Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Þór Ak. 120-113 | Fátt um varnir í Seljaskóla Ísak Hallmundarson skrifar 24. janúar 2020 21:30 Roberto Kovac skoraði 40 stig fyrir ÍR. vísir/bára ÍR tók á móti Þór Akureyri í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var bráðfjörugur, bæði lið skoruðu yfir 110 stig en það voru heimamenn sem unnu á endanum 120-113. Það var mikið skorað strax í byrjun en það voru gestirnir sem byrjuðu betur og unnu fyrsta leikhlutann 34-26. Heimamenn voru fljótir að snúa stöðunni sér í hag í öðrum leikhluta og náðu 16-5 áhlaupi á fyrstu þrem mínútum leikhlutans og staðan orðin 42-39 fyrir ÍR. Roberto Kovac sem var óstöðvandi í leiknum og Sæþór Elmar Kristjánsson hittu nánast úr öllum þriggja stiga skotum sem þeir tóku í leikhlutanum. Þórsarar voru einnig sprækir og náðu forystunni aftur, staðan í hálfleik 63-61 fyrir Þór, óvenju háar tölur. ÍR-ingar náðu forystunni aftur snemma í seinni hálfleik þegar Georgi Boyanov átti mögulega tilþrif umferðarinnar og kom í ÍR í 70-69. Heimamenn juku enn frekar forskot sitt eftir því sem á leið á leikhlutann og leiddu að honum loknum 93-84, þá var aðeins fjórði leikhlutinn eftir. Þórsarar náðu að minnka muninn í 6 stig, 101-95, en Evan Singletary skoraði þriggja stiga körfu þegar 4 mínútur voru eftir og kom ÍR 10 stigum yfir, 107-97. Þórsarar náðu ekki að stöðva sóknarleik ÍR-inga sem náðu að skora 120 stig, en þeir minnkuðu muninn að lokum í 7 stig, lokatölur 120-113 fyrir ÍR. Sóknarleikurinn ótrúleg skemmtun fyrir áhorfendur en varnarleikurinn veldur þjálfurunum væntanlega áhyggjum.Af hverju vann ÍR? Það er erfitt að tapa þegar þú skorar 120 stig í leik. ÍR fékk vissulega á sig 113 stig á móti en þeir voru óstöðvandi sóknarlega og settu niður 23 þriggja stiga körfur og voru með 52% þriggja stiga nýtingu sem er ansi góð tölfræði. Vörn ÍR-inga batnaði líka töluvert í seinni hálfleik eftir að þeir höfðu fengið á sig 63 stig í þeim fyrri, á meðan vörn Þórs fann engin svör gegn ÍR. Þrír leikmenn ÍR náðu að skora 20 stig eða meira, Colin Pryor með 20 stig, Georgi Boyanov með 27 stig og Roberto Kovac með heil 40 stig.Hverjir stóðu upp úr? Það myndi vera Roberto Kovac leikmaður ÍR sem skoraði 40 stig og setti niður 9 þriggja stiga körfur, Þórsarar réðu gjörsamlega ekkert við hann. Ég verð líka að minnast á Hansel Atencia í Þór sem var með 26 stig og 15 stoðsendingar auk þess að stela 4 boltum.Hvað gerist næst? Eftir þennan leik eru Þórsarar komnir aftur í fallsæti á meðan ÍR situr enn í 7. sætinu en eru aðeins einum sigri frá 3. sætinu. Næst tekur Þór á móti KR á mánudaginn í leik sem hefur verið frestað tvisvar vegna veðurs, ÍR fer hinsvegar í heimsókn til KR næsta fimmtudag. Erfiðir leikir fyrir bæði lið. Borche segir að varnarleikurinn hafi orðið eftir heima.vísir/bára Borche: Spiluðum fyrir aðdáendurna í kvöld Borche Ilievski þjálfari ÍR var sáttur með sigurinn en þó ekki varnarleikinn: „Þetta var alveg klikkaður leikur, við spiluðum eftir þeirra takti allan leikinn. Þetta snerist bara um hverjir myndu skora meira og varnarleikurinn gleymdist alveg. Við spiluðum fyrir aðdáendur okkar í kvöld, ég er ánægður með sigurinn en ekki með vörnina.“ Roberto Kovac var funheitur í liði ÍR og skoraði 40 stig. „Hann steig upp í kvöld og þetta er það sem við búumst við af honum, svona er hans leikur og þetta kemur ekkert á óvart. Ég er líka mjög ánægður að Georgi (Boyanov) steig upp eftir þrjá til fjóra lélega leiki,“ sagði Borche. „Almennt er ég ánægður með sóknarframmistöðuna en við þurfum að gera eitthvað betur í vörn, sérstaklega í þeim mikilvægu leikjum sem bíða okkar, með svona vörn komumst við ekki langt.“ Lárus var ekki sáttur við vörnina hjá Þórsurum.vísir/bára Lárus: Fer ekki í sögubækurnar fyrir góðan varnarleik Lárus Jónsson þjálfari Þórs var svekktur eftir tapið í kvöld. „Ef við hefðum skorað jafnmikið og við skoruðum í fyrri hálfleik hefðum við unnið leikinn. Við spiluðum allt í lagi sóknarleik en þessi leikur fer ekki í sögubækurnar fyrir góðan varnarleik og ÍR-ingar svínhittu úr þriggja stiga.“ „Við hefðum getað verið aðeins skynsamari og þolinmóðari, þeir voru að hitta rosa vel og við fundum ekki leiðir til að stoppa þá. Áherslan hjá okkur fyrir leik var að stoppa Kovac og Evan, okkur tókst að hægja á Evan en ekki Kovac.“ Lárus segist þó geta tekið margt jákvætt út úr leiknum: „Góð barátta, mér fannst spilið vera gott í sókninni og menn voru að berjast fyrir hvorn annan, það voru allir ofsalega duglegir.“ Kovac var ánægður með sigurinn.vísir/bára Kovac: Þessi leikur andstæða þess sem við ætluðum Roberto Kovac var maður leiksins og skoraði 40 stig í leiknum. Hann var sáttur með sigur síns liðs í kvöld en telur að það megi bæta varnarleikinn: „Þessi leikur var í rauninni andstæða þess sem við lögðum upp með. Við töluðum um varnarleikinn alla vikuna en vörnin var ekki góð í dag, sem betur fer var sóknarleikurinn góður og við náðum sigri, en eins og ég segi þurfum við að bæta varnarleikinn.“ „Ég var að hitta vel og reyndi að halda liðinu mínu á floti, þeir gerðu vel í að reyna að finna mig og búa til pláss handa mér, það er alltaf einhver sem þarf að skora, síðast var það Evan með yfir 30 stig og núna ég. Við þurfum hinsvegar að fara yfir vörnina ef við ætlum okkur að ná árangri, við getum ekki leyft andstæðingnum að skora 113 stig.“ Dominos-deild karla
ÍR tók á móti Þór Akureyri í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var bráðfjörugur, bæði lið skoruðu yfir 110 stig en það voru heimamenn sem unnu á endanum 120-113. Það var mikið skorað strax í byrjun en það voru gestirnir sem byrjuðu betur og unnu fyrsta leikhlutann 34-26. Heimamenn voru fljótir að snúa stöðunni sér í hag í öðrum leikhluta og náðu 16-5 áhlaupi á fyrstu þrem mínútum leikhlutans og staðan orðin 42-39 fyrir ÍR. Roberto Kovac sem var óstöðvandi í leiknum og Sæþór Elmar Kristjánsson hittu nánast úr öllum þriggja stiga skotum sem þeir tóku í leikhlutanum. Þórsarar voru einnig sprækir og náðu forystunni aftur, staðan í hálfleik 63-61 fyrir Þór, óvenju háar tölur. ÍR-ingar náðu forystunni aftur snemma í seinni hálfleik þegar Georgi Boyanov átti mögulega tilþrif umferðarinnar og kom í ÍR í 70-69. Heimamenn juku enn frekar forskot sitt eftir því sem á leið á leikhlutann og leiddu að honum loknum 93-84, þá var aðeins fjórði leikhlutinn eftir. Þórsarar náðu að minnka muninn í 6 stig, 101-95, en Evan Singletary skoraði þriggja stiga körfu þegar 4 mínútur voru eftir og kom ÍR 10 stigum yfir, 107-97. Þórsarar náðu ekki að stöðva sóknarleik ÍR-inga sem náðu að skora 120 stig, en þeir minnkuðu muninn að lokum í 7 stig, lokatölur 120-113 fyrir ÍR. Sóknarleikurinn ótrúleg skemmtun fyrir áhorfendur en varnarleikurinn veldur þjálfurunum væntanlega áhyggjum.Af hverju vann ÍR? Það er erfitt að tapa þegar þú skorar 120 stig í leik. ÍR fékk vissulega á sig 113 stig á móti en þeir voru óstöðvandi sóknarlega og settu niður 23 þriggja stiga körfur og voru með 52% þriggja stiga nýtingu sem er ansi góð tölfræði. Vörn ÍR-inga batnaði