Guðmundur landsliðsþjálfari: Þetta er óásættanlegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2020 15:45 Guðmundur Guðmundsson fékk ekki langan tíma til að undirbúa strákana okkar fyrir Svíaleikinn og strákarnir fengu lítinn tíma til að ná úr sér þreytunni eftir sjötta leik sinn á EM. EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI Ekstra blaðið í Danmörku fjallar um óánægju handboltamanna með leikjafyrirkomulagið á Evrópumótinu í handbolta þar sem spilað er mjög þétt. Það er sérstaklega lokaumferðin sem fer fyrir brjóstið á mörgum og þá sérstaklega íslenska landsliðsþjálfaranum, Guðmundi Guðmundssyni. Danska sjónvarpsstöðin TV2 Sport talaði við Guðmund eftir tapleikinn á móti Noregi í gær og þá um leikjafyrirkomulag mótsins. Guðmundur skilur ekki hvernig menn hjá evrópska sambandinu hafi getað sett þetta svona upp. Það eru aðeins 26 tímar á milli leikja íslenska landsliðsins fyrir leikinn við Svía í kvöld en Spánverjum fengu aftur á móti meira en tvo sólarhringa fyrir sinn síðasta leik í milliriðlinum. „Ég er ekki ánægður með það að sjöundi leikurinn okkar á mótinu sé spilaður daginn eftir okkar sjötta leik. Við fáum ekki hvíldardag og það er óásættanlegt í handboltaheiminum að þurfa að spila tvo daga í röð. Þetta er ekki boðlegt,“ sagði Guðmundur við TV2 Sport en Ekstra blaðið segir frá. Leikir sex og sjö í íslenska milliriðlinum fara fram dag eftir dag en það var ekki þannig í hinum milliriðlinum þar sem keppni lýkur líka í dag. Þar fengu liðin alltaf hvíldardag á milli leikja sinna. Ekstrablaðið ræðir einnig við Morten Henriksen íþróttastjóra danska handboltasambandsins. „Þetta er ekki hundrað prósent sanngjarnt en það er erfitt að hafa þetta hundrað prósent sanngjarnt. Hér bætist einnig við að nokkrar þjóðir hafa verið að ferðast á milli staða og þá fengu heimaþjóðirnar að byrja mótið degi fyrr. Það er erfitt að skipuleggja þetta og við erum háð áhorfendum og sjónvarpsstöðvunum,“ sagði Morten Henriksen. „Þetta er ekki að koma upp í fyrsta sinn þótt að þetta hafi verið meira vandamál á heimsmeistaramótinu. Nú hefur hins vegar Alþjóðahandboltasambandið ákveðið að það verði alltaf af vera einn hvíldardagur á milli leikja sem er mjög athyglisverð regla,“ sagði Morten Henriksen. Það má lesa meira um þetta hér. EM 2020 í handbolta Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Fleiri fréttir Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Sjá meira
Ekstra blaðið í Danmörku fjallar um óánægju handboltamanna með leikjafyrirkomulagið á Evrópumótinu í handbolta þar sem spilað er mjög þétt. Það er sérstaklega lokaumferðin sem fer fyrir brjóstið á mörgum og þá sérstaklega íslenska landsliðsþjálfaranum, Guðmundi Guðmundssyni. Danska sjónvarpsstöðin TV2 Sport talaði við Guðmund eftir tapleikinn á móti Noregi í gær og þá um leikjafyrirkomulag mótsins. Guðmundur skilur ekki hvernig menn hjá evrópska sambandinu hafi getað sett þetta svona upp. Það eru aðeins 26 tímar á milli leikja íslenska landsliðsins fyrir leikinn við Svía í kvöld en Spánverjum fengu aftur á móti meira en tvo sólarhringa fyrir sinn síðasta leik í milliriðlinum. „Ég er ekki ánægður með það að sjöundi leikurinn okkar á mótinu sé spilaður daginn eftir okkar sjötta leik. Við fáum ekki hvíldardag og það er óásættanlegt í handboltaheiminum að þurfa að spila tvo daga í röð. Þetta er ekki boðlegt,“ sagði Guðmundur við TV2 Sport en Ekstra blaðið segir frá. Leikir sex og sjö í íslenska milliriðlinum fara fram dag eftir dag en það var ekki þannig í hinum milliriðlinum þar sem keppni lýkur líka í dag. Þar fengu liðin alltaf hvíldardag á milli leikja sinna. Ekstrablaðið ræðir einnig við Morten Henriksen íþróttastjóra danska handboltasambandsins. „Þetta er ekki hundrað prósent sanngjarnt en það er erfitt að hafa þetta hundrað prósent sanngjarnt. Hér bætist einnig við að nokkrar þjóðir hafa verið að ferðast á milli staða og þá fengu heimaþjóðirnar að byrja mótið degi fyrr. Það er erfitt að skipuleggja þetta og við erum háð áhorfendum og sjónvarpsstöðvunum,“ sagði Morten Henriksen. „Þetta er ekki að koma upp í fyrsta sinn þótt að þetta hafi verið meira vandamál á heimsmeistaramótinu. Nú hefur hins vegar Alþjóðahandboltasambandið ákveðið að það verði alltaf af vera einn hvíldardagur á milli leikja sem er mjög athyglisverð regla,“ sagði Morten Henriksen. Það má lesa meira um þetta hér.
EM 2020 í handbolta Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Fleiri fréttir Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Sjá meira