Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Benedikt Grétarsson skrifar 28. janúar 2020 22:15 vísir/bára Haukar sitja enn í toppsæti Olísdeildar karla eftir tveggja marka sigur gegn Fram á heimavelli sínum að Ásvöllum. Lokatölur urðu 23-21 í leik þar sem sóknarleikurinn var langt frá því að vera vel smurður. Tjörvi Þorgeirsson var markahæstur Hauka með átta mörk og Grétar Ari Guðjónsson varði 16 skot í markinu. Matthías Daðason skoraði fjögur mörk fyrir Fram og Lárus Helgi Ólafsson varði 12 skot. Haukar byrjuðu betur og geta að stórum hluta þakkað Tjörva Þorgeirssyni og Grétari Ara Guðjónssyni það. Tjörvi hjó ítrekað á hnútinn í sóknarleik Hauka og skoraði fjögur af fyrstu sexmörkum liðsins og Grétar Ari varði fjölmörg dauðafæri Framara. Reyndar voru flestar vörslur Grétars vegna skota Svavars Kára Grétarssonar sem fór illa með fjögur dauðafæri í fyrri hálfleik. Svo virtist sem Haukar ætluðu að kveðja gestina þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik en þá náðu heimamenn fimm marka forystu, 12-7. Síðustu tvö mörk hálfleiksins tilheyrðu hins vegar Safamýrardrengjum og staðan því 12-9 í hálfleik. Heimamenn mjötluðu svo hægt og rólega yfir gestina í seinni hálfleik og maður hafði aldrei raunverulega trú á því að Fram kæmi til baka. Haukamenn komust í 20-14 en gestunum til hrós, gáfust þeir aldrei upp og minnkuðu muninn mest í þrjú mörk. Haukar höfðu reynsluna og seigluna til þess að klára dæmið og lönduðu að lokum sanngjörnum sigri, 23-21.Af hverju unnu Haukar? Varnarleikur og markvarsla skiluðu þessum tveimur stigum í kvöld. Að auki voru Haukar með langbesta sóknarmann leiksins í sínu liði en Tjörvi Þorgeirsson hjó endalaust á hnútinn þegar sóknir Hauka voru að renna út í sandinn.Hverjir stóðu upp úr? Áðurnefndir Tjörvi og Grétar Ari voru bestu menn Hauka en allir leikmenn liðsins eiga þó hrós skilið fyrir varnarvinnuna í þessum leik. Hjá Fram var Lárus fínn í markinu og innkoma Tjörva Týs Gíslasonar var jákvæð.Hvað gekk illa? Svavar Kári vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. Fyrstu þrjú skot Framara voru dauðafæri og öll þessi dauðafæri féllu til Svavars. Grétar Ari Guðjónsson varði hins vegar öll skotin hans og kappinn endaði 0-8 í skotnýtingu fyrí þessum leik.Hvað gerist næst? Haukamenn fara í stuttan skreppitúr og mæta vinum sínum í FH á laugardagskvöld í Kaplakrika. Framarar taka á móti Fjölni í mikilvægum leik fyrir bæði lið. Gunnar: Engin flugeldasýning „Sóknarlega var smá ryð í báðum liðum en varnarleikur beggja liða var frábær. Fyrsti leikur eftir langt frí snýst alltaf að einhverju leyti um karakter og að koma þér inn á völlinn til að berjast fyrir stigunum. Það gerðum við svo sannarlega en við vissum að Fram yrði erfitt viðureignar. Ég er bara mjög ánægður með að landa þessum sigri og taka tvö mikilvæg stig,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka eftir tveggja marka sigur gegn Fram. Haukar komust í 20-14 en náðu ekki að veita Frömurum almennilegt banahögg í kjöfarið. „Við fórum með tvö dauðafæri sem hefðu lokað þessum leik endanlega en Lárus gerði vel í markinu. Það þurfa bara fleiri að stíga upp sóknarlega hjá okkur. Það mæddi ansi mikið á Tjörva og Heimi Óla og okkur vantaði framlag frá fleiri leikmönnum í sókninni.“ Þjálfarinn er strax byrjaður að hugsa um framhaldið og ekki síst næsta leik, sem er gegn erkifjendunum í FH. „Það sem stendur eftir þennan leik, er að við fengum tvö stig en þetta var svo sannarlega engin flugeldasýning hjá liðunum í kvöld. Nú er bara að gíra sig upp í stórleikninn gegn FH næsta laugardag og það er bara skemmtilegur tími framundan, bæði í deild og bikar,“ sagði Gunnar að lokum.Halldór: Það var lag að vinna Hauka Halldór Jóhann Sigfússon var eðlilega ekki kátur eftir tapið gegn Haukum og viðurkenndi að gæðalega hefði frammistaðan ekki verið nógu góð. „Hvorugt liðið var í neinum takti í kvöld. Þetta var rosalega hægur leikur og ég er í raun bara svekktur að við skyldum ekki mæta Haukunum með betri frammistöðu, því að þeir voru ekki góðir í dag. Það var lag að vinna þá eins og Haukar spiluðu en við erum okkur sjálfum verstir.