líka töluvert í seinni hálfleik eftir að þeir höfðu fengið á sig 63 stig í þeim fyrri, á meðan vörn Þórs fann engin svör gegn ÍR. Þrír leikmenn ÍR náðu að skora 20 stig eða meira, Colin Pryor með 20 stig, Georgi Boyanov með 27 stig og Roberto Kovac með heil 40 stig.Hverjir stóðu upp úr? Það myndi vera Roberto Kovac leikmaður ÍR sem skoraði 40 stig og setti niður 9 þriggja stiga körfur, Þórsarar réðu gjörsamlega ekkert við hann. Ég verð líka að minnast á Hansel Atencia í Þór sem var með 26 stig og 15 stoðsendingar auk þess að stela 4 boltum.Hvað gerist næst? Eftir þennan leik eru Þórsarar komnir aftur í fallsæti á meðan ÍR situr enn í 7. sætinu en eru aðeins einum sigri frá 3. sætinu. Næst tekur Þór á móti KR á mánudaginn í leik sem hefur verið frestað tvisvar vegna veðurs, ÍR fer hinsvegar í heimsókn til KR næsta fimmtudag. Erfiðir leikir fyrir bæði lið. Borche segir að varnarleikurinn hafi orðið eftir heima.vísir/bára Borche: Spiluðum fyrir aðdáendurna í kvöld Borche Ilievski þjálfari ÍR var sáttur með sigurinn en þó ekki varnarleikinn: „Þetta var alveg klikkaður leikur, við spiluðum eftir þeirra takti allan leikinn. Þetta snerist bara um hverjir myndu skora meira og varnarleikurinn gleymdist alveg. Við spiluðum fyrir aðdáendur okkar í kvöld, ég er ánægður með sigurinn en ekki með vörnina.“ Roberto Kovac var funheitur í liði ÍR og skoraði 40 stig. „Hann steig upp í kvöld og þetta er það sem við búumst við af honum, svona er hans leikur og þetta kemur ekkert á óvart. Ég er líka mjög ánægður að Georgi (Boyanov) steig upp eftir þrjá til fjóra lélega leiki,“ sagði Borche. „Almennt er ég ánægður með sóknarframmistöðuna en við þurfum að gera eitthvað betur í vörn, sérstaklega í þeim mikilvægu leikjum sem bíða okkar, með svona vörn komumst við ekki langt.“ Lárus var ekki sáttur við vörnina hjá Þórsurum.vísir/bára Lárus: Fer ekki í sögubækurnar fyrir góðan varnarleik Lárus Jónsson þjálfari Þórs var svekktur eftir tapið í kvöld. „Ef við hefðum skorað jafnmikið og við skoruðum í fyrri hálfleik hefðum við unnið leikinn. Við spiluðum allt í lagi sóknarleik en þessi leikur fer ekki í sögubækurnar fyrir góðan varnarleik og ÍR-ingar svínhittu úr þriggja stiga.“ „Við hefðum getað verið aðeins skynsamari og þolinmóðari, þeir voru að hitta rosa vel og við fundum ekki leiðir til að stoppa þá. Áherslan hjá okkur fyrir leik var að stoppa Kovac og Evan, okkur tókst að hægja á Evan en ekki Kovac.“ Lárus segist þó geta tekið margt jákvætt út úr leiknum: „Góð barátta, mér fannst spilið vera gott í sókninni og menn voru að berjast fyrir hvorn annan, það voru allir ofsalega duglegir.“ Kovac var ánægður með sigurinn.vísir/bára Kovac: Þessi leikur andstæða þess sem við ætluðum Roberto Kovac var maður leiksins og skoraði 40 stig í leiknum. Hann var sáttur með sigur síns liðs í kvöld en telur að það megi bæta varnarleikinn: „Þessi leikur var í rauninni andstæða þess sem við lögðum upp með. Við töluðum um varnarleikinn alla vikuna en vörnin var ekki góð í dag, sem betur fer var sóknarleikurinn góður og við náðum sigri, en eins og ég segi þurfum við að bæta varnarleikinn.“ „Ég var að hitta vel og reyndi að halda liðinu mínu á floti, þeir gerðu vel í að reyna að finna mig og búa til pláss handa mér, það er alltaf einhver sem þarf að skora, síðast var það Evan með yfir 30 stig og núna ég. Við þurfum hinsvegar að fara yfir vörnina ef við ætlum okkur að ná árangri, við getum ekki leyft andstæðingnum að skora 113 stig.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum