Ástæðan fyrir því að Klopp er aldrei í jakkafötum á hliðarlínunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2020 10:30 Jürgen Klopp er búinn að setja saman eitt besta fótboltalið heims hjá Liverpool. Getty/John Powell Sky Sports settist niður með Jürgen Klopp á dögunum og fékk að spyrja hann persónulegra og öðruvísi spurninga um knattspyrnustjóraferilinn. Jürgen Klopp er búinn að gera frábæra hluti á Anfield síðan að hann tók við liði Liverpool en undir hans stjórn hefur Liverpool unnið Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða í fyrsta sinn í sögu félagsins og er með yfirburðarforystu í ensku úrvalsdeildinni. Viðtalið hjá Sky Sports er áhugavert fyrir þær sakir að þar fékk Klopp spurningar um sig sjálfan frekar en liðið sitt. Áhorfendur fengu því að vita meira um hvernig þýski knattspyrnustjórinn hugsar og lifir líf sínu. Jürgen Klopp var meðal annars spurður hvað væri best við það að vera knattspyrnustjóri og þar kom vel fram hversu mikið hann elskar fótbolta. Hann segir líka frá byrjun sinni í þjálfun og hvernig hann þróaðist sem knattspyrnustjóri. Klopp talar meðal annars um Arrigo Sacchi, fyrrum þjálfara AC Milan og ítalska landsliðsins en þökk sé Wolfgang Frank, fyrrum stjóra Klopp, þá sá Jürgen mikið af æfingum með AC Milan. Wolfgang Frank hafði tekið upp mjög margar æfingar Arrigo Sacchi. „Ég sá líklega tuttugu, þrjátíu eða jafnvel 500 æfingar með AC Milan af því af fyrrum stjórinn minn tók þær upp og sýndi okkur,“ sagði Klopp. Þegar Klopp var spurður út í hvað hann teldi vera mikilvægasta kost knattspyrnustjóra þá var hann harður á því að hegðun stjóra á hliðarlínunni skipti þar litlu máli. Klopp er mjög lifandi á hliðarlínunni en það er ekki af því að hann trúi á að hann breyti miklu þannig heldur aðeins af því að hann geti ekki setið kyrr. Ein athyglisverðasta spurningin var þó út í klæðnað kappans á hliðarlínunni því Jürgen Klopp er aldrei í jakkafötum á leikjum. Klopp mætir alltaf bara í Liverpool æfingagallanum. „Ég er ekki hrifinn af því að vera í jakkafötum. Ég er sáttur við jakkafötin undir réttum kringumstæðum en ekki á leikjum. Ég ber samt virðingu fyrir þeim stjórum sem vilja klæðast þeim á leikjum því þetta eru sérstakir dagar. Mitt vandamál er að ég hef engan tíma eða pláss í hausnum til að hugsa um það sem ég ætla að klæðast,“ sagði Jürgen Klopp og bætir við: „Ég detta eiginlega bara inn í leikinn. Það gengur ekki upp fyrir mig að vera kominn á kaf inn í leikinn og þurfa þá að fara hafa áhyggjur af bindishnútum eða einhverju slíku. Ég reyndi einu sinni að klæðast gallabuxum og skyrtu en það var þegar ég kom fyrst til Dortmund. Það dugði í nokkrar vikur en svo var ég kominn aftur í æfingagallann,“ sagði Klopp og aðalástæðan. „Félagið sér um að hafa til æfingagallann þegar ég mæti. Gallinn er því tilbúinn fyrir mig í klefanum sem hjálpar mér mikið og það er aðalástæðan fyrir því,“ sagði Klopp. Það má sjá allt þetta skemmtilega viðtal hér fyrir neðan. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Sky Sports settist niður með Jürgen Klopp á dögunum og fékk að spyrja hann persónulegra og öðruvísi spurninga um knattspyrnustjóraferilinn. Jürgen Klopp er búinn að gera frábæra hluti á Anfield síðan að hann tók við liði Liverpool en undir hans stjórn hefur Liverpool unnið Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða í fyrsta sinn í sögu félagsins og er með yfirburðarforystu í ensku úrvalsdeildinni. Viðtalið hjá Sky Sports er áhugavert fyrir þær sakir að þar fékk Klopp spurningar um sig sjálfan frekar en liðið sitt. Áhorfendur fengu því að vita meira um hvernig þýski knattspyrnustjórinn hugsar og lifir líf sínu. Jürgen Klopp var meðal annars spurður hvað væri best við það að vera knattspyrnustjóri og þar kom vel fram hversu mikið hann elskar fótbolta. Hann segir líka frá byrjun sinni í þjálfun og hvernig hann þróaðist sem knattspyrnustjóri. Klopp talar meðal annars um Arrigo Sacchi, fyrrum þjálfara AC Milan og ítalska landsliðsins en þökk sé Wolfgang Frank, fyrrum stjóra Klopp, þá sá Jürgen mikið af æfingum með AC Milan. Wolfgang Frank hafði tekið upp mjög margar æfingar Arrigo Sacchi. „Ég sá líklega tuttugu, þrjátíu eða jafnvel 500 æfingar með AC Milan af því af fyrrum stjórinn minn tók þær upp og sýndi okkur,“ sagði Klopp. Þegar Klopp var spurður út í hvað hann teldi vera mikilvægasta kost knattspyrnustjóra þá var hann harður á því að hegðun stjóra á hliðarlínunni skipti þar litlu máli. Klopp er mjög lifandi á hliðarlínunni en það er ekki af því að hann trúi á að hann breyti miklu þannig heldur aðeins af því að hann geti ekki setið kyrr. Ein athyglisverðasta spurningin var þó út í klæðnað kappans á hliðarlínunni því Jürgen Klopp er aldrei í jakkafötum á leikjum. Klopp mætir alltaf bara í Liverpool æfingagallanum. „Ég er ekki hrifinn af því að vera í jakkafötum. Ég er sáttur við jakkafötin undir réttum kringumstæðum en ekki á leikjum. Ég ber samt virðingu fyrir þeim stjórum sem vilja klæðast þeim á leikjum því þetta eru sérstakir dagar. Mitt vandamál er að ég hef engan tíma eða pláss í hausnum til að hugsa um það sem ég ætla að klæðast,“ sagði Jürgen Klopp og bætir við: „Ég detta eiginlega bara inn í leikinn. Það gengur ekki upp fyrir mig að vera kominn á kaf inn í leikinn og þurfa þá að fara hafa áhyggjur af bindishnútum eða einhverju slíku. Ég reyndi einu sinni að klæðast gallabuxum og skyrtu en það var þegar ég kom fyrst til Dortmund. Það dugði í nokkrar vikur en svo var ég kominn aftur í æfingagallann,“ sagði Klopp og aðalástæðan. „Félagið sér um að hafa til æfingagallann þegar ég mæti. Gallinn er því tilbúinn fyrir mig í klefanum sem hjálpar mér mikið og það er aðalástæðan fyrir því,“ sagði Klopp. Það má sjá allt þetta skemmtilega viðtal hér fyrir neðan.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira