Gleðjast saman í skugga hópuppsagnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. janúar 2020 09:00 Starfsmenn Arion banka leggja undir sig Hörpu um helgina. Vísir/Vilhelm Þremur mánuðum eftir að hafa ráðist í stærstu einstöku hópuppsögn í bankakerfinu frá því í hruninu blæs Arion banki til heljarinnar veislu. Árshátíð bankans fer fram um helgina og verður öllu til tjaldað; búið er að leigja stærstan hluta Hörpu og verður slegið upp tónleikum um allt hús, sem gestir geta sótt eftir að hafa þegið veitingar við sitjandi borðhald. Tónlistaratriði verða meðal annars í höndum Gus Gus, Emmsé Gauta, Jóa P og Króla, Herra Hnetusmjörs og Bríetar. Þá lék Nýdönsk í bankanum á dögunum, en að sögn Viðskiptablaðsins munu þeir tónleikar hafa verið á vegum eignarstýringar bankans fyrir viðskiptavini. Í samskiptum við blaðið segir upplýsingafulltrúi Arion að umfang árshátíðarinnar sé svipað og síðustu ár. Íburðurinn skýrist af stærð vinnustaðarins, en 800 manns vinna hjá bankanum eftir uppsagnir síðasta árs. Blésu af starfsmannagleði Um 150 starfsmönnum Arion banka var sagt upp störfum í fyrra, þar af 102 í hausttiltekt bankans í lok september. Rekstur bankans hafði ekki staðið undir væntingum, arðsemin ekki nógu góð og var uppsögnunum ætlað að draga úr rekstrarkostnaði Arion. Talið var að uppsagnir haustsins myndu kosta bankann næstum 900 milljónir króna, en að breytingarnar muni að öðru óbreyttu hafa jákvæð áhrif á afkomu bankans sem nema um 1,3 milljörðum króna á ársgrundvelli, að teknu tilliti til skatta. Þessara jákvæðu áhrifa á að gæta á yfirstandandi ársfjórðungi. Starfsmenn bankans voru ekki í miklu partýstuði strax eftir niðurskurðinn. Árlegt Októberfest Arion var blásið af enda lítil stemning fyrir fjöri á þeim tímapunkti. „Maður heyrði strax raddir um að fólk væri ekki í stuði fyrir þetta,“ eins og meðlimur í skemmtinefnd Skjaldar, starfsmannafélagi Arion banka, orðaði það að kvöldi uppsagnadagsins 26. september. Íslenskir bankar Tónlist Tengdar fréttir Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Viðskiptin 2019: WOW, þrot og takkaskór Viðskiptaárið 2019 var fjölbreytt og forvitnilegt. Hér er drepið á því áhugaverðasta sem átti sér stað í viðskiptalífinu á síðasta ári. 29. desember 2019 09:30 Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. 26. september 2019 21:33 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þremur mánuðum eftir að hafa ráðist í stærstu einstöku hópuppsögn í bankakerfinu frá því í hruninu blæs Arion banki til heljarinnar veislu. Árshátíð bankans fer fram um helgina og verður öllu til tjaldað; búið er að leigja stærstan hluta Hörpu og verður slegið upp tónleikum um allt hús, sem gestir geta sótt eftir að hafa þegið veitingar við sitjandi borðhald. Tónlistaratriði verða meðal annars í höndum Gus Gus, Emmsé Gauta, Jóa P og Króla, Herra Hnetusmjörs og Bríetar. Þá lék Nýdönsk í bankanum á dögunum, en að sögn Viðskiptablaðsins munu þeir tónleikar hafa verið á vegum eignarstýringar bankans fyrir viðskiptavini. Í samskiptum við blaðið segir upplýsingafulltrúi Arion að umfang árshátíðarinnar sé svipað og síðustu ár. Íburðurinn skýrist af stærð vinnustaðarins, en 800 manns vinna hjá bankanum eftir uppsagnir síðasta árs. Blésu af starfsmannagleði Um 150 starfsmönnum Arion banka var sagt upp störfum í fyrra, þar af 102 í hausttiltekt bankans í lok september. Rekstur bankans hafði ekki staðið undir væntingum, arðsemin ekki nógu góð og var uppsögnunum ætlað að draga úr rekstrarkostnaði Arion. Talið var að uppsagnir haustsins myndu kosta bankann næstum 900 milljónir króna, en að breytingarnar muni að öðru óbreyttu hafa jákvæð áhrif á afkomu bankans sem nema um 1,3 milljörðum króna á ársgrundvelli, að teknu tilliti til skatta. Þessara jákvæðu áhrifa á að gæta á yfirstandandi ársfjórðungi. Starfsmenn bankans voru ekki í miklu partýstuði strax eftir niðurskurðinn. Árlegt Októberfest Arion var blásið af enda lítil stemning fyrir fjöri á þeim tímapunkti. „Maður heyrði strax raddir um að fólk væri ekki í stuði fyrir þetta,“ eins og meðlimur í skemmtinefnd Skjaldar, starfsmannafélagi Arion banka, orðaði það að kvöldi uppsagnadagsins 26. september.
Íslenskir bankar Tónlist Tengdar fréttir Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Viðskiptin 2019: WOW, þrot og takkaskór Viðskiptaárið 2019 var fjölbreytt og forvitnilegt. Hér er drepið á því áhugaverðasta sem átti sér stað í viðskiptalífinu á síðasta ári. 29. desember 2019 09:30 Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. 26. september 2019 21:33 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07
Viðskiptin 2019: WOW, þrot og takkaskór Viðskiptaárið 2019 var fjölbreytt og forvitnilegt. Hér er drepið á því áhugaverðasta sem átti sér stað í viðskiptalífinu á síðasta ári. 29. desember 2019 09:30
Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. 26. september 2019 21:33