Leikstjórnandi danska landsliðsins í handbolta, Rasmus Lauge, meiddist á æfingu og missir af leikjum Dana í Gull deildinni um helgina.
Danir mæta Norðmönnum annað kvöld og Frökkum á sunnudag. Danir eru í riðli með Íslendingum á EM en liðin eigast við í 1. umferðinni 11. janúar.
Rasmus Lauge óttast ekki að missa af EM en spurningin er hvort hann verður klár í slaginn gegn Íslendingum.
Rasmus Lauge står over i Golden League med småskade https://t.co/pltqHcXfUYpic.twitter.com/YXgaqHbGSQ
— JP Sport (@sportenJP) January 2, 2020
Lauge var einn besti maður Dana þegar þeir unnu heimsmeistaratitilinn á heimavelli fyrir ári.
Hornamaðurinn Lasse Svan spilar ekki leikina um helgina og í hans stað valdi landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen Johan Hansen en hann spilar með Bjerringbro-Silkeborg.