Gleðjast saman í skugga hópuppsagnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. janúar 2020 09:00 Starfsmenn Arion banka leggja undir sig Hörpu um helgina. Vísir/Vilhelm Þremur mánuðum eftir að hafa ráðist í stærstu einstöku hópuppsögn í bankakerfinu frá því í hruninu blæs Arion banki til heljarinnar veislu. Árshátíð bankans fer fram um helgina og verður öllu til tjaldað; búið er að leigja stærstan hluta Hörpu og verður slegið upp tónleikum um allt hús, sem gestir geta sótt eftir að hafa þegið veitingar við sitjandi borðhald. Tónlistaratriði verða meðal annars í höndum Gus Gus, Emmsé Gauta, Jóa P og Króla, Herra Hnetusmjörs og Bríetar. Þá lék Nýdönsk í bankanum á dögunum, en að sögn Viðskiptablaðsins munu þeir tónleikar hafa verið á vegum eignarstýringar bankans fyrir viðskiptavini. Í samskiptum við blaðið segir upplýsingafulltrúi Arion að umfang árshátíðarinnar sé svipað og síðustu ár. Íburðurinn skýrist af stærð vinnustaðarins, en 800 manns vinna hjá bankanum eftir uppsagnir síðasta árs. Blésu af starfsmannagleði Um 150 starfsmönnum Arion banka var sagt upp störfum í fyrra, þar af 102 í hausttiltekt bankans í lok september. Rekstur bankans hafði ekki staðið undir væntingum, arðsemin ekki nógu góð og var uppsögnunum ætlað að draga úr rekstrarkostnaði Arion. Talið var að uppsagnir haustsins myndu kosta bankann næstum 900 milljónir króna, en að breytingarnar muni að öðru óbreyttu hafa jákvæð áhrif á afkomu bankans sem nema um 1,3 milljörðum króna á ársgrundvelli, að teknu tilliti til skatta. Þessara jákvæðu áhrifa á að gæta á yfirstandandi ársfjórðungi. Starfsmenn bankans voru ekki í miklu partýstuði strax eftir niðurskurðinn. Árlegt Októberfest Arion var blásið af enda lítil stemning fyrir fjöri á þeim tímapunkti. „Maður heyrði strax raddir um að fólk væri ekki í stuði fyrir þetta,“ eins og meðlimur í skemmtinefnd Skjaldar, starfsmannafélagi Arion banka, orðaði það að kvöldi uppsagnadagsins 26. september. Íslenskir bankar Tónlist Tengdar fréttir Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Viðskiptin 2019: WOW, þrot og takkaskór Viðskiptaárið 2019 var fjölbreytt og forvitnilegt. Hér er drepið á því áhugaverðasta sem átti sér stað í viðskiptalífinu á síðasta ári. 29. desember 2019 09:30 Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. 26. september 2019 21:33 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Þremur mánuðum eftir að hafa ráðist í stærstu einstöku hópuppsögn í bankakerfinu frá því í hruninu blæs Arion banki til heljarinnar veislu. Árshátíð bankans fer fram um helgina og verður öllu til tjaldað; búið er að leigja stærstan hluta Hörpu og verður slegið upp tónleikum um allt hús, sem gestir geta sótt eftir að hafa þegið veitingar við sitjandi borðhald. Tónlistaratriði verða meðal annars í höndum Gus Gus, Emmsé Gauta, Jóa P og Króla, Herra Hnetusmjörs og Bríetar. Þá lék Nýdönsk í bankanum á dögunum, en að sögn Viðskiptablaðsins munu þeir tónleikar hafa verið á vegum eignarstýringar bankans fyrir viðskiptavini. Í samskiptum við blaðið segir upplýsingafulltrúi Arion að umfang árshátíðarinnar sé svipað og síðustu ár. Íburðurinn skýrist af stærð vinnustaðarins, en 800 manns vinna hjá bankanum eftir uppsagnir síðasta árs. Blésu af starfsmannagleði Um 150 starfsmönnum Arion banka var sagt upp störfum í fyrra, þar af 102 í hausttiltekt bankans í lok september. Rekstur bankans hafði ekki staðið undir væntingum, arðsemin ekki nógu góð og var uppsögnunum ætlað að draga úr rekstrarkostnaði Arion. Talið var að uppsagnir haustsins myndu kosta bankann næstum 900 milljónir króna, en að breytingarnar muni að öðru óbreyttu hafa jákvæð áhrif á afkomu bankans sem nema um 1,3 milljörðum króna á ársgrundvelli, að teknu tilliti til skatta. Þessara jákvæðu áhrifa á að gæta á yfirstandandi ársfjórðungi. Starfsmenn bankans voru ekki í miklu partýstuði strax eftir niðurskurðinn. Árlegt Októberfest Arion var blásið af enda lítil stemning fyrir fjöri á þeim tímapunkti. „Maður heyrði strax raddir um að fólk væri ekki í stuði fyrir þetta,“ eins og meðlimur í skemmtinefnd Skjaldar, starfsmannafélagi Arion banka, orðaði það að kvöldi uppsagnadagsins 26. september.
Íslenskir bankar Tónlist Tengdar fréttir Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Viðskiptin 2019: WOW, þrot og takkaskór Viðskiptaárið 2019 var fjölbreytt og forvitnilegt. Hér er drepið á því áhugaverðasta sem átti sér stað í viðskiptalífinu á síðasta ári. 29. desember 2019 09:30 Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. 26. september 2019 21:33 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07
Viðskiptin 2019: WOW, þrot og takkaskór Viðskiptaárið 2019 var fjölbreytt og forvitnilegt. Hér er drepið á því áhugaverðasta sem átti sér stað í viðskiptalífinu á síðasta ári. 29. desember 2019 09:30
Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. 26. september 2019 21:33