Ingvar: Víkingur var lang mest spennandi félagið sem kom upp Anton Ingi Leifsson skrifar 18. janúar 2020 15:00 Ingvar Jónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Víking og mun verja mark liðsins á komandi leiktíð. Ingvar, sem hefur leikið átta A-landsleiki, kemur frá Viborg í Danmörku þar sem samningur hans var útrunninn. „Þetta er gríðarlega spennandi klúbbur sem hefur verið í miklum uppgang með spennandi þjálfarateymi og metnaðarfulla stjórn,“ sagði Ingvar við Arnar Björnsson eftir undirskriftina. „Ég er gífurlega spenntur að koma hér í Víking og hjálpa þeim að gera enn betri hluti.“ Ingvar hefur frá árinu 2014 leikið bæði í Noregi og nú síðast Danmörku. Hann er sáttur með ferilinn ytra. „Já, ég er mjög sáttur. Ég hef verið úti í fimm ár. Þetta hefur gengið upp og ofan en þetta er erfiður heimur og lítil meiðsli hér og þar geta sett strik í reikninginn.“ „Þetta hefur verið góð reynsla fyrir mig og fjölskylduna. Við höfum búið bæði í Noregi og Danmörku. Mér fannst þetta vera komið fínt og okkur langaði heim. Síðan kom þetta tækifæri upp og ég er spenntur.“ Ingvar segir að það hafi verið fleiri möguleikar í stöðunni og hann hafi velt þessu vel og lengi fyrir sér. „Ég hef alveg verið að skoða mín mál síðan síðasta sumar. Ég hef gefið mér góðan tíma í þetta og þetta er stór ákvörðun. Ég er þrítugur og ég vildi gera langan samning og einbeita mér að sama verkefninu. Ég gaf mér góðan tíma í þetta og Víkingur var lang mest spennandi félagið sem kom upp.“ Eins og áður segir hefur Ingvar verið í kringum A-landslið karla og hann segir að þótt það sé gaman að vera í honum sé hann ekki eingöngu að einbeita sér að því. „Það er ógeðslega gaman að vera hluti af landsliðshópnum. Ég hef verið inn og út að undanförnu svo það er ekki minn aðalfókus. Ef þjálfarinn telur að ég sé einn af þremur bestu markvörðunum sem völ er á, þá að sjálfsögðu er ég klár.“ Hann er spenntur fyrir komandi tímum í Víkinni. „Þeir sýndu síðasta sumar að þeir eru frábært fótboltalið með góða blöndu. Þeir sýndu að allt er mögulegt. Ég sé ekki afhverju við ættum ekki að geta barist um titlana sem eru í boði.“ „Mér finnst þetta mjög heillandi leikstíll sem Arnar vill spila og hlakka mikið til að spila æfingaleiki og þróa minn leik þar. Maður er mjög virkur í öllum leiknum svo mig hlakkar mikið til.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bikarmeistararnir krækja í Ingvar Jónsson og Atla Barkarson Bikarmeistarar Víkings hafa heldur betur styrkt sig en í dag var tilkynnt um komu Ingvars Jónssonar og Atla Barkarsonar. 18. janúar 2020 12:30 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Ingvar Jónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Víking og mun verja mark liðsins á komandi leiktíð. Ingvar, sem hefur leikið átta A-landsleiki, kemur frá Viborg í Danmörku þar sem samningur hans var útrunninn. „Þetta er gríðarlega spennandi klúbbur sem hefur verið í miklum uppgang með spennandi þjálfarateymi og metnaðarfulla stjórn,“ sagði Ingvar við Arnar Björnsson eftir undirskriftina. „Ég er gífurlega spenntur að koma hér í Víking og hjálpa þeim að gera enn betri hluti.“ Ingvar hefur frá árinu 2014 leikið bæði í Noregi og nú síðast Danmörku. Hann er sáttur með ferilinn ytra. „Já, ég er mjög sáttur. Ég hef verið úti í fimm ár. Þetta hefur gengið upp og ofan en þetta er erfiður heimur og lítil meiðsli hér og þar geta sett strik í reikninginn.“ „Þetta hefur verið góð reynsla fyrir mig og fjölskylduna. Við höfum búið bæði í Noregi og Danmörku. Mér fannst þetta vera komið fínt og okkur langaði heim. Síðan kom þetta tækifæri upp og ég er spenntur.“ Ingvar segir að það hafi verið fleiri möguleikar í stöðunni og hann hafi velt þessu vel og lengi fyrir sér. „Ég hef alveg verið að skoða mín mál síðan síðasta sumar. Ég hef gefið mér góðan tíma í þetta og þetta er stór ákvörðun. Ég er þrítugur og ég vildi gera langan samning og einbeita mér að sama verkefninu. Ég gaf mér góðan tíma í þetta og Víkingur var lang mest spennandi félagið sem kom upp.“ Eins og áður segir hefur Ingvar verið í kringum A-landslið karla og hann segir að þótt það sé gaman að vera í honum sé hann ekki eingöngu að einbeita sér að því. „Það er ógeðslega gaman að vera hluti af landsliðshópnum. Ég hef verið inn og út að undanförnu svo það er ekki minn aðalfókus. Ef þjálfarinn telur að ég sé einn af þremur bestu markvörðunum sem völ er á, þá að sjálfsögðu er ég klár.“ Hann er spenntur fyrir komandi tímum í Víkinni. „Þeir sýndu síðasta sumar að þeir eru frábært fótboltalið með góða blöndu. Þeir sýndu að allt er mögulegt. Ég sé ekki afhverju við ættum ekki að geta barist um titlana sem eru í boði.“ „Mér finnst þetta mjög heillandi leikstíll sem Arnar vill spila og hlakka mikið til að spila æfingaleiki og þróa minn leik þar. Maður er mjög virkur í öllum leiknum svo mig hlakkar mikið til.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bikarmeistararnir krækja í Ingvar Jónsson og Atla Barkarson Bikarmeistarar Víkings hafa heldur betur styrkt sig en í dag var tilkynnt um komu Ingvars Jónssonar og Atla Barkarsonar. 18. janúar 2020 12:30 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Bikarmeistararnir krækja í Ingvar Jónsson og Atla Barkarson Bikarmeistarar Víkings hafa heldur betur styrkt sig en í dag var tilkynnt um komu Ingvars Jónssonar og Atla Barkarsonar. 18. janúar 2020 12:30
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast