Sveitin Kaleo hefur sent frá sér tvö ný lög sem voru birt á YouTube síðu sveitarinnar rétt í þessu.
Um er að ræða lögin Break My Baby og I Want More. Kaleo gaf síðast út plötu árið 2016 og má gera ráð fyrir því að önnur plata sé rétt handan við hornið.
Hér að neðan má hlusta á bæði lögin sem Mosfellingarnir gáfu frá sér fyrr í dag.
Hér að neðan má hlusta á lagið I Want More