Múlalundur ósáttur við grímukönnun ASÍ Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 15:12 Múlalundur er vinnustofa SÍBS og er staðsettur við Reykjalund í Mosfellsbæ. Þar starfar fólk með skerta starfsorku. vísir/vilhelm Framkvæmdastóri vinnustofunnar Múlalundar segir nýlega verðkönnun ASÍ á grímum vera ranga. Verðið sem ASÍ greindi frá standist ekki skoðun, það sé í raun helmingi lægra. Talsmaður verðlagseftirlits ASÍ segir hins vegar ánægjulegt að sjá að Múlalundur hafi lækkað verðið á grímunum sínum - eftir heimsókn verðlagseftirlitsins. ASÍ kynnti niðurstöður verðkönnunar sinnar í gær. Hún ber með sér töluverðan verðmun á einnota þriggja laga grímum milli fyrirtækja, en erfitt geti þó reynst að gera nákvæman samanburð vegna þess hve grímurnar eru mismunandi. Það væri þó engu að síður mat verðlagseftirlitsins að ódýrstu grímurnar sé finna í Costco, 42 krónur gríman, en það hæsta í Eirberg, 298 krónur gríman. Í sömu könnun kom fram að Múlalundur byði 50 grímu pakka á 9498 krónur, eða 190 krónur fyrir hverja grímu. Sigurður Viktor Úlfarsson, framkvæmdastjóri Múlalundar, segir þessar tölur þó ekki halda vatni. „Verð á sóttvarnargrímum á Múlalundi vinnustofu SÍBS er 950 kr. fyrir 10 grímur og 3.790 kr (95 kr. stk.) fyrir 50 grímur (75,2 kr. pr. stk.) og því ekkert svipað því sem fram kemur í verðalagskönnun ASÍ,“ skrifar Sigurður í yfirlýsingu til fjölmiðla. Verð frá birgjum Múlalundar hafi „lækkað mjög undanfarna daga“ að sögn Sigurðar - „og vonandi tekst okkur að lækka okkar verð enn frekar á næstu dögum.“ Verðlækkunin ánægjuleg Af svari Auðar Ölfu Ólafsdóttur, sem fer fyrir verðlagseftirliti ASÍ, til fréttastofu að dæma virðist eftirlitið hins vegar standa við sína könnun. „Það er gott að heyra að Múlalundur hefur tækifæri til að lækka verð á grímunum sínum frá því sem það var þegar könnunin var framkvæmd,“ segir Auður og bætir við það væri ekkert einsdæmi. „Við höfum séð að fleiri söluaðilar hafa lækkað verð á sínum grímum eftir könnunina og er það auðvitað ekkert nema jákvætt. Við hvetjum neytendur áfram til að vera vakandi fyrir verðlagi á grímum og gera verðsamanburð áður en þeir kaupa grímur.“ Auður ræddi könnunina meðal annars í Reykjavík síðdegis í gær og má hlusta á það hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Taugrímur geti verið betri en ekki neitt ef aðstæður leyfa ekki annað Notkun taugríma til að verja sig og aðra fyrir kórónuveirunni kemur þó ekki í staðinn fyrir aðrar einstaklingsbundnar smitvarnir eins halda tveggja metra fjarlægð, handþvottur, almenn smitgát og forðast margmenni. 13. ágúst 2020 11:22 Grímur gætu orðið til þess að fólk innbyrði minna af veirunni Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. 8. ágúst 2020 21:55 Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Framkvæmdastóri vinnustofunnar Múlalundar segir nýlega verðkönnun ASÍ á grímum vera ranga. Verðið sem ASÍ greindi frá standist ekki skoðun, það sé í raun helmingi lægra. Talsmaður verðlagseftirlits ASÍ segir hins vegar ánægjulegt að sjá að Múlalundur hafi lækkað verðið á grímunum sínum - eftir heimsókn verðlagseftirlitsins. ASÍ kynnti niðurstöður verðkönnunar sinnar í gær. Hún ber með sér töluverðan verðmun á einnota þriggja laga grímum milli fyrirtækja, en erfitt geti þó reynst að gera nákvæman samanburð vegna þess hve grímurnar eru mismunandi. Það væri þó engu að síður mat verðlagseftirlitsins að ódýrstu grímurnar sé finna í Costco, 42 krónur gríman, en það hæsta í Eirberg, 298 krónur gríman. Í sömu könnun kom fram að Múlalundur byði 50 grímu pakka á 9498 krónur, eða 190 krónur fyrir hverja grímu. Sigurður Viktor Úlfarsson, framkvæmdastjóri Múlalundar, segir þessar tölur þó ekki halda vatni. „Verð á sóttvarnargrímum á Múlalundi vinnustofu SÍBS er 950 kr. fyrir 10 grímur og 3.790 kr (95 kr. stk.) fyrir 50 grímur (75,2 kr. pr. stk.) og því ekkert svipað því sem fram kemur í verðalagskönnun ASÍ,“ skrifar Sigurður í yfirlýsingu til fjölmiðla. Verð frá birgjum Múlalundar hafi „lækkað mjög undanfarna daga“ að sögn Sigurðar - „og vonandi tekst okkur að lækka okkar verð enn frekar á næstu dögum.“ Verðlækkunin ánægjuleg Af svari Auðar Ölfu Ólafsdóttur, sem fer fyrir verðlagseftirliti ASÍ, til fréttastofu að dæma virðist eftirlitið hins vegar standa við sína könnun. „Það er gott að heyra að Múlalundur hefur tækifæri til að lækka verð á grímunum sínum frá því sem það var þegar könnunin var framkvæmd,“ segir Auður og bætir við það væri ekkert einsdæmi. „Við höfum séð að fleiri söluaðilar hafa lækkað verð á sínum grímum eftir könnunina og er það auðvitað ekkert nema jákvætt. Við hvetjum neytendur áfram til að vera vakandi fyrir verðlagi á grímum og gera verðsamanburð áður en þeir kaupa grímur.“ Auður ræddi könnunina meðal annars í Reykjavík síðdegis í gær og má hlusta á það hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Taugrímur geti verið betri en ekki neitt ef aðstæður leyfa ekki annað Notkun taugríma til að verja sig og aðra fyrir kórónuveirunni kemur þó ekki í staðinn fyrir aðrar einstaklingsbundnar smitvarnir eins halda tveggja metra fjarlægð, handþvottur, almenn smitgát og forðast margmenni. 13. ágúst 2020 11:22 Grímur gætu orðið til þess að fólk innbyrði minna af veirunni Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. 8. ágúst 2020 21:55 Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Taugrímur geti verið betri en ekki neitt ef aðstæður leyfa ekki annað Notkun taugríma til að verja sig og aðra fyrir kórónuveirunni kemur þó ekki í staðinn fyrir aðrar einstaklingsbundnar smitvarnir eins halda tveggja metra fjarlægð, handþvottur, almenn smitgát og forðast margmenni. 13. ágúst 2020 11:22
Grímur gætu orðið til þess að fólk innbyrði minna af veirunni Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. 8. ágúst 2020 21:55