Handbolti

Bjarki Már: Getum unnið öll liðin í milliriðlinum

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Bjarki Már er fullur sjálfstrausts.
Bjarki Már er fullur sjálfstrausts.

Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson segir að menn hafi reynt að bægja tapinu gegn Ungverjum frá sér strax í gærkvöldi.

„Andrúmsloftið var allt í lagi í gærkvöldi. Við töluðum um það strax inn í klefa eftir leikinn að við yrðum að rífa okkur upp,“ sagði Bjarki Már.

„Þetta var svekkjandi tap og við vitum allir að við áttum að gera betur. Það er bara einn dagur á milli og enginn tími til þess að gráta Björn bónda. Við þurfum bara að fara aftur á hestinn og hefja undirbúning fyrir næsta leik.“

Bjarki Már er svo sannarlega enn á baki og ekki við það að detta af.

„Við getum unnið öll liðin í milliriðlinum þó við þurfum að byrja á Slóvenunum. Stemningin var vissulega súr en kannski ekki eins súr og menn halda,“ segir hornamaðurinn og segir að það sé gott að leita í reynsluna á svona stundum.

„Við erum með mjög reynda menn í hópnum sem þekkja þetta allt. Það er kannski þeirra hlutverk að hjálpa þessum ungu því menn eiga til að dvelja of lengi við svona tap. Þetta er enn galopið fyrst það er búið að breyta þessu og lið fara bara með tvö stig inn í milliriðilinn.“

Slóvenar eru með frábært lið og strákarnir ættu að geta lært af Ungverjunum.

„Þeir spila svipaða vörn og fínt að fá Ungverja fyrir Slóvenaleikinn. Við getum þá vonandi lagað það sem upp á vantar. Ég tel okkur eiga góða möguleika.“

Klippa: Bjarki Már ekki af baki dottinn

Tengdar fréttir

Gummi: Það er enginn beygur í okkur

Landsliðsþjálfarinn segir að það megi ekki gleyma því að Íslandi hafi spilað fimm góða hálfleiki á EM í handbolta til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×