Bergrún Íris, Jón Viðar og Sölvi Björn hljóta bókmenntaverðlaunin Jakob Bjarnar skrifar 28. janúar 2020 20:30 Óhætt er að segja að Íslensku bókmenntaverðlaunin séu þau æðstu sinnar tegundar á Íslandi. Þau nema einni milljón króna fyrir hvert verk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. visir/vilhelm Jón Viðar Jónsson, Bergrún Íris Sævarsdóttir og Sölvi Björn Sigurðsson hrepptu Íslensku bókmenntaverðlaunin sem voru afhent nú rétt í þessu að Bessastöðum. Forseti Íslands afhenti verðlaunin. Jón Viðar hlaut þau í flokki fræðirita og bóka almenns efnis fyrir Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925 – 1965. Útgefandi er Skrudda. Bergrún Íris hlaut verðlaun sín í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bókina Langelstur að eilífu. Útgefandi er Bókabeitan. Og í flokki fagurbókmennta féllu verðlaunin í skaut Sölva Björns fyrir Seltu - Apókrýfa úr ævi landlæknis. Útgefandi eru Sögur Útgáfa. Óhætt er að segja að Íslensku bókmenntaverðlaunin séu þau æðstu sinnar tegundar á Íslandi. Þau nema einni milljón króna fyrir hvert verk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Auk þess er verðlaunahöfum afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir, hannaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans. Opnar vonandi fleiri dyr Vísir náði tali af Sölva Birni af þessu tilefni og innti hann eftir því hvaða merkingu þessi verðlaun hafi í hans huga – eða fyrir hann eins og sagt er? „Nú hef ég ekki reynslu af því að hafa fengið þau áður og átta mig ekki alveg á því hvað þetta ber í skauti sér. En vonandi verður þetta gæfuspor á rithöfundaferlinum og opnar vonandi einhverjar dyr fleiri.“ Sölvi Björn. Hann fagnar verðlaunum, vitaskuld, og vonar að þau verði gæfuspor á rithöfundaferlinum.visir/vilhelm Sölvi Björn segir að allir íslenskir skáldsagnahöfundar geri sér ekki einhverjar vonir um að hlotnast þessi verðlaun á einhverju tímapunkti þegar lagt er upp með metnað að leiðarljósi. Sölvi Björn hefur lengi verið í hópi viðurkenndustu rithöfunda landsins. Selta – Apókrýfa úr ævi landlæknis hefur hlotið afar góða dóma og góðar viðtökur. Þrátt fyrir að hún sé ef til vill ekki sérlega aðgengileg, eða hvað? „Ég veit það ekki. Hún er mér aðgengileg en það er auðvitað ekkert að marka mig. Sumir segja að það sé kannski ekki til bóta að lesa hana mjög hratt. Menn þurfi að gefa sér tíma.“ Og svona hefst bókin ef frá er talinn inngangur. Lesendur Vísis geta mátað sig við þennan texta:Það er áliðin nótt og ég heyri kallað neðan úr fjöru: Komdu og náðu í mig. Hann liggur á kaldri voð með þang yfir andliti og óskar sér ekki að deyja. Í hendi hans er undin fjöl sem hefur velkst með honum yfir haf og undir honum völurnar sem hafa fært hann varlega upp á land. Það merkilegasta við þennan fund er þó að sjá að drengurinn brosir. Í andliti hans lýsir af útlendu hafi upp í árdegi og ég lít bæði í augum hans og á himni dögunarstjörnurnar frá því að ég var ungur. Selta var lengi á leiðinni Og það er líklega betra þegar eldra málsniði er blandað við hversdagsmál samtímans. Sögusvið bókar er miðbik nítjándu aldar og segir af lækni og hans samferðarmönnum á Íslandi við hrjóstugar aðstæður. Sölvi Björn segir kveikjuna koma úr ýmsum áttum. „Ég var að grúska í gömlum fúnum textum og las mikið af ferðabókum frá þessum tíma bæði eftir Íslendinga og útlendinga. Já, einhver hugmynd að einskonar ferðasögu frá þessum tíma kviknaði, ég fór að safna allskonar orðum og svo fæddist söguþráðurinn á nokkurra ára tímabili þangað til ég vatt mér í að hefja vinnslu bókarinnar fyrir alvöru fyrir tveimur til þremur árum.