Sebastian: Jónas var kannski aðeins of nálægt Sæbjörn Þór Þórbergsson skrifar 18. janúar 2020 18:18 Sebastian sagði að sjö marka tap gæfi ekki rétta mynd af leiknum gegn Fram. vísir/vilhelm Fyrstu viðbrögð Sebastians, þjálfara Stjörnunnar, eftir tapið fyrir Fram, 25-32, voru þau að munurinn hefði getað verið fjögur eða fimm mörk en ekki sjö mörk þegar upp var staðið. Hann hélt svo áfram að tjá sig um leikinn: „Mér fannst við gefa þeim hörkugóðan leik en ódýr mörk í restina skekkja myndina aðeins. Í ljósi þess að það vantar mikið hjá okkur þá sýnir leikurinn að undirbúningurinn gekk vel. Ég er rosalega jákvæður þó að Fram hafi verið betra liðið í dag. Þessi leikur gefur góð fyrirheit upp á framhaldið, margir leikmenn sem eru að spila sig inn í liðið og upp á það að vera í hóp þegar aðrir leikmenn koma til baka úr meiðslum.“ Hvað er það helsta sem Sebastian sér í óreyndari leikmönnunum, sem fengu tækifæri í dag, sem hann getur nýtt í framhaldinu? „Auður Brynja stóð sig frábærlega í vörninni. Hún er að spila sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið. Frammistaðan hjá Sigrúnu á línunni var einnig góð,“ sagði Sebastian og hélt áfram að ræða leikinn. „Mér fannst áherslurnar í því sem við breyttum í jólafríinu, einhverjir sem vita ekki betur sjá ekki muninn, skila sér. Við hlupum til dæmis vel til baka. Það vantaði samt aðeins upp á markvörsluna og svo voru aðeins of margir tapaðir boltar sem töpuðust án þess að mínir leikmenn voru undir mikilli pressu,“ sagði Sebastian. Hann var að lokum spurður út í samskipti við Jónas Elíasson dómara í seinni hálfleiknum. Hann kallaði inn á völlinn að heimurinn þyrfti að farast til að „hún“ fengi dæmd skref á sig og Sebastian er þá að tala um leikmann Fram. „Ég skal alveg tjá mig um þetta. Ég var ekki að skamma Jónas, hann var kannski aðeins of nálægt. Við bekkurinn höfum rætt saman um það að vera ekki að kalla inn á til dómaranna. Ég heyrði „skref skref skref“ fyrir aftan mig og var í raun að skamma bekkinn. Jónas kom til mín og ég bað hann afsökunar,“ sagði Sebastian að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-32 | Framarar byrjuðu nýja árið með stæl Fram er áfram með tveggja stiga forskot á toppi Olís-deildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni á útivelli. 18. janúar 2020 18:30 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Fyrstu viðbrögð Sebastians, þjálfara Stjörnunnar, eftir tapið fyrir Fram, 25-32, voru þau að munurinn hefði getað verið fjögur eða fimm mörk en ekki sjö mörk þegar upp var staðið. Hann hélt svo áfram að tjá sig um leikinn: „Mér fannst við gefa þeim hörkugóðan leik en ódýr mörk í restina skekkja myndina aðeins. Í ljósi þess að það vantar mikið hjá okkur þá sýnir leikurinn að undirbúningurinn gekk vel. Ég er rosalega jákvæður þó að Fram hafi verið betra liðið í dag. Þessi leikur gefur góð fyrirheit upp á framhaldið, margir leikmenn sem eru að spila sig inn í liðið og upp á það að vera í hóp þegar aðrir leikmenn koma til baka úr meiðslum.“ Hvað er það helsta sem Sebastian sér í óreyndari leikmönnunum, sem fengu tækifæri í dag, sem hann getur nýtt í framhaldinu? „Auður Brynja stóð sig frábærlega í vörninni. Hún er að spila sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið. Frammistaðan hjá Sigrúnu á línunni var einnig góð,“ sagði Sebastian og hélt áfram að ræða leikinn. „Mér fannst áherslurnar í því sem við breyttum í jólafríinu, einhverjir sem vita ekki betur sjá ekki muninn, skila sér. Við hlupum til dæmis vel til baka. Það vantaði samt aðeins upp á markvörsluna og svo voru aðeins of margir tapaðir boltar sem töpuðust án þess að mínir leikmenn voru undir mikilli pressu,“ sagði Sebastian. Hann var að lokum spurður út í samskipti við Jónas Elíasson dómara í seinni hálfleiknum. Hann kallaði inn á völlinn að heimurinn þyrfti að farast til að „hún“ fengi dæmd skref á sig og Sebastian er þá að tala um leikmann Fram. „Ég skal alveg tjá mig um þetta. Ég var ekki að skamma Jónas, hann var kannski aðeins of nálægt. Við bekkurinn höfum rætt saman um það að vera ekki að kalla inn á til dómaranna. Ég heyrði „skref skref skref“ fyrir aftan mig og var í raun að skamma bekkinn. Jónas kom til mín og ég bað hann afsökunar,“ sagði Sebastian að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-32 | Framarar byrjuðu nýja árið með stæl Fram er áfram með tveggja stiga forskot á toppi Olís-deildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni á útivelli. 18. janúar 2020 18:30 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-32 | Framarar byrjuðu nýja árið með stæl Fram er áfram með tveggja stiga forskot á toppi Olís-deildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni á útivelli. 18. janúar 2020 18:30