Eftirminnilegustu leikirnir við Ungverja á stórmótum: Þrjú mörk á sig í fyrri hálfleik, draumabyrjun á heimavelli og Voldemortinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2020 08:30 Ísland og Ungverjaland mætast í sextánda sinn á stórmóti í dag. Ísland mætir Ungverjalandi í þriðja og síðasta leik sínum í E-riðli Evrópumótsins í handbolta 2020 í Malmö í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Ísland er með fjögur stig á toppi riðilsins og er öruggt með sæti í milliriðli II. Íslendingar þurfa þó að vinna Ungverja til að taka tvö stig með sér. Í tilefni af leiknum gegn Ungverjalandi í dag hefur Vísir rifjað upp fjóra eftirminnilegustu leiki Íslendinga og Ungverja á stórmótum í gegnum tíðina.Ísland 22-16 Ungverjaland, ÓL 1992Guðmundur Hrafnkelsson varði vel gegn Ungverjum á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992.vísir/afpÍslenska vörnin skellti í lás í fyrri hálfleiknum gegn Ungverjalandi í þriðja leik sínum í A-riðli á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Ísland spilaði frábæran varnarleik í fyrri hálfleik og Ungverjaland skoraði aðeins þrjú mörk. Íslendingar buðu reyndar sjálfir ekki upp á neina flugeldasýningu í sókninni og skoruðu bara átta mörk. Leikurinn opnaðist aðeins í seinni hálfleik og Íslendingar juku muninn, náðu mest níu marka forskoti og unnu á endanum sex marka sigur, 22-16. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Ungverjalandi á stórmóti. Guðmundur Hrafnkelsson átti stórleik í íslenska markinu og varði 20 skot, eða rúmlega helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Ísland endaði í 2. sæti A-riðils með sjö stig af tíu mögulegum. Íslendingar enduðu að lokum í 4. sæti sem var besti árangur þeirra á Ólympíuleikum.Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 6/4, Héðinn Gilsson 4, Geir Sveinsson 4, Sigurður Bjarnason 3, Birgir Sigurðsson 2, Einar Gunnar Sigurðsson 2, Jakob Sigurðsson 1.Ísland 23-20 Ungverjaland, HM 1995Júlíus Jónasson skoraði fimm mörk gegn Ungverjum á HM 1995. Á þessari mynd, sem birtist í DV, hefur hann sig til flugs og lætur vaða á ungverska markið.skjáskot af timarit.isÍslendingar héldu HM 1995 og ætluðu sér stóra hluti á heimavelli. Og byrjunin lofaði góðu. Ísland vann örugga sigra á Bandaríkjunum í Túnis í fyrstu tveimur leikjum sínum á HM og mætti svo Ungverjalandi í þeim þriðja. Ungverjar skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins en það var í eina skiptið sem þeir voru með forystuna. Íslendingar unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 11-9. Ísland var áfram með frumkvæðið í seinni hálfleik en Ungverjaland minnkaði muninn í 21-20 þegar lítið var eftir. Þá tók Valdimar Grímsson til sinna ráða og kláraði leikinn. Hann var markahæstur Íslendinga með níu mörk. Ísland vann á endanum þriggja marka sigur, 23-20, en þetta var í fyrsta sinn sem Ísland vann fyrstu þrjá leiki sína á HM. Svo fór allt í steik, Ísland tapaði fjórum síðustu leikjum sínum á HM og endaði í 14. sæti sem þóttu mikil vonbrigði. Eftir HM 1995 hætti Þorbergur Aðalsteinsson sem landsliðsþjálfari og við starfi hans tók Þorbjörn Jensson.Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 9/5, Júlíus Jónasson 5, Geir Sveinsson 4, Sigurður Sveinsson 3, Dagur Sigurðsson 1, Jón Kristjánsson 1.Ísland 32-26 Ungverjaland, HM 2011Ísland byrjaði HM 2011 á því að vinna sex marka sigur á Ungverjalandi.vísir/epaÍsland hefur aldrei farið jafn vel af stað á stórmóti og á HM 2011. Ísland vann alla fimm leiki sína í B-riðli með samtals 38 mörkum og leit hrikalega vel út. Í fyrsta leiknum á HM 2011 sigraði Ísland Ungverjaland með sex marka mun, 32-26. Staðan í hálfleik var 14-11, Íslendingum í vil. Aron Pálmarsson fór mikinn í seinni hálfleik og skoraði þá sjö af átta mörkum sínum. Alexander Petersson skoraði fimm mörk og var stórgóður í vörninni. „Vörnin var frábær hjá okkur í þessum leik og ég var sáttur við hana eiginlega allan tímann,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson við Fréttablaðið eftir leikinn. Eftir frábæra byrjun á mótinu fór loftið úr íslensku blöðrunni og Íslendingar töpuðu síðustu fjórum leikjum sínum á mótinu. Niðurstaðan var samt 6. sæti sem er næstbesti árangur Íslands á HM.Mörk Íslands: Aron Pálmarsson 8, Alexander Petersson 5, Guðjón Valur Sigurðsson 4, Arnór Atlason 4, Ólafur Stefánsson 4/1, Róbert Gunnarsson 3, Ingimundur Ingimundarson 2, Þórir Ólafsson 1, Snorri Steinn Guðjónsson 1/1.Ísland 33-34 Ungverjaland, ÓL 2012Róbert Gunnarsson í baráttu við ungverska varnarmenn í leiknum hræðilega á Ólympíuleikunum í London fyrir átta árum.vísir/epaLeikurinn sem má ekki tala um. Voldemortinn í sögu íslenska handboltalandsliðsins. Það er of sárt að rifja hann upp. Pass.