“ Þannig tók það tíma að koma bókinni í endanlegt form. „Hún lá í einhverjum henglum í tölvu í tvö til þrjú ár áður en ég hóf að vinna í henni.“ Sölvi Björn segist hafa ýmislegt á prjónunum. „Ég er á sama stað með næstu bók og ég var með þessa fyrir tveimur eða þremur árum. Og svo eru kannski ýmis hliðarverkefni líka sem eru spennandi en eru komin skammt á veg sem ég veit ekki hvort rétt er að fabúlera mikið um þau.“Áttu ætíð eitthvað í handraðanum? „Jájá, ég hef þetta alltaf í einhverjum lögum. Svo maður sé ekki nýfæddur í hvert sinn sem maður sendir frá sér bók og hafi eitthvað til að vinna út frá í framhaldinu.“ Fjögurra manna lokadómnefnd En aftur að verðlaununum og afhendingu þeirra. Forseti Íslands setti samkomuna en því næst flutti Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, stutta tölu. Forseti Íslands kynnti niðurstöður dómnefndar og afhenti verðlaunin. Verðlaunahöfundar ávörpuðu gesti. Bergrún Íris hlaut verðlaun fyrir bók sína Langelstur að eilífu. Bókin vakti mikla og verðskuldaða athygli en höfundur myndskreytti bók sína sjálf. Fjögurra manna lokadómnefnd valdi verkin úr hópi fimmtán bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember á síðasta ári þegar fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki. Lokadómnefnd skipuðu Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Bergsteinn Sigurðsson, Knútur Hafsteinsson og Ingunn Ásdísardóttir, sem var jafnframt var formaður nefndarinnar. Jónas Sigurðsson og Tómas Jónsson fluttu tvö lög á milli dagskráratriða. Tilnefndar bækur Eftirfarandi bækur voru tilnefndar til verðlauna í flokki fræðirita og bóka almenns efnis: Jón Viðar Jónsson Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925 - 1965 Útgefandi: Skrudda Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Lífgrös og leyndir dómar – Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi Útgefandi: Vaka-Helgafell Páll Baldvin Baldvinsson Síldarárin 1867-1969 Útgefandi: JPV útgáfa Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir Jakobína – saga skálds og konu Útgefandi: Mál og menning Unnur Birna Karlsdóttir Öræfahjörðin – Saga hreindýra á Íslandi Útgefandi: SögufélagEftirfarandi bækur voru tilnefndar til verðlauna í flokki barna- og ungmennabóka:Arndís Þórarinsdóttir Nærbuxnanjósnararnir Útgefandi: Mál og menning Bergrún Íris Sævarsdóttir Langelstur að eilífu Útgefandi: Bókabeitan Hildur Knútsdóttir Nornin Útgefandi: JPV útgáfa Lani Yamamoto Egill spámaður Útgefandi: Angústúra Margrét Tryggvadóttir Kjarval – málarinn sem fór sínar eigin leiðir Útgefandi: IðunnEftirfarandi bækur voru tilnefndar til verðlauna í flokki fagurbókmennta: Bergþóra Snæbjörnsdóttir Svínshöfuð Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa Bragi Ólafsson Staða pundsins Útgefandi: Bjartur Guðrún Eva Mínervudóttir Aðferðir til að lifa af Útgefandi: Bjartur Sölvi Björn Sigurðsson Selta - Apókrýfa úr ævi landlæknis Útgefandi: Sögur útgáfa Steinunn Sigurðardóttir Dimmumót Útgefandi: Mál og menning Um verðlaunin Í áðurnefndri tilkynningu segir að Íslensku bókmenntaverðlaununum hafi verið komið á fót árið 1989 í tilefni af 100 ára afmæli Félags íslenskra bókaútgefenda sem stofnað var í Reykjavík í janúar 1889. Fyrsta árið var verðlaununum ekki skipt í flokka en tilnefndar alls 10 bækur. Fyrsti verðlaunahafinn var ljóðskáldið Stefán Hörður Grímsson sem hlaut verðlaunin fyrir bókina Yfir heiðan morgun. Árið eftir var tilhögun verðlaunanna breytt þannig að tilnefndar bækur skiptust í tvo flokka, fagurbækur annars vegar og fræðibækur og rit almenns efnis hins vegar. Þannig hafa verðlaunin haldist óbreytt þar til ársins 2013 að við bætist flokkur barna- og ungmennabóka. Jón Viðar Jónsson ritaði mikið verk sem hlýtur að teljast mikilsvert framlag til leiklistarsögu Íslands. Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925 – 1965. Útgefandi er Skrudda. Tilnefningar eru kynntar þann 1. desember ár hvert og verðlaunin síðan veitt síðla janúar eða í upphafi febrúar. Óháðar tilnefninganefndir, skipaðar þremur dómbærum fulltrúum hver, velja þær fimm bækur í hverjum flokki sem helst þykja skara fram úr. Lokaval er í höndum formanna nefndanna þriggja og forsetaskipaðs dómnefndarformanns. Velja þeir eina bók úr hverjum flokki þannig að þrjár bækur hljóta á endanum Íslensku bókmenntaverðlaunin. Forseti Íslands afhendir verðlaunin á Bessastöðum við hátíðlega athöfn. Allir sem gefa út bækur á Íslandi geta lagt fram bækur til verðlaunanna sama ár og þær koma út, hvort sem þeir eru í Félagi íslenskra bókaútgefenda eða ekki, og greiða fyrir það hóflegt gjald. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir höfund hvers verðlaunaverks. Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ári síðan, árið 2018 hlutu Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg og Þóra Ellen Þórhallsdóttir fyrir Flóru Íslands, Sigrún Eldjárn fyrir Silfurlykillinn og Hallgrímur Helgason fyrir Sextíu kíló af sólskini. Fjögurra manna lokadómnefnd valdi verkin úr hópi fimmtán bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember á síðasta ári þegar fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki. Vísir/Vilhelm Fyrri verðlaunahafar Þeir sem áður hafa hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin eru:1989 Stefán Hörður Grímsson1990 Fríða Á. Sigurðardóttir og Hörður Ágústsson1991 Guðbergur Bergsson og Guðjón Friðriksson1992 Þorsteinn frá Hamri og Vésteinn Ólason, Guðrún Nordal, Sverrir Tómasson1993 Hannes Pétursson og Jón G. Friðjónsson1994 Vigdís Grímsdóttir og Silja Aðalsteinsdóttir1995 Steinunn Sigurðardóttir og Þór Whitehead1996 Böðvar Guðmundsson og Þorsteinn Gylfason1997 Guðbergur Bergsson og Guðjón Friðriksson1998 Hörður Ágústsson og Thor Vilhjálmsson1999 Andri Snær Magnason og Páll Valsson2000 Gyrðir Elíasson og Guðmundur Páll Ólafsson2001 Hallgrímur Helgason og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir2002 Ingibjörg Haraldsdóttir og Pétur M. Jónasson, Páll Hersteinsson,2003 Ólafur Gunnarsson og Guðjón Friðriksson2004 Auður Jónsdóttir og Halldór Guðmundsson2005 Jón Kalman Stefánsson og Kristín G. Guðnadóttir, Gylfi Gíslason, Arthur C. Danto, Matthías Jóhannessen, Silja Aðalsteinsdóttir, Eiríkur Þorláksson2006 Ólafur Jóhann Ólafsson og Andri Snær Magnason2007 Sigurður Pálsson og Þorsteinn Þorsteinsson2008 Einar Kárason og Þorvaldur Kristinsson2009 Guðmundur Óskarsson og Helgi Björnsson2010 Gerður Kristný og Helgi Hallgrímsson2011 Guðrún Eva Mínervudóttir og Páll Björnsson2012 Eiríkur Örn Norðdahl og Gunnar F. Guðmundsson2013 Guðbjörg Kristjánsdóttir, Andri Snær Magnason og Sjón2014 Snorri Baldursson, Bryndís Björgvinsdóttir og Ófeigur Sigurðsson2015 Gunnar Þór Bjarnason, Gunnar Helgason og Einar Már Guðmundsson,2016 Ragnar Axelsson, Hildur Knútsdóttir og Auður Ava Ólafsdóttir2017 Unnur Þóra Jökulsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler og Kristín Eiríksdóttir.2018 Hörður Kristinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Jón Baldur Hlíðberg, Sigrún Eldjárn og Hallgrímur Helgason.2019 Jón Viðar Jónsson, Bergrún Íris Sævarsdóttir og Sölvi Björn Sigurðsson. Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Jón Viðar Jónsson, Bergrún Íris Sævarsdóttir og Sölvi Björn Sigurðsson hrepptu Íslensku bókmenntaverðlaunin sem voru afhent nú rétt í þessu að Bessastöðum. Forseti Íslands afhenti verðlaunin. Jón Viðar hlaut þau í flokki fræðirita og bóka almenns efnis fyrir Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925 – 1965. Útgefandi er Skrudda. Bergrún Íris hlaut verðlaun sín í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bókina Langelstur að eilífu. Útgefandi er Bókabeitan. Og í flokki fagurbókmennta féllu verðlaunin í skaut Sölva Björns fyrir Seltu - Apókrýfa úr ævi landlæknis. Útgefandi eru Sögur Útgáfa. Óhætt er að segja að Íslensku bókmenntaverðlaunin séu þau æðstu sinnar tegundar á Íslandi. Þau nema einni milljón króna fyrir hvert verk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Auk þess er verðlaunahöfum afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir, hannaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans. Opnar vonandi fleiri dyr Vísir náði tali af Sölva Birni af þessu tilefni og innti hann eftir því hvaða merkingu þessi verðlaun hafi í hans huga – eða fyrir hann eins og sagt er? „Nú hef ég ekki reynslu af því að hafa fengið þau áður og átta mig ekki alveg á því hvað þetta ber í skauti sér. En vonandi verður þetta gæfuspor á rithöfundaferlinum og opnar vonandi einhverjar dyr fleiri.“ Sölvi Björn. Hann fagnar verðlaunum, vitaskuld, og vonar að þau verði gæfuspor á rithöfundaferlinum.visir/vilhelm Sölvi Björn segir að allir íslenskir skáldsagnahöfundar geri sér ekki einhverjar vonir um að hlotnast þessi verðlaun á einhverju tímapunkti þegar lagt er upp með metnað að leiðarljósi. Sölvi Björn hefur lengi verið í hópi viðurkenndustu rithöfunda landsins. Selta – Apókrýfa úr ævi landlæknis hefur hlotið afar góða dóma og góðar viðtökur. Þrátt fyrir að hún sé ef til vill ekki sérlega aðgengileg, eða hvað? „Ég veit það ekki. Hún er mér aðgengileg en það er auðvitað ekkert að marka mig. Sumir segja að það sé kannski ekki til bóta að lesa hana mjög hratt. Menn þurfi að gefa sér tíma.“ Og svona hefst bókin ef frá er talinn inngangur. Lesendur Vísis geta mátað sig við þennan texta:Það er áliðin nótt og ég heyri kallað neðan úr fjöru: Komdu og náðu í mig. Hann liggur á kaldri voð með þang yfir andliti og óskar sér ekki að deyja. Í hendi hans er undin fjöl sem hefur velkst með honum yfir haf og undir honum völurnar sem hafa fært hann varlega upp á land. Það merkilegasta við þennan fund er þó að sjá að drengurinn brosir. Í andliti hans lýsir af útlendu hafi upp í árdegi og ég lít bæði í augum hans og á himni dögunarstjörnurnar frá því að ég var ungur. Selta var lengi á leiðinni Og það er líklega betra þegar eldra málsniði er blandað við hversdagsmál samtímans. Sögusvið bókar er miðbik nítjándu aldar og segir af lækni og hans samferðarmönnum á Íslandi við hrjóstugar aðstæður. Sölvi Björn segir kveikjuna koma úr ýmsum áttum. „Ég var að grúska í gömlum fúnum textum og las mikið af ferðabókum frá þessum tíma bæði eftir Íslendinga og útlendinga. Já, einhver hugmynd að einskonar ferðasögu frá þessum tíma kviknaði, ég fór að safna allskonar orðum og svo fæddist söguþráðurinn á nokkurra ára tímabili þangað til ég vatt mér í að hefja vinnslu bókarinnar fyrir alvöru fyrir tveimur til þremur árum.“ Þannig tók það tíma að koma bókinni í endanlegt form. „Hún lá í einhverjum henglum í tölvu í tvö til þrjú ár áður en ég hóf að vinna í henni.