Jón Gerald þarf að greiða þrotabúinu tæpar tólf milljónir Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2020 23:07 Frá Landsrétti. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu héraðsdóms Reykjaness að rifta skuli þremur greiðslum sem lágvöruverslunin Kostur greiddi Nordica Inc. eftir kröfu um gjaldþrotaskipti. Upphæðin nemur tæplega 12 milljónum króna. Krafa um gjaldþrotaskipti barst héraðsdómi Reykjaness þann 20. desember árið 2017 en fyrsta greiðsla var innt af hendi þann 10. janúar árið 2018 og þær seinni þann tveimur dögum síðar. Jón Gerald Sullenberger, aðaleigandi Kosts, var jafnframt eigandi Nordica Inc. ásamt eiginkonu sinni.Sjá einnig: Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Við skýrslutöku hjá skiptastjóra voru greiðslurnar bornar undir Jón Gerald. Sagði hann þær vera vegna gámasendinga þar sem Kostur hefði keypt vörur í gegnum Nordica Inc. og þær hafi síðan verið fluttar til Íslands. Í niðurstöðu héraðsdóms sagði að þegar litið væri til gagna málsins hafi verið ljóst að félagið hafi verið ógjaldfært þegar umræddar greiðslur voru inntar af hendi og Jóni Gerald og Nordica hafi mátt vera það ljóst. Þá segir í héraðsdómi að óvissa um rekstrarhæfi félagsins hafi komið fram í ársreikningum árið 2016. Staðan gæti haft þær afleiðingar í för með sér að félagið gæti ekki selt eignir sínar og greitt skuldir við eðlileg rekstrarskilyrði. Ári síðar kom í ljós að félagið gat ekki greitt aðflutningsgjöld. Félagið hafi gengist undir greiðsluáætlun um mánaðarlegar afborganir hjá tollstjóra vegna þess. Lýstum kröfum í búið nam 253,3 milljónum króna og forgangskröfur 21,4 milljónir. Félagið hafi átt óverulegar eignir þegar greiðslurnar voru inntar af hendi og skertu því greiðslurnar greiðslugetu félagsins verulega. Þegar litið væri til stöðu félagsins og getu til þess að greiða forgangskröfur gætu greiðslurnar ekki talist venjulegar. Þá var ekki talið að Jón Gerald og Nordica Inc. hefðu sýnt fram á það að þau hafi ekki vitað eða mátt vita að krafa um gjaldþrotaskipti væri komin fram. Var þeim gert að greiða þrotabúinu 11.715.503 krónur sem höfðu verið greiddar til Nordica Inc. sem og málskostnað. Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45 Kostur tekinn til gjaldþrotaskipta Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku. 22. febrúar 2018 11:00 Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Greiðslurnar voru inntar af hendi í seinni hluta desember og fyrri hluta janúar, eftir að rekstri Kosts var hætt, en matvöruverslunin var tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar. 27. júní 2018 06:00 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu héraðsdóms Reykjaness að rifta skuli þremur greiðslum sem lágvöruverslunin Kostur greiddi Nordica Inc. eftir kröfu um gjaldþrotaskipti. Upphæðin nemur tæplega 12 milljónum króna. Krafa um gjaldþrotaskipti barst héraðsdómi Reykjaness þann 20. desember árið 2017 en fyrsta greiðsla var innt af hendi þann 10. janúar árið 2018 og þær seinni þann tveimur dögum síðar. Jón Gerald Sullenberger, aðaleigandi Kosts, var jafnframt eigandi Nordica Inc. ásamt eiginkonu sinni.Sjá einnig: Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Við skýrslutöku hjá skiptastjóra voru greiðslurnar bornar undir Jón Gerald. Sagði hann þær vera vegna gámasendinga þar sem Kostur hefði keypt vörur í gegnum Nordica Inc. og þær hafi síðan verið fluttar til Íslands. Í niðurstöðu héraðsdóms sagði að þegar litið væri til gagna málsins hafi verið ljóst að félagið hafi verið ógjaldfært þegar umræddar greiðslur voru inntar af hendi og Jóni Gerald og Nordica hafi mátt vera það ljóst. Þá segir í héraðsdómi að óvissa um rekstrarhæfi félagsins hafi komið fram í ársreikningum árið 2016. Staðan gæti haft þær afleiðingar í för með sér að félagið gæti ekki selt eignir sínar og greitt skuldir við eðlileg rekstrarskilyrði. Ári síðar kom í ljós að félagið gat ekki greitt aðflutningsgjöld. Félagið hafi gengist undir greiðsluáætlun um mánaðarlegar afborganir hjá tollstjóra vegna þess. Lýstum kröfum í búið nam 253,3 milljónum króna og forgangskröfur 21,4 milljónir. Félagið hafi átt óverulegar eignir þegar greiðslurnar voru inntar af hendi og skertu því greiðslurnar greiðslugetu félagsins verulega. Þegar litið væri til stöðu félagsins og getu til þess að greiða forgangskröfur gætu greiðslurnar ekki talist venjulegar. Þá var ekki talið að Jón Gerald og Nordica Inc. hefðu sýnt fram á það að þau hafi ekki vitað eða mátt vita að krafa um gjaldþrotaskipti væri komin fram. Var þeim gert að greiða þrotabúinu 11.715.503 krónur sem höfðu verið greiddar til Nordica Inc. sem og málskostnað.
Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45 Kostur tekinn til gjaldþrotaskipta Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku. 22. febrúar 2018 11:00 Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Greiðslurnar voru inntar af hendi í seinni hluta desember og fyrri hluta janúar, eftir að rekstri Kosts var hætt, en matvöruverslunin var tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar. 27. júní 2018 06:00 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
„Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45
Kostur tekinn til gjaldþrotaskipta Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku. 22. febrúar 2018 11:00
Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Greiðslurnar voru inntar af hendi í seinni hluta desember og fyrri hluta janúar, eftir að rekstri Kosts var hætt, en matvöruverslunin var tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar. 27. júní 2018 06:00