“ Framarar gerðu sig seka um mörg klaufamistök og nýtingin á góðum færum var ekki að hjálpa til. „Þú getur ekki kastað boltanum svona frá þér og klikkað á svona mörgum dauðafærum á móti Haukum á Ásvöllum ef þú ætlar þér að vinna þá. Það sem ég vil taka jákvætt úr leiknum er sú staðreynd að þriðja leikinn í röð erum við að fá á okkur mjög lítið af mörkum og það er merki um frábæra varnarvinnu,“ sagði Halldor og bætti við að lokum. „Mér fannst bara vanta attitjút í okkur í dag og ákveðna hluti sem verða að vera til staðar ef þú ætlar þér tvö stig að Ásvöllum. Mér fannst þessir þættir vera í lagi í undirbúningi leiksins en ég er vonsvikinn hvernig við mætum svo til leiks.“Tjörvi: Þurfum betri frammistöðu gegn FH „Þetta voru tvö góð stig en ég er sammála Gunna, alls engin flugeldasýning.“ sagði besti maður Hauka, Tjörvi Þorgeirsson sem skoraði átta mörk í sigrinum gegn Fram. Miðjumanninum fannst leikur beggja liða bera nokkurt merki um ryð eftir langt frí. „Þetta var bara hægt hjá báðum liðum en við vorum að koma úr langri pásu og kannski er þetta að einhverju leyti skiljanlegt. Adam var ekki heitur í dag og þá átti ég bara að skjóta meira. Atli var meira í gegnumbrotum en okkur vantaði líka Ólaf Má Ægisson sem datt út meiddur í gær.“ Tjörvi er ekki að leika sitt fyrsta tímabil í efstu deild og hann segir það fylgja löngu jóla- og EM fríi, að menn séu smá tíma að spila sig almennilega í gang. „Þetta hefur yfirleitt verið svona, allavega síðan ég byrjaði í þessu. Alltaf þegar við erum að byrja eftir þessa helvítis pásu, þá er þetta svona. Þetta var full hægt að mínu mati og það sást þegar við keyrðum upp meiri hraða sóknarlega og létum boltann ganga betur, þá fengum við yfirleitt dauðafæri.“ En frammistaðan þarf að vera töluvert betri gegn FH á laugardaginn. „Já, miklu betri,“ sagði Tjörvi, maður hinna fáu orða. Olís-deild karla
Haukar sitja enn í toppsæti Olísdeildar karla eftir tveggja marka sigur gegn Fram á heimavelli sínum að Ásvöllum. Lokatölur urðu 23-21 í leik þar sem sóknarleikurinn var langt frá því að vera vel smurður. Tjörvi Þorgeirsson var markahæstur Hauka með átta mörk og Grétar Ari Guðjónsson varði 16 skot í markinu. Matthías Daðason skoraði fjögur mörk fyrir Fram og Lárus Helgi Ólafsson varði 12 skot. Haukar byrjuðu betur og geta að stórum hluta þakkað Tjörva Þorgeirssyni og Grétari Ara Guðjónssyni það. Tjörvi hjó ítrekað á hnútinn í sóknarleik Hauka og skoraði fjögur af fyrstu sexmörkum liðsins og Grétar Ari varði fjölmörg dauðafæri Framara. Reyndar voru flestar vörslur Grétars vegna skota Svavars Kára Grétarssonar sem fór illa með fjögur dauðafæri í fyrri hálfleik. Svo virtist sem Haukar ætluðu að kveðja gestina þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik en þá náðu heimamenn fimm marka forystu, 12-7. Síðustu tvö mörk hálfleiksins tilheyrðu hins vegar Safamýrardrengjum og staðan því 12-9 í hálfleik. Heimamenn mjötluðu svo hægt og rólega yfir gestina í seinni hálfleik og maður hafði aldrei raunverulega trú á því að Fram kæmi til baka. Haukamenn komust í 20-14 en gestunum til hrós, gáfust þeir aldrei upp og minnkuðu muninn mest í þrjú mörk. Haukar höfðu reynsluna og seigluna til þess að klára dæmið og lönduðu að lokum sanngjörnum sigri, 23-21.Af hverju unnu Haukar? Varnarleikur og markvarsla skiluðu þessum tveimur stigum í kvöld. Að auki voru Haukar með langbesta sóknarmann leiksins í sínu liði en Tjörvi Þorgeirsson hjó endalaust á hnútinn þegar sóknir Hauka voru að renna út í sandinn.Hverjir stóðu upp úr? Áðurnefndir Tjörvi og Grétar Ari voru bestu menn Hauka en allir leikmenn liðsins eiga þó hrós skilið fyrir varnarvinnuna í þessum leik. Hjá Fram var Lárus fínn í markinu og innkoma Tjörva Týs Gíslasonar var jákvæð.Hvað gekk illa? Svavar Kári vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. Fyrstu