Formaðurinn ósáttur með dönsku stuðningsmennina: Haga sér eins og þeir sitji við kaffiborðið Anton Ingi Leifsson skrifar 15. janúar 2020 11:30 Þessir dönsku stuðningsmenn virðast hressir. Spurning er hvernig frammistaða þeirra var í leiknum gegn Ungverjalandi. vísir/epa Frammistaða dönsku stuðningsmannanna í leiknum gegn Ungverjalandi var gagnrýnd eftir leikinn af dönskum handboltasérfræðingi og nú tekur formaður stuðningsmannafélagsins undir. Daniel Svensson, einn sérfræðinga TV 2 SPORT á mótinu, gagnrýndi þá sjö þúsund dönsku stuðningsmenn sem voru mættir á leikinn gegn Ungverjum. Hann segir að það hafi ekki verið nægilega mikil stemning á pöllunum og einungis síðustu tvær mínúturnar hafi stuðningsmennirnir sett pressu á andstæðingana. 'Op af sædet og fuld skrue' - fanformand med klar appel til danske tilskuere Indsatsen fra de danske tilskuere til EM-kampen mod Ungarn er blevet kritiseret af ekspert. Danske fanformænd er enige. https://t.co/4rkrybUn51— SportenDK (@SportenDK) January 15, 2020 Formaður stuðningsmannafélags Dana, Fans to Figther, Sally O. Jacobsen tók undir orð Svensson. „Þetta var ekki nægilega gott. Við óskum eftir því að leikmennirnir leggi sig 100% fram en hvað leggjum við sjálf á okkur? Þegar þeir detta niður eigum við að standa upp,“ sagði Sally og hélt áfram. „Annars skiptir þetta engu máli. Þá getum við alveg eins setið bara heima fyrir framan sjónvarpið. Margir danskir stuðningsmenn haga sér eins og þeir sitja við kaffiborðið og séu hræddir um að missa bollann.“ Annette Hansen, formaður HHF stuðningsmannasveitarinnar, er sammála Sally og hrósar íslensku stuðningsmönnunum. „Þeir lögðu sig alla fram, annað en við dönsku stuðningsmennirnir,“ sagði hún. Það verður allt undir hjá Dönum í kvöld en vel verður fylgst með leikjunum í E-riðlinum á Vísi í dag. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Dönsku blaðamennirnir pirruðu Guðjón Val: Þið haldið að allt snúist um ykkur Danir þurfa að treysta á Íslendinga í lokaumferðinni á morgun til þess að komast áfram í milliriðla á Evrópumótinu í handbolta. Dönsku blaðamennirnir hópuðust í kringum fyrirliða íslenska landsliðsins, Guðjón Val Sigurðsson, á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 14. janúar 2020 15:00 Dönsku miðlarnir skrifuðu um frelsarann sem lét ekki sjá sig og litla bróður sem þurfi að hjálpa Danskir miðlar eru í sárum eftir hörmulega byrjun heims- og Ólympíumeistaranna á Evrópumótinu í handbolta. 14. janúar 2020 08:00 Dönsku fjölmiðlarnir sóttu fast að Guðmundi Kaldhæðni örlaganna hefur hagað því þannig að framhaldslíf Dana á EM hangir á því að Guðmundi Guðmundssyni og strákunum okkar takist að leggja Ungverja. 14. janúar 2020 13:00 Klæddu Litlu hafmeyjuna í íslenska búninginn Litla hafmeyjan fékk nýtt yfirbragð í kvöld. 14. janúar 2020 21:36 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Frammistaða dönsku stuðningsmannanna í leiknum gegn Ungverjalandi var gagnrýnd eftir leikinn af dönskum handboltasérfræðingi og nú tekur formaður stuðningsmannafélagsins undir. Daniel Svensson, einn sérfræðinga TV 2 SPORT á mótinu, gagnrýndi þá sjö þúsund dönsku stuðningsmenn sem voru mættir á leikinn gegn Ungverjum. Hann segir að það hafi ekki verið nægilega mikil stemning á pöllunum og einungis síðustu tvær mínúturnar hafi stuðningsmennirnir sett pressu á andstæðingana. 'Op af sædet og fuld skrue' - fanformand med klar appel til danske tilskuere Indsatsen fra de danske tilskuere til EM-kampen mod Ungarn er blevet kritiseret af ekspert. Danske fanformænd er enige. https://t.co/4rkrybUn51— SportenDK (@SportenDK) January 15, 2020 Formaður stuðningsmannafélags Dana, Fans to Figther, Sally O. Jacobsen tók undir orð Svensson. „Þetta var ekki nægilega gott. Við óskum eftir því að leikmennirnir leggi sig 100% fram en hvað leggjum við sjálf á okkur? Þegar þeir detta niður eigum við að standa upp,“ sagði Sally og hélt áfram. „Annars skiptir þetta engu máli. Þá getum við alveg eins setið bara heima fyrir framan sjónvarpið. Margir danskir stuðningsmenn haga sér eins og þeir sitja við kaffiborðið og séu hræddir um að missa bollann.“ Annette Hansen, formaður HHF stuðningsmannasveitarinnar, er sammála Sally og hrósar íslensku stuðningsmönnunum. „Þeir lögðu sig alla fram, annað en við dönsku stuðningsmennirnir,“ sagði hún. Það verður allt undir hjá Dönum í kvöld en vel verður fylgst með leikjunum í E-riðlinum á Vísi í dag.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Dönsku blaðamennirnir pirruðu Guðjón Val: Þið haldið að allt snúist um ykkur Danir þurfa að treysta á Íslendinga í lokaumferðinni á morgun til þess að komast áfram í milliriðla á Evrópumótinu í handbolta. Dönsku blaðamennirnir hópuðust í kringum fyrirliða íslenska landsliðsins, Guðjón Val Sigurðsson, á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 14. janúar 2020 15:00 Dönsku miðlarnir skrifuðu um frelsarann sem lét ekki sjá sig og litla bróður sem þurfi að hjálpa Danskir miðlar eru í sárum eftir hörmulega byrjun heims- og Ólympíumeistaranna á Evrópumótinu í handbolta. 14. janúar 2020 08:00 Dönsku fjölmiðlarnir sóttu fast að Guðmundi Kaldhæðni örlaganna hefur hagað því þannig að framhaldslíf Dana á EM hangir á því að Guðmundi Guðmundssyni og strákunum okkar takist að leggja Ungverja. 14. janúar 2020 13:00 Klæddu Litlu hafmeyjuna í íslenska búninginn Litla hafmeyjan fékk nýtt yfirbragð í kvöld. 14. janúar 2020 21:36 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Dönsku blaðamennirnir pirruðu Guðjón Val: Þið haldið að allt snúist um ykkur Danir þurfa að treysta á Íslendinga í lokaumferðinni á morgun til þess að komast áfram í milliriðla á Evrópumótinu í handbolta. Dönsku blaðamennirnir hópuðust í kringum fyrirliða íslenska landsliðsins, Guðjón Val Sigurðsson, á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 14. janúar 2020 15:00
Dönsku miðlarnir skrifuðu um frelsarann sem lét ekki sjá sig og litla bróður sem þurfi að hjálpa Danskir miðlar eru í sárum eftir hörmulega byrjun heims- og Ólympíumeistaranna á Evrópumótinu í handbolta. 14. janúar 2020 08:00
Dönsku fjölmiðlarnir sóttu fast að Guðmundi Kaldhæðni örlaganna hefur hagað því þannig að framhaldslíf Dana á EM hangir á því að Guðmundi Guðmundssyni og strákunum okkar takist að leggja Ungverja. 14. janúar 2020 13:00
Klæddu Litlu hafmeyjuna í íslenska búninginn Litla hafmeyjan fékk nýtt yfirbragð í kvöld. 14. janúar 2020 21:36