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 8, Aron Pálmarsson 6, Róbert Gunnarsson 5, Arnór Atlason 4, Ólafur Stefánsson 3. EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Ísland mætir Ungverjalandi í þriðja og síðasta leik sínum í E-riðli Evrópumótsins í handbolta 2020 í Malmö í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Ísland er með fjögur stig á toppi riðilsins og er öruggt með sæti í milliriðli II. Íslendingar þurfa þó að vinna Ungverja til að taka tvö stig með sér. Í tilefni af leiknum gegn Ungverjalandi í dag hefur Vísir rifjað upp fjóra eftirminnilegustu leiki Íslendinga og Ungverja á stórmótum í gegnum tíðina.Ísland 22-16 Ungverjaland, ÓL 1992Guðmundur Hrafnkelsson varði vel gegn Ungverjum á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992.vísir/afpÍslenska vörnin skellti í lás í fyrri hálfleiknum gegn Ungverjalandi í þriðja leik sínum í A-riðli á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Ísland spilaði frábæran varnarleik í fyrri hálfleik og Ungverjaland skoraði aðeins þrjú mörk. Íslendingar buðu reyndar sjálfir ekki upp á neina flugeldasýningu í sókninni og skoruðu bara átta mörk. Leikurinn opnaðist aðeins í seinni hálfleik og Íslendingar juku muninn, náðu mest níu marka forskoti og unnu á endanum sex marka sigur, 22-16. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Ungverjalandi á stórmóti. Guðmundur Hrafnkelsson átti stórleik í íslenska markinu og varði 20 skot, eða rúmlega helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Ísland endaði í 2. sæti A-riðils með sjö stig af tíu mögulegum. Íslendingar enduðu að lokum í 4. sæti sem var besti árangur þeirra á Ólympíuleikum.Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 6/4, Héðinn Gilsson 4, Geir Sveinsson 4, Sigurður Bjarnason 3, Birgir Sigurðsson 2, Einar Gunnar Sigurðsson 2, Jakob Sigurðsson 1.Ísland 23-20 Ungverjaland, HM 1995Júlíus Jónasson skoraði fimm mörk gegn Ungverjum á HM 1995. Á þessari mynd, sem birtist í DV, hefur hann sig til flugs og lætur vaða á ungverska markið.skjáskot af timarit.isÍslendingar héldu HM 1995 og ætluðu sér stóra hluti á heimavelli. Og byrjunin lofaði góðu. Ísland vann örugga sigra á Bandaríkjunum í Túnis í fyrstu tveimur leikjum sínum á HM og mætti svo Ungverjalandi í þeim þriðja. Ungverjar skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins en það var í eina skiptið sem þeir voru með forystuna. Íslendingar unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 11-9. Ísland var áfram með frumkvæðið í seinni hálfleik en Ungverjaland minnkaði muninn í 21-20 þegar lítið var eftir. Þá tók Valdimar Grímsson til sinna ráða og kláraði leikinn. Hann var markahæstur Íslendinga með níu mörk. Ísland vann á endanum þriggja marka sigur, 23-20, en þetta var í fyrsta sinn sem Ísland vann fyrstu þrjá leiki sína á HM. Svo fór allt í steik, Ísland tapaði fjórum síðustu leikjum sínum á HM og endaði í 14. sæti sem þóttu mikil vonbrigði. Eftir HM 1995 hætti Þorbergur Aðalsteinsson sem landsliðsþjálfari og við starfi hans tók Þorbjörn Jensson.Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 9/5, Júlíus Jónasson 5, Geir Sveinsson 4, Sigurður Sveinsson 3, Dagur Sigurðsson 1, Jón Kristjánsson 1.Ísland 32-26 Ungverjaland, HM 2011Ísland byrjaði HM 2011 á því að vinna sex marka sigur á Ungverjalandi.vísir/epaÍsland hefur aldrei farið jafn vel af stað á stórmóti og á HM 2011. Ísland vann alla fimm leiki sína í B-riðli með samtals 38 mörkum og leit hrikalega vel út. Í fyrsta leiknum á HM 2011 sigraði Ísland Ungverjaland með sex marka mun, 32-26. Staðan í hálfleik var 14-11, Íslendingum í vil. Aron Pálmarsson fór mikinn í seinni hálfleik og skoraði þá sjö af átta mörkum sínum. Alexander Petersson skoraði fimm mörk og var stórgóður í vörninni. „Vörnin var frábær hjá okkur í þessum leik og ég var sáttur við hana eiginlega allan tímann,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson við Fréttablaðið eftir leikinn. Eftir frábæra byrjun á mótinu fór loftið úr íslensku blöðrunni og Íslendingar töpuðu síðustu fjórum leikjum sínum á mótinu. Niðurstaðan var samt 6. sæti sem er næstbesti árangur Íslands á HM.Mörk Íslands: Aron Pálmarsson 8, Alexander Petersson 5, Guðjón Valur Sigurðsson 4, Arnór Atlason 4, Ólafur Stefánsson 4/1, Róbert Gunnarsson 3, Ingimundur Ingimundarson 2, Þórir Ólafsson 1, Snorri Steinn Guðjónsson 1/1.Ísland 33-34 Ungverjaland, ÓL 2012Róbert Gunnarsson í baráttu við ungverska varnarmenn í leiknum hræðilega á Ólympíuleikunum í London fyrir átta árum.vísir/epaLeikurinn sem má ekki tala um. Voldemortinn í sögu íslenska handboltalandsliðsins. Það er of sárt að rifja hann upp. Pass.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 8, Aron Pálmarsson 6, Róbert Gunnarsson 5, Arnór Atlason 4, Ólafur Stefánsson 3.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn