geisa nú í Ástralíu. Við ætlum að gefa fimm hundruð þúsund Bandaríkjadali til slökkviliðsins sem er að gera og gefa svo mikið núna,“ skrifaði Kidman á Instagram. View this post on Instagram Our family’s support, thoughts and prayers are with everyone affected by the fires all over Australia. We are donating $500,000 to the Rural Fire Services who are all doing and giving so much right now. A post shared by Nicole Kidman (@nicolekidman) on Jan 4, 2020 at 3:10pm PST Eldarnir hafa orðið minnst 23 að bana síðan í september, og meira en tólf hundruð heimili hafa eyðilagst. Þá hafa milljónir hektara af landi brunnið. Ekkert af ríkjum Ástralíu hefur farið algerlega varhluta af áhrifum eldanna, en ástandið er einna verst í Nýja Suður-Wales.Fréttin hefur verið uppfærð. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Óttast að breytingar á vindátt valdi enn meiri skaða Yfirvöld í Ástralíu óttast að breytingar á vindátt í ríkinu Nýja Suður-Wales muni valda aukinni útbreiðslu skógar- og gróðurelda sem nú geisa á svæðinu. 4. janúar 2020 20:49 Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðureldanna í Ástralíu Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. 3. janúar 2020 10:15 Herafli kallaður út vegna gróðureldanna Um 3000 ástralskir hermenn hafa verið kallaðir til vegna gróðureldanna sem logað hafa í Ástralíu frá í september. 4. janúar 2020 10:03 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Hjónin Nicole Kidman og Keith Urban hafa gefið slökkviliðinu í Nýju Suður Wales fimm hundruð þúsund Bandaríkjadala til þess að berjast við skæða gróðurelda sem nú geisa á austurströnd landsins. Upphæðin samsvarar rúmlega sextíu milljónum íslenskra króna. Kidman og Urban hafa sterka tengingu við Ástralíu. Kidman er sjálf áströlsk en Urban, sem fæddur er í Nýja-Sjálandi, ólst upp í Ástralíu og eiga þau hús á svæðinu. Þá hefur leikkonan einnig tjáð sig opinberlega um ástandið í Ástralíu en hún bað fjölmiðlafólk afsökunar á viðburði fyrir Golden Globes verðlaunahátíðina þar sem hún væri annars hugar sökum ástandsins í landinu. „Stuðningur fjölskyldu okkar, hugur okkar og bænir eru hjá öllum þeim sem hafa orðið fyrir afleiðingum gróðureldanna sem geisa nú í Ástralíu. Við ætlum að gefa fimm hundruð þúsund Bandaríkjadali til slökkviliðsins sem er að gera og gefa svo mikið núna,“ skrifaði Kidman á Instagram. View this post on Instagram Our family’s support, thoughts and prayers are with everyone affected by the fires all over Australia. We are donating $500,000 to the Rural Fire Services who are all doing and giving so much right now. A post shared by Nicole Kidman (@nicolekidman) on Jan 4, 2020 at 3:10pm PST Eldarnir hafa orðið minnst 23 að bana síðan í september, og meira en tólf hundruð heimili hafa eyðilagst. Þá hafa milljónir hektara af landi brunnið. Ekkert af ríkjum Ástralíu hefur farið algerlega varhluta af áhrifum eldanna, en ástandið er einna verst í Nýja Suður-Wales.Fréttin hefur verið uppfærð.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Óttast að breytingar á vindátt valdi enn meiri skaða Yfirvöld í Ástralíu óttast að breytingar á vindátt í ríkinu Nýja Suður-Wales muni valda aukinni útbreiðslu skógar- og gróðurelda sem nú geisa á svæðinu. 4. janúar 2020 20:49 Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðureldanna í Ástralíu Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. 3. janúar 2020 10:15 Herafli kallaður út vegna gróðureldanna Um 3000 ástralskir hermenn hafa verið kallaðir til vegna gróðureldanna sem logað hafa í Ástralíu frá í september. 4. janúar 2020 10:03 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Óttast að breytingar á vindátt valdi enn meiri skaða Yfirvöld í Ástralíu óttast að breytingar á vindátt í ríkinu Nýja Suður-Wales muni valda aukinni útbreiðslu skógar- og gróðurelda sem nú geisa á svæðinu. 4. janúar 2020 20:49
Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðureldanna í Ástralíu Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. 3. janúar 2020 10:15
Herafli kallaður út vegna gróðureldanna Um 3000 ástralskir hermenn hafa verið kallaðir til vegna gróðureldanna sem logað hafa í Ástralíu frá í september. 4. janúar 2020 10:03