Rússland, sem er í riðli með íslenska karlalandsliðinu í handbolta á EM sem hefst síðar í mánuðinum, byrja undirbúninginn fyrir mótið á sigri.
Rússar unnu í dag fimm marka sigur á Pólverjum, 30-25, en rússneska liðið var einu marki yfir í hálfleik.
Þeir mæta Portúgal á morgun og Spáni á sunnudaginn í síðasta leiknum fyrir EM.
Rússar mæta Ungverjalandi í 1. umferðinni þann 11. janúar en tveimur dögum síðar mætast Rússland og Íslands í Malmö.
Pólverjar eru hins vegar í riðli með Svíum, Svisslendingum og Slóvenum. Þeir leika fyrsta leikinn gegn Slóveníu þann 10. janúar.
Mótherjar Íslands byrja undirbúninginn fyrir EM á sigri
