Gefa slökkviliðinu 60 milljónir til að berjast við eldana Sylvía Hall skrifar 5. janúar 2020 16:32 Nicole Kidman og Keith Urban. Vísir/Getty Hjónin Nicole Kidman og Keith Urban hafa gefið slökkviliðinu í Nýju Suður Wales fimm hundruð þúsund Bandaríkjadala til þess að berjast við skæða gróðurelda sem nú geisa á austurströnd landsins. Upphæðin samsvarar rúmlega sextíu milljónum íslenskra króna. Kidman og Urban hafa sterka tengingu við Ástralíu. Kidman er sjálf áströlsk en Urban, sem fæddur er í Nýja-Sjálandi, ólst upp í Ástralíu og eiga þau hús á svæðinu. Þá hefur leikkonan einnig tjáð sig opinberlega um ástandið í Ástralíu en hún bað fjölmiðlafólk afsökunar á viðburði fyrir Golden Globes verðlaunahátíðina þar sem hún væri annars hugar sökum ástandsins í landinu. „Stuðningur fjölskyldu okkar, hugur okkar og bænir eru hjá öllum þeim sem hafa orðið fyrir afleiðingum gróðureldanna sem geisa nú í Ástralíu. Við ætlum að gefa fimm hundruð þúsund Bandaríkjadali til slökkviliðsins sem er að gera og gefa svo mikið núna,“ skrifaði Kidman á Instagram. View this post on Instagram Our family’s support, thoughts and prayers are with everyone affected by the fires all over Australia. We are donating $500,000 to the Rural Fire Services who are all doing and giving so much right now. A post shared by Nicole Kidman (@nicolekidman) on Jan 4, 2020 at 3:10pm PST Eldarnir hafa orðið minnst 23 að bana síðan í september, og meira en tólf hundruð heimili hafa eyðilagst. Þá hafa milljónir hektara af landi brunnið. Ekkert af ríkjum Ástralíu hefur farið algerlega varhluta af áhrifum eldanna, en ástandið er einna verst í Nýja Suður-Wales.Fréttin hefur verið uppfærð. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Óttast að breytingar á vindátt valdi enn meiri skaða Yfirvöld í Ástralíu óttast að breytingar á vindátt í ríkinu Nýja Suður-Wales muni valda aukinni útbreiðslu skógar- og gróðurelda sem nú geisa á svæðinu. 4. janúar 2020 20:49 Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðureldanna í Ástralíu Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. 3. janúar 2020 10:15 Herafli kallaður út vegna gróðureldanna Um 3000 ástralskir hermenn hafa verið kallaðir til vegna gróðureldanna sem logað hafa í Ástralíu frá í september. 4. janúar 2020 10:03 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Sjá meira
Hjónin Nicole Kidman og Keith Urban hafa gefið slökkviliðinu í Nýju Suður Wales fimm hundruð þúsund Bandaríkjadala til þess að berjast við skæða gróðurelda sem nú geisa á austurströnd landsins. Upphæðin samsvarar rúmlega sextíu milljónum íslenskra króna. Kidman og Urban hafa sterka tengingu við Ástralíu. Kidman er sjálf áströlsk en Urban, sem fæddur er í Nýja-Sjálandi, ólst upp í Ástralíu og eiga þau hús á svæðinu. Þá hefur leikkonan einnig tjáð sig opinberlega um ástandið í Ástralíu en hún bað fjölmiðlafólk afsökunar á viðburði fyrir Golden Globes verðlaunahátíðina þar sem hún væri annars hugar sökum ástandsins í landinu. „Stuðningur fjölskyldu okkar, hugur okkar og bænir eru hjá öllum þeim sem hafa orðið fyrir afleiðingum gróðureldanna sem geisa nú í Ástralíu. Við ætlum að gefa fimm hundruð þúsund Bandaríkjadali til slökkviliðsins sem er að gera og gefa svo mikið núna,“ skrifaði Kidman á Instagram. View this post on Instagram Our family’s support, thoughts and prayers are with everyone affected by the fires all over Australia. We are donating $500,000 to the Rural Fire Services who are all doing and giving so much right now. A post shared by Nicole Kidman (@nicolekidman) on Jan 4, 2020 at 3:10pm PST Eldarnir hafa orðið minnst 23 að bana síðan í september, og meira en tólf hundruð heimili hafa eyðilagst. Þá hafa milljónir hektara af landi brunnið. Ekkert af ríkjum Ástralíu hefur farið algerlega varhluta af áhrifum eldanna, en ástandið er einna verst í Nýja Suður-Wales.Fréttin hefur verið uppfærð.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Óttast að breytingar á vindátt valdi enn meiri skaða Yfirvöld í Ástralíu óttast að breytingar á vindátt í ríkinu Nýja Suður-Wales muni valda aukinni útbreiðslu skógar- og gróðurelda sem nú geisa á svæðinu. 4. janúar 2020 20:49 Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðureldanna í Ástralíu Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. 3. janúar 2020 10:15 Herafli kallaður út vegna gróðureldanna Um 3000 ástralskir hermenn hafa verið kallaðir til vegna gróðureldanna sem logað hafa í Ástralíu frá í september. 4. janúar 2020 10:03 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Sjá meira
Óttast að breytingar á vindátt valdi enn meiri skaða Yfirvöld í Ástralíu óttast að breytingar á vindátt í ríkinu Nýja Suður-Wales muni valda aukinni útbreiðslu skógar- og gróðurelda sem nú geisa á svæðinu. 4. janúar 2020 20:49
Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðureldanna í Ástralíu Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. 3. janúar 2020 10:15
Herafli kallaður út vegna gróðureldanna Um 3000 ástralskir hermenn hafa verið kallaðir til vegna gróðureldanna sem logað hafa í Ástralíu frá í september. 4. janúar 2020 10:03