“ Sölvi Björn segist hafa ýmislegt á prjónunum. „Ég er á sama stað með næstu bók og ég var með þessa fyrir tveimur eða þremur árum. Og svo eru kannski ýmis hliðarverkefni líka sem eru spennandi en eru komin skammt á veg sem ég veit ekki hvort rétt er að fabúlera mikið um þau.“Áttu ætíð eitthvað í handraðanum? „Jájá, ég hef þetta alltaf í einhverjum lögum. Svo maður sé ekki nýfæddur í hvert sinn sem maður sendir frá sér bók og hafi eitthvað til að vinna út frá í framhaldinu.“ Fjögurra manna lokadómnefnd En aftur að verðlaununum og afhendingu þeirra. Forseti Íslands setti samkomuna en því næst flutti Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, stutta tölu. Forseti Íslands kynnti niðurstöður dómnefndar og afhenti verðlaunin. Verðlaunahöfundar ávörpuðu gesti. Bergrún Íris hlaut verðlaun fyrir bók sína Langelstur að eilífu. Bókin vakti mikla og verðskuldaða athygli en höfundur myndskreytti bók sína sjálf. Fjögurra manna lokadómnefnd valdi verkin úr hópi fimmtán bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember á síðasta ári þegar fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki. Lokadómnefnd skipuðu Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Bergsteinn Sigurðsson, Knútur Hafsteinsson og Ingunn Ásdísardóttir, sem var jafnframt var formaður nefndarinnar. Jónas Sigurðsson og Tómas Jónsson fluttu tvö lög á milli dagskráratriða. Tilnefndar bækur Eftirfarandi bækur voru tilnefndar til verðlauna í flokki fræðirita og bóka almenns efnis: Jón Viðar Jónsson Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925 - 1965 Útgefandi: Skrudda Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Lífgrös og leyndir dómar – Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi Útgefandi: Vaka-Helgafell Páll Baldvin Baldvinsson Síldarárin 1867-1969 Útgefandi: JPV útgáfa Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir Jakobína – saga skálds og konu Útgefandi: Mál og menning Unnur Birna Karlsdóttir Öræfahjörðin – Saga hreindýra á Íslandi Útgefandi: SögufélagEftirfarandi bækur voru tilnefndar til verðlauna í flokki barna- og ungmennabóka:Arndís Þórarinsdóttir Nærbuxnanjósnararnir Útgefandi: Mál og menning Bergrún Íris Sævarsdóttir Langelstur að eilífu Útgefandi: Bókabeitan Hildur Knútsdóttir Nornin Útgefandi: JPV útgáfa Lani Yamamoto Egill spámaður Útgefandi: Angústúra Margrét Tryggvadóttir Kjarval – málarinn sem fór sínar eigin leiðir Útgefandi: IðunnEftirfarandi bækur voru tilnefndar til verðlauna í flokki fagurbókmennta: Bergþóra Snæbjörnsdóttir Svínshöfuð Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa Bragi Ólafsson Staða pundsins Útgefandi: Bjartur Guðrún Eva Mínervudóttir Aðferðir til að lifa af Útgefandi: Bjartur Sölvi Björn Sigurðsson Selta - Apókrýfa úr ævi landlæknis Útgefandi: Sögur útgáfa Steinunn Sigurðardóttir Dimmumót Útgefandi: Mál og menning Um verðlaunin Í áðurnefndri tilkynningu segir að Íslensku bókmenntaverðlaununum hafi verið komið á fót árið 1989 í tilefni af 100 ára afmæli Félags íslenskra bókaútgefenda sem stofnað var í Reykjavík í janúar 1889. Fyrsta árið var verðlaununum ekki skipt í flokka en tilnefndar alls 10 bækur. Fyrsti verðlaunahafinn var ljóðskáldið Stefán Hörður Grímsson sem hlaut verðlaunin fyrir bókina Yfir heiðan morgun. Árið eftir var tilhögun verðlaunanna breytt þannig að tilnefndar bækur skiptust í tvo flokka, fagurbækur annars vegar og fræðibækur og rit almenns efnis hins vegar. Þannig hafa verðlaunin haldist óbreytt þar til ársins 2013 að við bætist flokkur barna- og ungmennabóka. Jón Viðar Jónsson ritaði mikið verk sem hlýtur að teljast mikilsvert framlag til leiklistarsögu Íslands. Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925 – 1965. Útgefandi er Skrudda. Tilnefningar eru kynntar þann 1. desember ár hvert og verðlaunin síðan veitt síðla janúar eða í upphafi febrúar. Óháðar tilnefninganefndir, skipaðar þremur dómbærum fulltrúum hver, velja þær fimm bækur í hverjum flokki sem helst þykja skara fram úr. Lokaval er í höndum formanna nefndanna þriggja og forsetaskipaðs dómnefndarformanns. Velja þeir eina bók úr hverjum flokki þannig að þrjár bækur hljóta á endanum Íslensku bókmenntaverðlaunin. Forseti Íslands afhendir verðlaunin á Bessastöðum við hátíðlega athöfn. Allir sem gefa út bækur á Íslandi geta lagt fram bækur til verðlaunanna sama ár og þær koma út, hvort sem þeir eru í Félagi íslenskra bókaútgefenda eða ekki, og greiða fyrir það hóflegt gjald. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir höfund hvers verðlaunaverks. Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ári síðan, árið 2018 hlutu Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg og Þóra Ellen Þórhallsdóttir fyrir Flóru Íslands, Sigrún Eldjárn fyrir Silfurlykillinn og Hallgrímur Helgason fyrir Sextíu kíló af sólskini. Fjögurra manna lokadómnefnd valdi verkin úr hópi fimmtán bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember á síðasta ári þegar fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki. Vísir/Vilhelm Fyrri verðlaunahafar Þeir sem áður hafa hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin eru:1989 Stefán Hörður Grímsson1990 Fríða Á. Sigurðardóttir og Hörður Ágústsson1991 Guðbergur Bergsson og Guðjón Friðriksson1992 Þorsteinn frá Hamri og Vésteinn Ólason, Guðrún Nordal, Sverrir Tómasson1993 Hannes Pétursson og Jón G. Friðjónsson1994 Vigdís Grímsdóttir og Silja Aðalsteinsdóttir1995 Steinunn Sigurðardóttir og Þór Whitehead1996 Böðvar Guðmundsson og Þorsteinn Gylfason1997 Guðbergur Bergsson og Guðjón Friðriksson1998 Hörður Ágústsson og Thor Vilhjálmsson1999 Andri Snær Magnason og Páll Valsson2000 Gyrðir Elíasson og Guðmundur Páll Ólafsson2001 Hallgrímur Helgason og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir2002 Ingibjörg Haraldsdóttir og Pétur M. Jónasson, Páll Hersteinsson,2003 Ólafur Gunnarsson og Guðjón Friðriksson2004 Auður Jónsdóttir og Halldór Guðmundsson2005 Jón Kalman Stefánsson og Kristín G. Guðnadóttir, Gylfi Gíslason, Arthur C. Danto, Matthías Jóhannessen, Silja Aðalsteinsdóttir, Eiríkur Þorláksson2006 Ólafur Jóhann Ólafsson og Andri Snær Magnason2007 Sigurður Pálsson og Þorsteinn Þorsteinsson2008 Einar Kárason og Þorvaldur Kristinsson2009 Guðmundur Óskarsson og Helgi Björnsson2010 Gerður Kristný og Helgi Hallgrímsson2011 Guðrún Eva Mínervudóttir og Páll Björnsson2012 Eiríkur Örn Norðdahl og Gunnar F. Guðmundsson2013 Guðbjörg Kristjánsdóttir, Andri Snær Magnason og Sjón2014 Snorri Baldursson, Bryndís Björgvinsdóttir og Ófeigur Sigurðsson2015 Gunnar Þór Bjarnason, Gunnar Helgason og Einar Már Guðmundsson,2016 Ragnar Axelsson, Hildur Knútsdóttir og Auður Ava Ólafsdóttir2017 Unnur Þóra Jökulsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler og Kristín Eiríksdóttir.2018 Hörður Kristinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Jón Baldur Hlíðberg, Sigrún Eldjárn og Hallgrímur Helgason.2019 Jón Viðar Jónsson, Bergrún Íris Sævarsdóttir og Sölvi Björn Sigurðsson.
Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira