Hamrén: Mjög ánægður og gott að vinna fyrsta leikinn árið 2020 Anton Ingi Leifsson skrifar 16. janúar 2020 08:30 Hamrén í viðtalinu í nótt. mynd/skjáskot Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, var nokkuð sáttur með 1-0 sigur Íslands gegn Kanada í nótt. Leikurinn var ekki hluti af alþjóðlegum leikdegi og því fengu margir leikmenn tækifærið í nótt. „Við bjuggumst við því að þetta yrði erfitt því þeir eru gott lið. Þeir eru með marga leikmenn úr sínu aðalliði og þeir hafa verið hérna í tólf daga,“ sagði Erik við heimasíðu KSÍ. „Þeir voru tilbúnari en við. Við höfðum tvær æfingar og á undirbúningstímabili en ég er samt mjög ánægður. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður. Við spiluðum vel, vörðumst vel og sköpuðum færi til að skora fleiri mörk.“ „Í síðari hálfleik lentum við í vandræðum. Við vorum þreyttir í varnarleiknum svo við komum ekki í pressuna eins og við viljum. Við unnum ekki baráttuna og vorum einnig í vandræðum með boltann.“ „Á fyrstu 30 mínútum síðari hálfleiks vorum við að leggja mikið á okkur en ekki að spila eins vel og í fyrri hálfleiknum. Fyrir mig geturu ekki búist við að þetta verði 100% bæði varnar- og sóknarlega þegar þetta er fyrsti leikurinn saman.“ Nokkrar myndir úr vináttuleik Kanada og Íslands, sem fram fór í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Pictures from the Orange County, USA friendly between Canada and Iceland. pic.twitter.com/B8h2SlBPP9— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 16, 2020 „Ég er mjög ánægður og þar gott að vinna fyrsta leikinn árið 2020.“ Ísland mætir svo El Salvador á aðfaranótt mánudags og Erik segir að svipað verði upp á teningnum þar. „Á morgun munu þeir sem spiluðu meira en 60 mínútur fara í endurhæfingu. Aðrir fara á fótboltaæfingu og á föstudaginn höfum við hvíldardag. Enginn fótbolti en aðeins í líkamsræktarsalnum til að hvíla hausinn og lappirnar.“ „Svo æfum við á laugardaginn og spilum á sunnudaginn. Það verður sama staða uppi hjá El Salvador. Þeir vilja vinna leikinn til þess að fá stig á heimslista FIFA. Við höfum fleiri æfingar núna og það verður betra.“ „Við munum einnig prufa aðra leikmenn,“ sagði Svíinn að lokum. CAN vs ISL - Post-match interview with Iceland head coach Erik Hamrén https://t.co/EtK9ndSZ7I via @YouTube— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 16, 2020 EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hólmar Örn tryggði íslenskan sigur er fimm léku sinn fyrsta landsleik Góður sigur hjá íslenska liðinu í Bandaríkjunum í nótt. 16. janúar 2020 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, var nokkuð sáttur með 1-0 sigur Íslands gegn Kanada í nótt. Leikurinn var ekki hluti af alþjóðlegum leikdegi og því fengu margir leikmenn tækifærið í nótt. „Við bjuggumst við því að þetta yrði erfitt því þeir eru gott lið. Þeir eru með marga leikmenn úr sínu aðalliði og þeir hafa verið hérna í tólf daga,“ sagði Erik við heimasíðu KSÍ. „Þeir voru tilbúnari en við. Við höfðum tvær æfingar og á undirbúningstímabili en ég er samt mjög ánægður. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður. Við spiluðum vel, vörðumst vel og sköpuðum færi til að skora fleiri mörk.“ „Í síðari hálfleik lentum við í vandræðum. Við vorum þreyttir í varnarleiknum svo við komum ekki í pressuna eins og við viljum. Við unnum ekki baráttuna og vorum einnig í vandræðum með boltann.“ „Á fyrstu 30 mínútum síðari hálfleiks vorum við að leggja mikið á okkur en ekki að spila eins vel og í fyrri hálfleiknum. Fyrir mig geturu ekki búist við að þetta verði 100% bæði varnar- og sóknarlega þegar þetta er fyrsti leikurinn saman.“ Nokkrar myndir úr vináttuleik Kanada og Íslands, sem fram fór í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Pictures from the Orange County, USA friendly between Canada and Iceland. pic.twitter.com/B8h2SlBPP9— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 16, 2020 „Ég er mjög ánægður og þar gott að vinna fyrsta leikinn árið 2020.“ Ísland mætir svo El Salvador á aðfaranótt mánudags og Erik segir að svipað verði upp á teningnum þar. „Á morgun munu þeir sem spiluðu meira en 60 mínútur fara í endurhæfingu. Aðrir fara á fótboltaæfingu og á föstudaginn höfum við hvíldardag. Enginn fótbolti en aðeins í líkamsræktarsalnum til að hvíla hausinn og lappirnar.“ „Svo æfum við á laugardaginn og spilum á sunnudaginn. Það verður sama staða uppi hjá El Salvador. Þeir vilja vinna leikinn til þess að fá stig á heimslista FIFA. Við höfum fleiri æfingar núna og það verður betra.“ „Við munum einnig prufa aðra leikmenn,“ sagði Svíinn að lokum. CAN vs ISL - Post-match interview with Iceland head coach Erik Hamrén https://t.co/EtK9ndSZ7I via @YouTube— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 16, 2020
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hólmar Örn tryggði íslenskan sigur er fimm léku sinn fyrsta landsleik Góður sigur hjá íslenska liðinu í Bandaríkjunum í nótt. 16. janúar 2020 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
Hólmar Örn tryggði íslenskan sigur er fimm léku sinn fyrsta landsleik Góður sigur hjá íslenska liðinu í Bandaríkjunum í nótt. 16. janúar 2020 07:30