Engin hjálp frá Íslandi, fáránlegt tal og fíaskó segir danska pressan eftir afhroðið Anton Ingi Leifsson skrifar 16. janúar 2020 06:00 Nikolaj Jabobsen er landsliðsþjálfari Dana. Fyrir framan hann í mynd er hornamaðurinn Hans Lindberg sem á ættir að rekja til Íslands. vísir/getty Dönsku miðlarnir hafa verið duglegir að gagnrýna danska handboltalandsliðið og það hélt áfram í gær eftir síðasta leik liðsins á EM 2020. Danmörk er úr leik á EM en það varð ljóst eftir að Ísland tapaði fyrir Ungverjum. Danirnir unnu þó Rússa í lokaumferðinni til að bjarga andlitinu. Það var þó ekki nóg til þess að gera dönsku miðlana ánægða. „Engin hjálp: Danmörk er dottið út af EM.“ Svona hljóðar fyrirsögn Ekstra Bladet eftir tap Íslands gegn Ungverjalandi þar sem fjallað er um leik strákanna okkar. „Ísland gat ekki hjálpað Danmörku,“ skrifaði miðillinn enn frekar. „Danmörk þurfti hjálp frá Íslandi til þess að komast í milliriðla en þannig fór það ekki.“ Ingen hjælp: Danmark ude af EM!:https://t.co/nDqRSyjvC7— Ekstra Bladet Breaking (@ebbreaking) January 15, 2020 „Það sem Ungverjaland og Ísland eiga sameiginlegt er að þau spila fyrsta leik sinn í milliriðli á föstudaginn. Það gerir Danmörk ekki,“ segir í frétt Jyllands-Posten um gengi Dana. „Það er næstum ekki hægt að trúa þessu en svona er þetta. Riðlakeppnin á EM 2020 er endastöðin fyrir gull-kandídatana í Danmörku.“ „Danmörk lenti í meiðslum og veikindum nokkurra lykilmanna en það færir þetta fíaskó ekki um millimetra.“ Genlæs liveblog: Ungarn slog Island - Danmark ude af EM https://t.co/LnunDfdQTQpic.twitter.com/WaHmvjCbf1— JP Sport (@sportenJP) January 15, 2020 Søren Paaske, spekingur BT, skrifar pistil um gengi Dana þar sem hann fer vel ofan í kjölinn á gengi Dana. Hann er þó viss um að ekki eigi að reka Nikolaj Jakobsen, þjálfara liðsins. „Ég vil meina að allt tal um að reka einhvern - og það hef ég séð á nokkrum stöðum á samfélagsmiðlum í kvöld - er algjörlega fáránlegt.“ „Maðurinn er einn besti þjálfari heims og stýrði Dönum til sigurs á HM fyrir ári síðan. Auðvitað er staða hans ekki til umræðu,“ en afar ítarlegan pistil hans um mótið lesa hér. Allar umsagnir í einkunnargjöf BT eftir leikinn enduðu á sömu setningunni. „En það skiptir því miður engu máli núna.“ Vísaði blaðið í það að danska liðið er úr leik og þeir væru á leið heim frá Malmö eftir vonbrigðin. Jyllands-posten er ekki eini miðillinn sem segir að Evrópumótið sé fíaskó. Sérfræðingurinn hjá TV 2 Sport, Claus Møller Jakobsen, er sammála því og segir að það sé ekkert annað í stöðunni en að kalla þetta fíaskó. „Það er enginn vafi á því að þetta er fíaskó. Danmörk hefur í tveimur leikjum ekki sýnt þau gæði sem þeir eiga að vera spila á.“ Karakterer fra dansk EM-farce: Det bør du tænke over, Nikolaj!https://t.co/yOJ4Zy5ja3pic.twitter.com/t6lAqs174G— B.T. Sport (@BTSporten) January 15, 2020 EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjum í kvöld: Alexander bestur í íslenska liðinu en mikið af tvistum Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sex mörkum á móti Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum en fyrsta tapið í mótinu þýðir að strákarnir fara stigalausir inn í milliriðilinn. 15. janúar 2020 19:47 Twitter eftir tapið: „Ísland er að spila eins og Barcelona á Anfield“ Ísland fer án stiga í milliriðil á EM í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Ungverjum í kvöld, 24-16. 15. janúar 2020 18:48 Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Hræðilegur sóknarleikur í seinni hálfleiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði illa fyrir Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Ungverjar unnu leikinn að lokum með sex marka mun, 24-18. 15. janúar 2020 19:12 Uppgjör Henrys: Enn og aftur stóð ungverska gúllassúpan í strákunum okkar Að tapa mikilvægum handboltaleikjum gegn Ungverjum er orðið þreytt. Alveg svakalega þreytt. Eiginlega þreyttara en **** Svíagrýlan var á sínum tíma. 15. janúar 2020 20:15 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Dönsku miðlarnir hafa verið duglegir að gagnrýna danska handboltalandsliðið og það hélt áfram í gær eftir síðasta leik liðsins á EM 2020. Danmörk er úr leik á EM en það varð ljóst eftir að Ísland tapaði fyrir Ungverjum. Danirnir unnu þó Rússa í lokaumferðinni til að bjarga andlitinu. Það var þó ekki nóg til þess að gera dönsku miðlana ánægða. „Engin hjálp: Danmörk er dottið út af EM.“ Svona hljóðar fyrirsögn Ekstra Bladet eftir tap Íslands gegn Ungverjalandi þar sem fjallað er um leik strákanna okkar. „Ísland gat ekki hjálpað Danmörku,“ skrifaði miðillinn enn frekar. „Danmörk þurfti hjálp frá Íslandi til þess að komast í milliriðla en þannig fór það ekki.“ Ingen hjælp: Danmark ude af EM!:https://t.co/nDqRSyjvC7— Ekstra Bladet Breaking (@ebbreaking) January 15, 2020 „Það sem Ungverjaland og Ísland eiga sameiginlegt er að þau spila fyrsta leik sinn í milliriðli á föstudaginn. Það gerir Danmörk ekki,“ segir í frétt Jyllands-Posten um gengi Dana. „Það er næstum ekki hægt að trúa þessu en svona er þetta. Riðlakeppnin á EM 2020 er endastöðin fyrir gull-kandídatana í Danmörku.“ „Danmörk lenti í meiðslum og veikindum nokkurra lykilmanna en það færir þetta fíaskó ekki um millimetra.“ Genlæs liveblog: Ungarn slog Island - Danmark ude af EM https://t.co/LnunDfdQTQpic.twitter.com/WaHmvjCbf1— JP Sport (@sportenJP) January 15, 2020 Søren Paaske, spekingur BT, skrifar pistil um gengi Dana þar sem hann fer vel ofan í kjölinn á gengi Dana. Hann er þó viss um að ekki eigi að reka Nikolaj Jakobsen, þjálfara liðsins. „Ég vil meina að allt tal um að reka einhvern - og það hef ég séð á nokkrum stöðum á samfélagsmiðlum í kvöld - er algjörlega fáránlegt.“ „Maðurinn er einn besti þjálfari heims og stýrði Dönum til sigurs á HM fyrir ári síðan. Auðvitað er staða hans ekki til umræðu,“ en afar ítarlegan pistil hans um mótið lesa hér. Allar umsagnir í einkunnargjöf BT eftir leikinn enduðu á sömu setningunni. „En það skiptir því miður engu máli núna.“ Vísaði blaðið í það að danska liðið er úr leik og þeir væru á leið heim frá Malmö eftir vonbrigðin. Jyllands-posten er ekki eini miðillinn sem segir að Evrópumótið sé fíaskó. Sérfræðingurinn hjá TV 2 Sport, Claus Møller Jakobsen, er sammála því og segir að það sé ekkert annað í stöðunni en að kalla þetta fíaskó. „Það er enginn vafi á því að þetta er fíaskó. Danmörk hefur í tveimur leikjum ekki sýnt þau gæði sem þeir eiga að vera spila á.“ Karakterer fra dansk EM-farce: Det bør du tænke over, Nikolaj!https://t.co/yOJ4Zy5ja3pic.twitter.com/t6lAqs174G— B.T. Sport (@BTSporten) January 15, 2020
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjum í kvöld: Alexander bestur í íslenska liðinu en mikið af tvistum Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sex mörkum á móti Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum en fyrsta tapið í mótinu þýðir að strákarnir fara stigalausir inn í milliriðilinn. 15. janúar 2020 19:47 Twitter eftir tapið: „Ísland er að spila eins og Barcelona á Anfield“ Ísland fer án stiga í milliriðil á EM í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Ungverjum í kvöld, 24-16. 15. janúar 2020 18:48 Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Hræðilegur sóknarleikur í seinni hálfleiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði illa fyrir Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Ungverjar unnu leikinn að lokum með sex marka mun, 24-18. 15. janúar 2020 19:12 Uppgjör Henrys: Enn og aftur stóð ungverska gúllassúpan í strákunum okkar Að tapa mikilvægum handboltaleikjum gegn Ungverjum er orðið þreytt. Alveg svakalega þreytt. Eiginlega þreyttara en **** Svíagrýlan var á sínum tíma. 15. janúar 2020 20:15 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjum í kvöld: Alexander bestur í íslenska liðinu en mikið af tvistum Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sex mörkum á móti Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum en fyrsta tapið í mótinu þýðir að strákarnir fara stigalausir inn í milliriðilinn. 15. janúar 2020 19:47
Twitter eftir tapið: „Ísland er að spila eins og Barcelona á Anfield“ Ísland fer án stiga í milliriðil á EM í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Ungverjum í kvöld, 24-16. 15. janúar 2020 18:48
Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Hræðilegur sóknarleikur í seinni hálfleiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði illa fyrir Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Ungverjar unnu leikinn að lokum með sex marka mun, 24-18. 15. janúar 2020 19:12
Uppgjör Henrys: Enn og aftur stóð ungverska gúllassúpan í strákunum okkar Að tapa mikilvægum handboltaleikjum gegn Ungverjum er orðið þreytt. Alveg svakalega þreytt. Eiginlega þreyttara en **** Svíagrýlan var á sínum tíma. 15. janúar 2020 20:15