Hamrén: Mjög ánægður og gott að vinna fyrsta leikinn árið 2020 Anton Ingi Leifsson skrifar 16. janúar 2020 08:30 Hamrén í viðtalinu í nótt. mynd/skjáskot Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, var nokkuð sáttur með 1-0 sigur Íslands gegn Kanada í nótt. Leikurinn var ekki hluti af alþjóðlegum leikdegi og því fengu margir leikmenn tækifærið í nótt. „Við bjuggumst við því að þetta yrði erfitt því þeir eru gott lið. Þeir eru með marga leikmenn úr sínu aðalliði og þeir hafa verið hérna í tólf daga,“ sagði Erik við heimasíðu KSÍ. „Þeir voru tilbúnari en við. Við höfðum tvær æfingar og á undirbúningstímabili en ég er samt mjög ánægður. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður. Við spiluðum vel, vörðumst vel og sköpuðum færi til að skora fleiri mörk.“ „Í síðari hálfleik lentum við í vandræðum. Við vorum þreyttir í varnarleiknum svo við komum ekki í pressuna eins og við viljum. Við unnum ekki baráttuna og vorum einnig í vandræðum með boltann.“ „Á fyrstu 30 mínútum síðari hálfleiks vorum við að leggja mikið á okkur en ekki að spila eins vel og í fyrri hálfleiknum. Fyrir mig geturu ekki búist við að þetta verði 100% bæði varnar- og sóknarlega þegar þetta er fyrsti leikurinn saman.“ Nokkrar myndir úr vináttuleik Kanada og Íslands, sem fram fór í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Pictures from the Orange County, USA friendly between Canada and Iceland. pic.twitter.com/B8h2SlBPP9— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 16, 2020 „Ég er mjög ánægður og þar gott að vinna fyrsta leikinn árið 2020.“ Ísland mætir svo El Salvador á aðfaranótt mánudags og Erik segir að svipað verði upp á teningnum þar. „Á morgun munu þeir sem spiluðu meira en 60 mínútur fara í endurhæfingu. Aðrir fara á fótboltaæfingu og á föstudaginn höfum við hvíldardag. Enginn fótbolti en aðeins í líkamsræktarsalnum til að hvíla hausinn og lappirnar.“ „Svo æfum við á laugardaginn og spilum á sunnudaginn. Það verður sama staða uppi hjá El Salvador. Þeir vilja vinna leikinn til þess að fá stig á heimslista FIFA. Við höfum fleiri æfingar núna og það verður betra.“ „Við munum einnig prufa aðra leikmenn,“ sagði Svíinn að lokum. CAN vs ISL - Post-match interview with Iceland head coach Erik Hamrén https://t.co/EtK9ndSZ7I via @YouTube— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 16, 2020 EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hólmar Örn tryggði íslenskan sigur er fimm léku sinn fyrsta landsleik Góður sigur hjá íslenska liðinu í Bandaríkjunum í nótt. 16. janúar 2020 07:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, var nokkuð sáttur með 1-0 sigur Íslands gegn Kanada í nótt. Leikurinn var ekki hluti af alþjóðlegum leikdegi og því fengu margir leikmenn tækifærið í nótt. „Við bjuggumst við því að þetta yrði erfitt því þeir eru gott lið. Þeir eru með marga leikmenn úr sínu aðalliði og þeir hafa verið hérna í tólf daga,“ sagði Erik við heimasíðu KSÍ. „Þeir voru tilbúnari en við. Við höfðum tvær æfingar og á undirbúningstímabili en ég er samt mjög ánægður. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður. Við spiluðum vel, vörðumst vel og sköpuðum færi til að skora fleiri mörk.“ „Í síðari hálfleik lentum við í vandræðum. Við vorum þreyttir í varnarleiknum svo við komum ekki í pressuna eins og við viljum. Við unnum ekki baráttuna og vorum einnig í vandræðum með boltann.“ „Á fyrstu 30 mínútum síðari hálfleiks vorum við að leggja mikið á okkur en ekki að spila eins vel og í fyrri hálfleiknum. Fyrir mig geturu ekki búist við að þetta verði 100% bæði varnar- og sóknarlega þegar þetta er fyrsti leikurinn saman.“ Nokkrar myndir úr vináttuleik Kanada og Íslands, sem fram fór í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Pictures from the Orange County, USA friendly between Canada and Iceland. pic.twitter.com/B8h2SlBPP9— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 16, 2020 „Ég er mjög ánægður og þar gott að vinna fyrsta leikinn árið 2020.“ Ísland mætir svo El Salvador á aðfaranótt mánudags og Erik segir að svipað verði upp á teningnum þar. „Á morgun munu þeir sem spiluðu meira en 60 mínútur fara í endurhæfingu. Aðrir fara á fótboltaæfingu og á föstudaginn höfum við hvíldardag. Enginn fótbolti en aðeins í líkamsræktarsalnum til að hvíla hausinn og lappirnar.“ „Svo æfum við á laugardaginn og spilum á sunnudaginn. Það verður sama staða uppi hjá El Salvador. Þeir vilja vinna leikinn til þess að fá stig á heimslista FIFA. Við höfum fleiri æfingar núna og það verður betra.“ „Við munum einnig prufa aðra leikmenn,“ sagði Svíinn að lokum. CAN vs ISL - Post-match interview with Iceland head coach Erik Hamrén https://t.co/EtK9ndSZ7I via @YouTube— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 16, 2020
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hólmar Örn tryggði íslenskan sigur er fimm léku sinn fyrsta landsleik Góður sigur hjá íslenska liðinu í Bandaríkjunum í nótt. 16. janúar 2020 07:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Hólmar Örn tryggði íslenskan sigur er fimm léku sinn fyrsta landsleik Góður sigur hjá íslenska liðinu í Bandaríkjunum í nótt. 16. janúar 2020 07:30