þrjú skot Framara voru dauðafæri og öll þessi dauðafæri féllu til Svavars. Grétar Ari Guðjónsson varði hins vegar öll skotin hans og kappinn endaði 0-8 í skotnýtingu fyrí þessum leik.Hvað gerist næst? Haukamenn fara í stuttan skreppitúr og mæta vinum sínum í FH á laugardagskvöld í Kaplakrika. Framarar taka á móti Fjölni í mikilvægum leik fyrir bæði lið. Gunnar: Engin flugeldasýning „Sóknarlega var smá ryð í báðum liðum en varnarleikur beggja liða var frábær. Fyrsti leikur eftir langt frí snýst alltaf að einhverju leyti um karakter og að koma þér inn á völlinn til að berjast fyrir stigunum. Það gerðum við svo sannarlega en við vissum að Fram yrði erfitt viðureignar. Ég er bara mjög ánægður með að landa þessum sigri og taka tvö mikilvæg stig,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka eftir tveggja marka sigur gegn Fram. Haukar komust í 20-14 en náðu ekki að veita Frömurum almennilegt banahögg í kjöfarið. „Við fórum með tvö dauðafæri sem hefðu lokað þessum leik endanlega en Lárus gerði vel í markinu. Það þurfa bara fleiri að stíga upp sóknarlega hjá okkur. Það mæddi ansi mikið á Tjörva og Heimi Óla og okkur vantaði framlag frá fleiri leikmönnum í sókninni.“ Þjálfarinn er strax byrjaður að hugsa um framhaldið og ekki síst næsta leik, sem er gegn erkifjendunum í FH. „Það sem stendur eftir þennan leik, er að við fengum tvö stig en þetta var svo sannarlega engin flugeldasýning hjá liðunum í kvöld. Nú er bara að gíra sig upp í stórleikninn gegn FH næsta laugardag og það er bara skemmtilegur tími framundan, bæði í deild og bikar,“ sagði Gunnar að lokum.Halldór: Það var lag að vinna Hauka Halldór Jóhann Sigfússon var eðlilega ekki kátur eftir tapið gegn Haukum og viðurkenndi að gæðalega hefði frammistaðan ekki verið nógu góð. „Hvorugt liðið var í neinum takti í kvöld. Þetta var rosalega hægur leikur og ég er í raun bara svekktur að við skyldum ekki mæta Haukunum með betri frammistöðu, því að þeir voru ekki góðir í dag. Það var lag að vinna þá eins og Haukar spiluðu en við erum okkur sjálfum verstir.“ Framarar gerðu sig seka um mörg klaufamistök og nýtingin á góðum færum var ekki að hjálpa til. „Þú getur ekki kastað boltanum svona frá þér og klikkað á svona mörgum dauðafærum á móti Haukum á Ásvöllum ef þú ætlar þér að vinna þá. Það sem ég vil taka jákvætt úr leiknum er sú staðreynd að þriðja leikinn í röð erum við að fá á okkur mjög lítið af mörkum og það er merki um frábæra varnarvinnu,“ sagði Halldor og bætti við að lokum. „Mér fannst bara vanta attitjút í okkur í dag og ákveðna hluti sem verða að vera til staðar ef þú ætlar þér tvö stig að Ásvöllum. Mér fannst þessir þættir vera í lagi í undirbúningi leiksins en ég er vonsvikinn hvernig við mætum svo til leiks.“Tjörvi: Þurfum betri frammistöðu gegn FH „Þetta voru tvö góð stig en ég er sammála Gunna, alls engin flugeldasýning.“ sagði besti maður Hauka, Tjörvi Þorgeirsson sem skoraði átta mörk í sigrinum gegn Fram. Miðjumanninum fannst leikur beggja liða bera nokkurt merki um ryð eftir langt frí. „Þetta var bara hægt hjá báðum liðum en við vorum að koma úr langri pásu og kannski er þetta að einhverju leyti skiljanlegt. Adam var ekki heitur í dag og þá átti ég bara að skjóta meira. Atli var meira í gegnumbrotum en okkur vantaði líka Ólaf Má Ægisson sem datt út meiddur í gær.“ Tjörvi er ekki að leika sitt fyrsta tímabil í efstu deild og hann segir það fylgja löngu jóla- og EM fríi, að menn séu smá tíma að spila sig almennilega í gang. „Þetta hefur yfirleitt verið svona, allavega síðan ég byrjaði í þessu. Alltaf þegar við erum að byrja eftir þessa helvítis pásu, þá er þetta svona. Þetta var full hægt að mínu mati og það sást þegar við keyrðum upp meiri hraða sóknarlega og létum boltann ganga betur, þá fengum við yfirleitt dauðafæri.“ En frammistaðan þarf að vera töluvert betri gegn FH á laugardaginn. „Já, miklu betri,“ sagði Tjörvi, maður hinna fáu orða.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti